Saga stangveiða: Netaveiðin áhyggjuefni fyrir 47 árum Svavar Hávarðsson skrifar 26. desember 2012 07:00 Landeigendur á Spóastöðum og Seli hafa, í samstarfi við Lax-á, hafið metnaðarfullt endurreisnarverkefni í Brúará með það að markmiði að endurheimta Brúarárlaxinn. Mynd/Lax-á Halldór Erlendsson, kennari í Reykjavík og víðar, er af mörgum veiðimönnum talinn hafa verið fremstur meðal jafningja þegar kom að því að veiða á stöng. Halldór fæddist árið 1919 en lést langt fyrir aldur fram aðeins 56 ára að aldri. Á meðan hans naut við má segja að hann hafi verið kunnur öllum sem veiddu á stöng en hann stofnaði Sportvörugerðina sem var lengst af til húsa á heimili hans í Mávahlíð. Veiðivísir sagði frá því í gær að Halldór lagði mikinn metað í köst, bæði með flugu- og kaststöng og hafði gaman að því að keppa við aðra veiðimenn í nákvæmni kasta með stöng jafnt og lengd. En hann hafði ákveðnar skoðanir á fleiru er varðar stangveiði, eins og viðtal í Lesbók Morgunblaðsins árið 1965 ber með sér, en Ásgeir Ingólfsson átti við hann spjall sem birtist á aðfangadag. Halldór kaus fluguveiði umfram annað agn og gaman að lesa um reynslu hans af bakkanum. Gefum honum orðið: „Fluguveiðin er skemmtilegust, þó að gaman sé einnig að veiða á aðrar beitur. Ánægjulegast er að mega nota beitu eftir vild, en flugu tek ég þó alltaf fram yfir annað, ef veður og aðstæður leyfa. Viðhorfin hafa svo sannarlega breytzt. Ég minnist þess, er ég sat með félaga mínum við Grásteinshyl, í Langadalsá, fyrir mörgum árum. Við tókum upp úr pússi okkar tvær eða þrjár flugur, sem okkur höfðu verið gefnar. Þá rifum við fjaðrirnar af þeim, til að geta beitt maðk, en vorum fátækir af önglum. Það er langt um liðið síðan". Þegar Halldór var spurður um fluguval hafði hann þetta að segja: „Ég held, að það sé lítil regla um flugur og veður. Þó hallast ég heldur að ljósum flugum í björtu veðri, en önnur heildarregla er ekki síður sú, að þekkja, hvenær nota skal litlar flugur og stórar. Stærðin er meira atriði. Ég nota yfirleitt litlar tvíkrækjur, en stórar einkrækjur. Þá verð ég að minnast á eitt atriði um fiugur. Ég tel, að margar erlendar flugur séu of mikið klæddar, og held, að við votfluguveiði sé bezt að nota léttklæddar flugur, allt niður í „Low-Water" flugur, sem miða að því að veiða á litlar flugur, með stórum öngli. Undangengin ár hef ég mikið veitt á flotflugulínu, og dreg hana stundum svo hægt, að liggur við að nálgist „greased line fishing". Til eru þeir, sem stundum renna flugu eins og maðki," sagði Halldór. Í samhengi við álitamál sem hefur verið áberandi síðastliðið ár, áhrif netaveiði á laxastofna hafði Halldór þetta að segja: „Ég tel varla mögulegt að eyðileggja laxár með stangaveiði, þótt til séu einstakar ár, þar sem lax tekur ótrúlega vel miðað við aðrar ár. Hins vegar er vitað, að bann við sjóveiði á laxi er ekki haldið. Þá er lítill gaumur gefinn að netaveiði á sumum svæðum, og það þótt rúmlega níutíu af hundraði alls afla svæðisins komi í net. Það veiðast árlega um eða yfir 10.000 laxar á Ölfusársvæðinu í net, enda vitað, að laxinn dvelst mikið í jökulvatninu, áður en hann heldur upp í bergvatnsárnar. Lax, sem er á leið í Laxá í Hreppum, á langa leið fyrir höndum, og verður að fara fram hjá mörgum torfærum. Ég er þeirrar skoðunar, að netaveiðin á Ölfusársvæðinu, í jökulvatninu, hafi verið og sé að eðlisbreyta stofninum. Það er furðulegt, hve lítið gengur af laxi í bergvatnsárnar. í Brúará og Laxá var löngum mikið af laxi, en nú er þar allt laxlaust, að kalla. Ég er þeirrar skoðunar, að aðeins allra fyrsti hluti fyrstu göngu laxins af bergvatnsárstofninum komist klakklaust leiðar sinnar, síðari göngur lendi að langmestu leyti í og tálmist af netunum. Sá hluti laxins, sem hins vegar hrygnir í eða við jökulvatnið, hefur sloppið betur. Því hefur sífellt hallað á ógæfuhliðina á Ölfusársvæðinu fyrir bergvatnsárstofninum, á undanförnum árum. Ég hef þá trú, að þótt netaveiðin legðist niður, þá yrði það í senn tímafrekt og kostnaðarsamt að bæta skaðann, vegna eðlisbreytingarinnar. Yrði ef til vill að taka laxinn í gildrur í jökulvatninu, og flytja hann í bergvatnsárnar,- taka upp hliðstæða flutninga þeim, sem eiga sér stað í Elliðaánum, ásamt annarri umfangsmikilli klak- og ræktunarstarfsemi. Til þess konar ráðstafana hefur víða orðið að grípa í Bandaríkjunum, til að ná upp stofni á efri svæðum," sagði Halldór og það verður að hafa hugfast að viðtalið nálgast það að verða hálfrar aldar gamalt, og greinilegt að áhyggjur veiðimanna á þeim tíma eru að mörgu leyti þær sömu og nú. Það er því umhugsunarvert af hverju menn hafa engu breytt þegar það liggur fyrir að um áratuga skeið hafa menn haft áhyggjur af áhrifum netaveiðinnar á laxastofna. Lokaorð viðtalsins eiga svo ekkert síður við í dag en þá: „Góður veiðimaður fer til veiða með það fyrir augum að hafa ánægju af ferðinni, ekki til að veiða sem mest. Þó tel ég það ekki ósportlegt að veiða mikið, þá sjaldan veiðigyðjan reynist hliðholl. Sumum veiðimönnum hættir til að miða veiðiánægju við aflamagn, og fara helzt ekki til veiða, nema þeir hafi svo til vissu fyrir því, að aflinn verði mikill. Góður félagsandi er fyrir mestu, og þeim mönnum, sem ekki hafa ánægju af vefðiferð, þar sem fallegt er veiðivatn, gott veður og góður félagsskapur er fyrir hendi, enda þótt lítið veiðist, myndi ég ráðleggja að fást ekki við stangaveiði". Í þessu samhengi rifjar Ásgeir upp orð stangveiðimannsins Richards Brookes frá árinu 1766 og að sennilega séu þessar hugleiðingar jafn gamlar stangveiðinni, þrátt fyrir allt: „Minnizt þess, að manninum voru góðar gáfur gefnar til annars en að blekkja heimska fiska; hversu ánægjuleg sem stangaveiðin er, þá glatar hún sakleysi sínu, ef hún er stunduð til annars en dægrastyttingar.“ svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði
Halldór Erlendsson, kennari í Reykjavík og víðar, er af mörgum veiðimönnum talinn hafa verið fremstur meðal jafningja þegar kom að því að veiða á stöng. Halldór fæddist árið 1919 en lést langt fyrir aldur fram aðeins 56 ára að aldri. Á meðan hans naut við má segja að hann hafi verið kunnur öllum sem veiddu á stöng en hann stofnaði Sportvörugerðina sem var lengst af til húsa á heimili hans í Mávahlíð. Veiðivísir sagði frá því í gær að Halldór lagði mikinn metað í köst, bæði með flugu- og kaststöng og hafði gaman að því að keppa við aðra veiðimenn í nákvæmni kasta með stöng jafnt og lengd. En hann hafði ákveðnar skoðanir á fleiru er varðar stangveiði, eins og viðtal í Lesbók Morgunblaðsins árið 1965 ber með sér, en Ásgeir Ingólfsson átti við hann spjall sem birtist á aðfangadag. Halldór kaus fluguveiði umfram annað agn og gaman að lesa um reynslu hans af bakkanum. Gefum honum orðið: „Fluguveiðin er skemmtilegust, þó að gaman sé einnig að veiða á aðrar beitur. Ánægjulegast er að mega nota beitu eftir vild, en flugu tek ég þó alltaf fram yfir annað, ef veður og aðstæður leyfa. Viðhorfin hafa svo sannarlega breytzt. Ég minnist þess, er ég sat með félaga mínum við Grásteinshyl, í Langadalsá, fyrir mörgum árum. Við tókum upp úr pússi okkar tvær eða þrjár flugur, sem okkur höfðu verið gefnar. Þá rifum við fjaðrirnar af þeim, til að geta beitt maðk, en vorum fátækir af önglum. Það er langt um liðið síðan". Þegar Halldór var spurður um fluguval hafði hann þetta að segja: „Ég held, að það sé lítil regla um flugur og veður. Þó hallast ég heldur að ljósum flugum í björtu veðri, en önnur heildarregla er ekki síður sú, að þekkja, hvenær nota skal litlar flugur og stórar. Stærðin er meira atriði. Ég nota yfirleitt litlar