Formaður SVFR: Netaveiði er tímaskekkja Trausti Hafliðason skrifar 22. desember 2012 01:28 Veiðimaður á bökkum Sogsins. Mynd / Trausti Hafliðason Töluverðar deilur hafa verið um netaveiði í Ölfusá og Hvítá en í þá síðarnefndu renna margar góðar laxveiðiár eins og Sogið, Stóra-Laxá og Tungufljót. Stangaveiðimenn eru almennt mjög mótfallnir þessari veiði. „Það hefur staðið styr um netaveiðar í fimmtíu til sextíu ár," segir Bjarni Júlíusson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur. „Við verðum samt að átta okkur á því að netaveiðibændur eiga þennan rétt – þeir mega veiða í net samkvæmt lögum og það ber að virða. Það er samt mín skoðun að það sé tímaskekkja að draga net fyrir neðan margar af bestu laxveiðiám landsins. Árið 2004 ákváðum við að SVFR kæmi inn og myndi leigja netin af bændum við Ölfusá og Hvítá og þegar best var leigðum við 60 til 70 prósent af lögnunum á svæðinu eða öllu heldur lögnunum sem voru með 60-70% veiðinnar. Þetta hafði þau áhrif að veiðin á svæðinu jókst og í Soginu jókst hún ekki bara, hún margfaldaðist. Síðustu ár höfum við haldið að okkur höndum einfaldlega vegna þess að við höfum ekki haft efni á því að standa í þessu einir eða því sem næst – að leigja netin. Það ber reyndar að halda því til haga að við fengum smávegis stuðning frá Fiskræktarsjóði á sínum tíma, auk þess sem Stóru-Laxárdeild Veiðifélags Árnesinga studdi myndarlega við framtakið og nú seinni árin, hefur Lax-á staðið í þessu með okkur."Veiðifélag Árnesinga verður að leysa þetta „Í mínum huga er lausnin á þessu ekki flókin," segir Bjarni. „Veiðifélag Árnesinga verður að leysa þetta innan sinna vébanda. Það er hægt að gera þannig að veiðifélagið sjálft sjái um að takmarka netaveiðar eða leigi sjálft netin. Hin leiðin er að netabændur fái hlutdeild í arði eða arðskrá. Það er auðvitað eina rétta framtíðarlausnin. Það sem ég er ósáttur við er misræmið milli stangaveiðimanna og netaveiðimanna. Við stangaveiðimenn höfum gengist undir alls konar takmarkanir undanfarin ár. Það er víða búið að setja kvóta, takmarkanir á agni og sums staðar er mönnum gert að sleppa öllum laxi. Netaveiðimenn halda hins vegar sjó – án takmarkana. Það hafa engar takmarkanir eða kvaðir verið settar á þá umfram það sem lögin segja. Það gilda sömu reglur um þá að þeir mega leggja hálfa vikuna, alveg eins og stangaveiðimenn mega veiða hálfa vikuna. En frekari kvaðir hafa þeir ekki undirgengist. Ef menn vilja ekki leggja netaveiðina af, sem væri auðvitað skynsamlegast, væri þá ekki að minnsta kosti hægt að takmarka með einhverjum hætti afla í net? Stytta tímabilið enn frekar eða setja kvóta á veiðina?"Þetta er brot úr viðtali við Bjarna sem birtist í Fréttablaðinu í dag, laugardag. Í viðtalinu, sem mun birtast í heild sinni Veiðivísi, ræðir Bjarni stöðu mála í laxveiðinni, hátt verð veiðileyfa, fjárhagsstöðu Stangaveiðifélagsins og ýmislegt fleira.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði
Töluverðar deilur hafa verið um netaveiði í Ölfusá og Hvítá en í þá síðarnefndu renna margar góðar laxveiðiár eins og Sogið, Stóra-Laxá og Tungufljót. Stangaveiðimenn eru almennt mjög mótfallnir þessari veiði. „Það hefur staðið styr um netaveiðar í fimmtíu til sextíu ár," segir Bjarni Júlíusson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur. „Við verðum samt að átta okkur á því að netaveiðibændur eiga þennan rétt – þeir mega veiða í net samkvæmt lögum og það ber að virða. Það er samt mín skoðun að það sé tímaskekkja að draga net fyrir neðan margar af bestu laxveiðiám landsins. Árið 2004 ákváðum við að SVFR kæmi inn og myndi leigja netin af bændum við Ölfusá og Hvítá og þegar best var leigðum við 60 til 70 prósent af lögnunum á svæðinu eða öllu heldur lögnunum sem voru með 60-70% veiðinnar. Þetta hafði þau áhrif að veiðin á svæðinu jókst og í Soginu jókst hún ekki bara, hún margfaldaðist. Síðustu ár höfum við haldið að okkur höndum einfaldlega vegna þess að við höfum ekki haft efni á því að standa í þessu einir eða því sem næst – að leigja netin. Það ber reyndar að halda því til haga að við fengum smávegis stuðning frá Fiskræktarsjóði á sínum tíma, auk þess sem Stóru-Laxárdeild Veiðifélags Árnesinga studdi myndarlega við framtakið og nú seinni árin, hefur Lax-á staðið í þessu með okkur."Veiðifélag Árnesinga verður að leysa þetta „Í mínum huga er lausnin á þessu ekki flókin," segir Bjarni. „Veiðifélag Árnesinga verður að leysa þetta innan sinna vébanda. Það er hægt að gera þannig að veiðifélagið sjálft sjái um að takmarka netaveiðar eða leigi sjálft netin. Hin leiðin er að netabændur fái hlutdeild í arði eða arðskrá. Það er auðvitað eina rétta framtíðarlausnin. Það sem ég er ósáttur við er misræmið milli stangaveiðimanna og netaveiðimanna. Við stangaveiðimenn höfum gengist undir alls konar takmarkanir undanfarin ár. Það er víða búið að setja kvóta, takmarkanir á agni og sums staðar er mönnum gert að sleppa öllum laxi. Netaveiðimenn halda hins vegar sjó – án takmarkana. Það hafa engar takmarkanir eða kvaðir verið settar á þá umfram það sem lögin segja. Það gilda sömu reglur um þá að þeir mega leggja hálfa vikuna, alveg eins og stangaveiðimenn mega veiða hálfa vikuna. En frekari kvaðir hafa þeir ekki undirgengist. Ef menn vilja ekki leggja netaveiðina af, sem væri auðvitað skynsamlegast, væri þá ekki að minnsta kosti hægt að takmarka með einhverjum hætti afla í net? Stytta tímabilið enn frekar eða setja kvóta á veiðina?"Þetta er brot úr viðtali við Bjarna sem birtist í Fréttablaðinu í dag, laugardag. Í viðtalinu, sem mun birtast í heild sinni Veiðivísi, ræðir Bjarni stöðu mála í laxveiðinni, hátt verð veiðileyfa, fjárhagsstöðu Stangaveiðifélagsins og ýmislegt fleira.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði