Vilborg dansar við skugga á suðurskautinu Hugrún Halldórsdóttir skrifar 2. desember 2012 12:48 ilborg Arna Gissurardóttir, suðurskautsfari. Vilborg Arna Gissurardóttir suðurskautsfari hefur nú gengið tæplega tvöhundruð kílómetra á um hálfum mánuði. Hún heldur í góða skapið þrátt fyrir að hafa glímt við veikindi og óblíða veðurguði og dansaði til að mynda við skuggann sinn í gær. Vilborg hóf göngu sína á suðurpólnum fyrir tæpum tveimur vikum en áætlað er að ferð hennar á syðsta punkt jarðar taki um 50 daga. Hún hefur glímt við veikindi á síðustu dögum en er nú öll að koma til að sögn Ingridar Kuhlman, formanns Lífs Styrktarfélags. „Í gær þá var, eins og hún kallar það, grímuveður. Þ.e. mikill mótvindur, 20 metrar á sekúndu," segir Ingrid. „Hún gengur þennan dag 15,3 kílómetra sem er ekkert smáræði þegar maður er ekki alveg hress."Sp. blm. Og hvað eru margir kílómetrar eftir? „Hún er búin að ganga 183 kílómetra ca. eftir daginn í gær og heildar vegalengdin er 1140 þannig að það eru svona ca. 900 og eitthvað kílómetrar eftir." Vilborg Arna gengur í þágu Lífs styrktarfélags Kvennadeildar Landspítalans en hægt er að heita á spor Vilborgar í síma 908 1515 eða með frjálsum framlögum á heimasíðunni Lífsspor.is en þar er einnig hægt að fylgjast með ferð hennar. „Það er svo mikill húmor í henni.," segir Ingrid. „Hún talar um það stundum í tjaldinu að nú séu óskalög skíðamanna eða maður þarf að drekka sólarvörnina af því að ósonlagið er svo þunnt hérna."Sp blm. Og ég las það að hún var að dansa við skuggann sinn? „Já, hún tók nokkur dansspor í gær og það er svolítið gaman að fylgjast með og ég veit að mjög margir lesa þetta blogg. Svo eru líka mjög margir sem skrá hreyfingu sína því hún vildi líka að Íslendingar myndi ganga sér til stuðnings." „Á Facebook er síða í kringum þetta átak sem heitir Lífsspor þar sem að fólk er á hverjum degi að skrá inn hvatningarorð og hvað það hreyfir sig mikið og ég veit að hún fylgist með því líka og það veitir henni mjög mikinn stuðning, líka á erfiðum dögum því þetta er náttúrulega ekki bara dans á rósum." „Þetta er erfitt," segir Ingrid. „Hún er að draga sleða sem var 100 kg í byrjun, hann er kannski kominn niður í 90 kg núna. Þetta er ekki erfitt í erfiðu færi."Hægt er að nálgast vefsvæði Vilborgar hér. Vilborg Arna Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Vilborg Arna Gissurardóttir suðurskautsfari hefur nú gengið tæplega tvöhundruð kílómetra á um hálfum mánuði. Hún heldur í góða skapið þrátt fyrir að hafa glímt við veikindi og óblíða veðurguði og dansaði til að mynda við skuggann sinn í gær. Vilborg hóf göngu sína á suðurpólnum fyrir tæpum tveimur vikum en áætlað er að ferð hennar á syðsta punkt jarðar taki um 50 daga. Hún hefur glímt við veikindi á síðustu dögum en er nú öll að koma til að sögn Ingridar Kuhlman, formanns Lífs Styrktarfélags. „Í gær þá var, eins og hún kallar það, grímuveður. Þ.e. mikill mótvindur, 20 metrar á sekúndu," segir Ingrid. „Hún gengur þennan dag 15,3 kílómetra sem er ekkert smáræði þegar maður er ekki alveg hress."Sp. blm. Og hvað eru margir kílómetrar eftir? „Hún er búin að ganga 183 kílómetra ca. eftir daginn í gær og heildar vegalengdin er 1140 þannig að það eru svona ca. 900 og eitthvað kílómetrar eftir." Vilborg Arna gengur í þágu Lífs styrktarfélags Kvennadeildar Landspítalans en hægt er að heita á spor Vilborgar í síma 908 1515 eða með frjálsum framlögum á heimasíðunni Lífsspor.is en þar er einnig hægt að fylgjast með ferð hennar. „Það er svo mikill húmor í henni.," segir Ingrid. „Hún talar um það stundum í tjaldinu að nú séu óskalög skíðamanna eða maður þarf að drekka sólarvörnina af því að ósonlagið er svo þunnt hérna."Sp blm. Og ég las það að hún var að dansa við skuggann sinn? „Já, hún tók nokkur dansspor í gær og það er svolítið gaman að fylgjast með og ég veit að mjög margir lesa þetta blogg. Svo eru líka mjög margir sem skrá hreyfingu sína því hún vildi líka að Íslendingar myndi ganga sér til stuðnings." „Á Facebook er síða í kringum þetta átak sem heitir Lífsspor þar sem að fólk er á hverjum degi að skrá inn hvatningarorð og hvað það hreyfir sig mikið og ég veit að hún fylgist með því líka og það veitir henni mjög mikinn stuðning, líka á erfiðum dögum því þetta er náttúrulega ekki bara dans á rósum." „Þetta er erfitt," segir Ingrid. „Hún er að draga sleða sem var 100 kg í byrjun, hann er kannski kominn niður í 90 kg núna. Þetta er ekki erfitt í erfiðu færi."Hægt er að nálgast vefsvæði Vilborgar hér.
Vilborg Arna Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira