Alonso valinn bestur af liðstjórum Birgir Þór Harðarson skrifar 17. desember 2012 12:00 Alonso tapaði heimsmeistaratitlinum með þremur stigum en var valinn bestur af liðstjórum í Formúlu 1. nordicphots/afp Þó hann hafi tapað heimsmeistaratitlinum með aðeins þremur stigum var Fernando Alonso, ökuþór Ferrari-liðsins, valinn besti ökuþór ársins af liðstjórum í Formúlu 1. Valið var birt á síðum breska tímaritsins Autosport. Þetta er í annað sinn sem Alonso hlýtur þessa viðurkenningu en síðast var hann valinn bestur árið 2010. Liðstjórarnir voru beðnir um að gera lista yfir tíu bestu ökumenn ársins, að þeirra mati, og gefa þeim stig eins og um úrslit kappaksturs væri að ræða. Skemmst er frá því að segja að Alonso hlaut 269 stig, 71 stig meira en heimsmeistarinn Sebastian Vettel sem varð annar í valinu. Átta liðsstjórar settu Alonso í fyrsta sætið. Alonso var þakklátur fyrir valið og sagði á vefsíðu Ferrari-liðsins vera ánægður með niðurstöðuna. „En það verður erfitt að endurtaka nánast fullkomið tímabil með Ferrari. Við gerum samt heiðarlega tilraun." Lewis Hamilton varð þriðji í valinu og skipti um sæti við Kimi Raikkönen, sem varð þriðji í heimsmeistarakeppninni í ár. Jenson Button varð fimmti og Mark Webber sjötti. Efstu tíu í vali liðstjóra1. Fernando Alonso - 269 2. Sebastian Vettel - 198 3. Lewis Hamilton - 177 4. Kimi Räikkönen - 176 5. Jenson Button - 104 6. Mark Webber - 66 7. Nico Hülkenberg - 50 8. Nico Rosberg - 30 9. Sergio Pérez - 30 10. Felipe Massa - 27 Formúla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Þó hann hafi tapað heimsmeistaratitlinum með aðeins þremur stigum var Fernando Alonso, ökuþór Ferrari-liðsins, valinn besti ökuþór ársins af liðstjórum í Formúlu 1. Valið var birt á síðum breska tímaritsins Autosport. Þetta er í annað sinn sem Alonso hlýtur þessa viðurkenningu en síðast var hann valinn bestur árið 2010. Liðstjórarnir voru beðnir um að gera lista yfir tíu bestu ökumenn ársins, að þeirra mati, og gefa þeim stig eins og um úrslit kappaksturs væri að ræða. Skemmst er frá því að segja að Alonso hlaut 269 stig, 71 stig meira en heimsmeistarinn Sebastian Vettel sem varð annar í valinu. Átta liðsstjórar settu Alonso í fyrsta sætið. Alonso var þakklátur fyrir valið og sagði á vefsíðu Ferrari-liðsins vera ánægður með niðurstöðuna. „En það verður erfitt að endurtaka nánast fullkomið tímabil með Ferrari. Við gerum samt heiðarlega tilraun." Lewis Hamilton varð þriðji í valinu og skipti um sæti við Kimi Raikkönen, sem varð þriðji í heimsmeistarakeppninni í ár. Jenson Button varð fimmti og Mark Webber sjötti. Efstu tíu í vali liðstjóra1. Fernando Alonso - 269 2. Sebastian Vettel - 198 3. Lewis Hamilton - 177 4. Kimi Räikkönen - 176 5. Jenson Button - 104 6. Mark Webber - 66 7. Nico Hülkenberg - 50 8. Nico Rosberg - 30 9. Sergio Pérez - 30 10. Felipe Massa - 27
Formúla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira