Efnahagsleg "rússíbanareið“ 17. desember 2012 08:00 Sé horft yfir áratuginn frá 2001 til og með 2010 er ekki hægt að segja annað en að þetta hafi verið mikil „rússíbanareið". Þetta segir Björn Þór Sigbjörnsson, sem er höfundur bókarinnar Ísland í aldanna rás 2001 til 2010 ásamt Bergsteini Sigurðssyni, blaðamanni Fréttablaðsins. Björn Þór er gestur nýjasta þáttar Klinksins, spjallþáttar um efnahagsmál- og viðskipti hér á Vísi. Fjallað er ítarlega um gang mála í viðskiptum og efnahagsmálum. Björn Þór segir að fyrrnefnt tímabil í viðskiptalífinu hafi einkennst af miklum öfgum, breytingum og endurnýjun, þar sem ungt fólk tók við stjórnartaumunum í mörgum af lykilfyrirtækjum í íslensku efnahagslífi, á meðan eldra og reynslumeira fólk steig til hliðar. Strax árið 2001 birtast Björgólfsfeðgar [Björgólfur Thor Björgólfsson og Björgólfur Guðmundsson innsk. blm.] með fullar hendur fjár, og fljótlega þar á eftir eru bankarnir einkavæddir, segir Björn Þór, en fyrrnefndri bók er fjallað mikið um þetta uppgangstímabil í Íslandssögunni, og þá ekki síst ýmis einstök fréttamál sem ofarlega voru á baugi á hverjum tíma, svo sem einstök viðskipti, sameiningar stórfyrirtækja og í kjölfarið útrás þeirra til annarra landa. Björn Þór segir að þegar fjölmiðlaumfjöllun frá þessum tíma sé skoðuð komi ýmislegt í ljós, sem komi nokkuð á óvart. „Það voru viðvörunarljós út um allt, en það hlustaði enginn eða tók eftir því," segir Björn Þór. Þá er nokkuð bersýnilegt með hliðsjón af ýmsum fréttum fá þessum tíma, að stór hluti almennings tók virkan þátt, með kaupum á hlutabréfum m.a., segir Björn Þór. Hann segir enn fremur að á þessu tímabili hafi Íslendingar fyrst séð hálfgerða „elítu" verða til, sem var með gríðarlega há laun og lifði hátt. Nokkrir árekstrar hafi bersýnilega orðið vegna þessa, sem hafi verið til marks um að eitthvað hafi „kraumað" undir niðri. Það var stórfrétt þegar Davíð Oddsson, þá forsætisráðherra, tók út sparnað sinn í Búnaðarbankanum, til þess að mótmæla háum launum. Það olli miklum titringi, og sýndi, eftir á að hyggja, að miklar og hraðar samfélagsbreytingar voru að eiga sér stað, segir Björn Þór. Að lokum hafi þetta síðan endað með ósköpum í hruninu, haustið 2008. „Það sem stendur upp úr er kannski það hversu gríðarlega hratt þetta gerðist, hvað útþenslan og peningaflæðið var mikið og hafði mikil áhrif á skömmum tíma." Sjá má viðtalið við Björn Þór í Klinkinu hér. Klinkið Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Sé horft yfir áratuginn frá 2001 til og með 2010 er ekki hægt að segja annað en að þetta hafi verið mikil „rússíbanareið". Þetta segir Björn Þór Sigbjörnsson, sem er höfundur bókarinnar Ísland í aldanna rás 2001 til 2010 ásamt Bergsteini Sigurðssyni, blaðamanni Fréttablaðsins. Björn Þór er gestur nýjasta þáttar Klinksins, spjallþáttar um efnahagsmál- og viðskipti hér á Vísi. Fjallað er ítarlega um gang mála í viðskiptum og efnahagsmálum. Björn Þór segir að fyrrnefnt tímabil í viðskiptalífinu hafi einkennst af miklum öfgum, breytingum og endurnýjun, þar sem ungt fólk tók við stjórnartaumunum í mörgum af lykilfyrirtækjum í íslensku efnahagslífi, á meðan eldra og reynslumeira fólk steig til hliðar. Strax árið 2001 birtast Björgólfsfeðgar [Björgólfur Thor Björgólfsson og Björgólfur Guðmundsson innsk. blm.] með fullar hendur fjár, og fljótlega þar á eftir eru bankarnir einkavæddir, segir Björn Þór, en fyrrnefndri bók er fjallað mikið um þetta uppgangstímabil í Íslandssögunni, og þá ekki síst ýmis einstök fréttamál sem ofarlega voru á baugi á hverjum tíma, svo sem einstök viðskipti, sameiningar stórfyrirtækja og í kjölfarið útrás þeirra til annarra landa. Björn Þór segir að þegar fjölmiðlaumfjöllun frá þessum tíma sé skoðuð komi ýmislegt í ljós, sem komi nokkuð á óvart. „Það voru viðvörunarljós út um allt, en það hlustaði enginn eða tók eftir því," segir Björn Þór. Þá er nokkuð bersýnilegt með hliðsjón af ýmsum fréttum fá þessum tíma, að stór hluti almennings tók virkan þátt, með kaupum á hlutabréfum m.a., segir Björn Þór. Hann segir enn fremur að á þessu tímabili hafi Íslendingar fyrst séð hálfgerða „elítu" verða til, sem var með gríðarlega há laun og lifði hátt. Nokkrir árekstrar hafi bersýnilega orðið vegna þessa, sem hafi verið til marks um að eitthvað hafi „kraumað" undir niðri. Það var stórfrétt þegar Davíð Oddsson, þá forsætisráðherra, tók út sparnað sinn í Búnaðarbankanum, til þess að mótmæla háum launum. Það olli miklum titringi, og sýndi, eftir á að hyggja, að miklar og hraðar samfélagsbreytingar voru að eiga sér stað, segir Björn Þór. Að lokum hafi þetta síðan endað með ósköpum í hruninu, haustið 2008. „Það sem stendur upp úr er kannski það hversu gríðarlega hratt þetta gerðist, hvað útþenslan og peningaflæðið var mikið og hafði mikil áhrif á skömmum tíma." Sjá má viðtalið við Björn Þór í Klinkinu hér.
Klinkið Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira