Blaksamband Íslands hefur ráðið Apostolo Apostolov sem landsliðsþjálfara karla í blaki. Apostolov hefur þjálfað kvennalandslið Íslands undanfarin fjögur ár.
Apostol tekur við karlalandsliðinu af Zdravko Demirev. Íslenska landsliðið tekur þátt í undankeppni heimsmeistaramótsins 2014 á næsta ári auk þess sem Smáþjóðaleikarnir fara fram í Lúxemborg í lok maí.
„Það eru spennandi verkefni framundan hjá landsliðinu og reyndar hjá báðum landsliðunum. Mér líst mjög vel á að þjálfa karlaliðið en það er ný áskorun fyrir mig. Það eru margir ungir og efnilegir leikmenn og ég hlakka til að vinna með þeim," segir Apostolov.
Landsliðsnefndin tilkynnti tilkynnti í gær að Matthías Haraldsson væri tekinn við kvennalandsliði Íslands.
Apostolov tekur við karlalandsliðinu í blaki
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn




„Bæði svekktur en líka stoltur“
Íslenski boltinn

„Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“
Körfubolti

„Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“
Körfubolti

„Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“
Körfubolti

„Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“
Íslenski boltinn

„Ég tek þetta bara á mig“
Íslenski boltinn