tvíkrækjur, en stórar einkrækjur. Þá verð ég að minnast á eitt atriði um fiugur. Ég tel, að margar erlendar flugur séu of mikið klæddar, og held, að við votfluguveiði sé bezt að nota léttklæddar flugur, allt niður í „Low-Water" flugur, sem miða að því að veiða á litlar flugur, með stórum öngli. Undangengin ár hef ég mikið veitt á flotflugulínu, og dreg hana stundum svo hægt, að liggur við að nálgist „greased line fishing". Til eru þeir, sem stundum renna flugu eins og maðki," sagði Halldór. Í samhengi við álitamál sem hefur verið áberandi síðastliðið ár, áhrif netaveiði á laxastofna hafði Halldór þetta að segja: „Ég tel varla mögulegt að eyðileggja laxár með stangaveiði, þótt til séu einstakar ár, þar sem lax tekur ótrúlega vel miðað við aðrar ár. Hins vegar er vitað, að bann við sjóveiði á laxi er ekki haldið. Þá er lítill gaumur gefinn að netaveiði á sumum svæðum, og það þótt rúmlega níutíu af hundraði alls afla svæðisins komi í net. Það veiðast árlega um eða yfir 10.000 laxar á Ölfusársvæðinu í net, enda vitað, að laxinn dvelst mikið í jökulvatninu, áður en hann heldur upp í bergvatnsárnar. Lax, sem er á leið í Laxá í Hreppum, á langa leið fyrir höndum, og verður að fara fram hjá mörgum torfærum. Ég er þeirrar skoðunar, að netaveiðin á Ölfusársvæðinu, í jökulvatninu, hafi verið og sé að eðlisbreyta stofninum. Það er furðulegt, hve lítið gengur af laxi í bergvatnsárnar. í Brúará og Laxá var löngum mikið af laxi, en nú er þar allt laxlaust, að kalla. Ég er þeirrar skoðunar, að aðeins allra fyrsti hluti fyrstu göngu laxins af bergvatnsárstofninum komist klakklaust leiðar sinnar, síðari göngur lendi að langmestu leyti í og tálmist af netunum. Sá hluti laxins, sem hins vegar hrygnir í eða við jökulvatnið, hefur sloppið betur. Því hefur sífellt hallað á ógæfuhliðina á Ölfusársvæðinu fyrir bergvatnsárstofninum, á undanförnum árum. Ég hef þá trú, að þótt netaveiðin legðist niður, þá yrði það í senn tímafrekt og kostnaðarsamt að bæta skaðann, vegna eðlisbreytingarinnar. Yrði ef til vill að taka laxinn í gildrur í jökulvatninu, og flytja hann í bergvatnsárnar,- taka upp hliðstæða flutninga þeim, sem eiga sér stað í Elliðaánum, ásamt annarri umfangsmikilli klak- og ræktunarstarfsemi. Til þess konar ráðstafana hefur víða orðið að grípa í Bandaríkjunum, til að ná upp stofni á efri svæðum," sagði Halldór og það verður að hafa hugfast að viðtalið nálgast það að verða hálfrar aldar gamalt, og greinilegt að áhyggjur veiðimanna á þeim tíma eru að mörgu leyti þær sömu og nú. Það er því umhugsunarvert af hverju menn hafa engu breytt þegar það liggur fyrir að um áratuga skeið hafa menn haft áhyggjur af áhrifum netaveiðinnar á laxastofna. Lokaorð viðtalsins eiga svo ekkert síður við í dag en þá: „Góður veiðimaður fer til veiða með það fyrir augum að hafa ánægju af ferðinni, ekki til að veiða sem mest. Þó tel ég það ekki ósportlegt að veiða mikið, þá sjaldan veiðigyðjan reynist hliðholl. Sumum veiðimönnum hættir til að miða veiðiánægju við aflamagn, og fara helzt ekki til veiða, nema þeir hafi svo til vissu fyrir því, að aflinn verði mikill. Góður félagsandi er fyrir mestu, og þeim mönnum, sem ekki hafa ánægju af vefðiferð, þar sem fallegt er veiðivatn, gott veður og góður félagsskapur er fyrir hendi, enda þótt lítið veiðist, myndi ég ráðleggja að fást ekki við stangaveiði". Í þessu samhengi rifjar Ásgeir upp orð stangveiðimannsins Richards Brookes frá árinu 1766 og að sennilega séu þessar hugleiðingar jafn gamlar stangveiðinni, þrátt fyrir allt: „Minnizt þess, að manninum voru góðar gáfur gefnar til annars en að blekkja heimska fiska; hversu ánægjuleg sem stangaveiðin er, þá glatar hún sakleysi sínu, ef hún er stunduð til annars en dægrastyttingar.“ svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði