Ísland á hvíta tjaldinu - Þrjár stórmyndinu á teikniborðinu 2. janúar 2012 14:00 Miklar líkur eru á því að næsta mynd Tom Cruise, Horizon, verði tekin hér upp en þegar er byrjað að panta hótel fyrir tökuliðið og stórstjörnuna. „Þetta lítur mjög vel út, nú þegar búið er að staðfesta 20 prósenta endurgreiðsluna. Við erum bara á fullu að vinna með tölur enda snýst allt um þær í Hollywood," segir Leifur Dagfinnsson, einn af eigendum framleiðslufyrirtækisins True North. Þrjár stórar Hollywood-kvikmyndir eru væntanlegar hingað til lands á árinu sem var að ganga í garð. Eins og Fréttablaðið greindi frá stendur til að taka upp nýjustu kvikmynd Tom Cruise, Horizon, hér á landi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er það verkefni komið á verulegan skrið og eru fulltrúar True North þegar farnir að bóka hótel fyrir tökulið og stórstjörnuna. Eftir því sem blaðið kemst næst er verkefnið af svipaðri stærðargráðu og Prometheus, mynd Ridley Scott sem tekin var að hluta til hér á síðasta ári. Það þýðir að hátt í 250 manna tökulið mun koma að myndinni sem ætti að skilja eftir 740 milljónir króna í erlendum gjaldeyri, sé tekið mið af þeirri tölu sem Leifur nefndi nýlega í viðtali við Viðskiptablaðið. Gert er ráð fyrir að tökurnar fari fram í júní og júlí. Leifur vildi hins vegar lítið tjá sig um málið, staðfesti aðeins að umrætt verkefni liti vel út. Hinar tvær myndirnar eru ekki komnar jafn langt. Eins og Darren Aronofsky upplýsti í viðtali við Fréttablaðið hefur hann mikinn áhuga á að gera kvikmynd um Nóa og örkina hans hér á landi. Að sögn Leifs er nú verið að klára fjármögnun þess verkefnis en írsk/þýski leikarinn Michael Fassbender hefur verið orðaður við hlutverk Nóa.Ben Stiller heilsaði meðal annars upp á fólk í Stykkishólmi í sumar.Þá er verið að bíða eftir grænu ljósi frá framleiðendum fyrir kvikmynd Bens Stiller, The Secret Life of Walter Mitty, en heimsókn gamanleikarans hingað til lands síðasta sumar vakti mikla athygli landsmanna. Þá fór hann víða í leit að tökustöðum og þótti hinn alþýðlegasti. Árið 2011 reyndist nokkuð gjöfult hvað kvikmyndaverkefni varðar; tökulið Prometheus, stórmyndar Ridley Scott, hertók nágrenni Heklu og lokaði af Dettifoss og leikarar úr Game of Thrones undu sér vel við Svínafellsjökul og Höfðabrekkuheiði. Þá má ekki gleyma þeirri miklu kynningu sem landið fékk í sjónvarpsþættinum Man Vs. Wild en þar fékk Jake Gyllenhaal að kynnast óblíðum íslenskum veðuröflum af eigin raun. freyrgigja@frettabladid.is Game of Thrones Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fleiri fréttir Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Sjá meira
„Þetta lítur mjög vel út, nú þegar búið er að staðfesta 20 prósenta endurgreiðsluna. Við erum bara á fullu að vinna með tölur enda snýst allt um þær í Hollywood," segir Leifur Dagfinnsson, einn af eigendum framleiðslufyrirtækisins True North. Þrjár stórar Hollywood-kvikmyndir eru væntanlegar hingað til lands á árinu sem var að ganga í garð. Eins og Fréttablaðið greindi frá stendur til að taka upp nýjustu kvikmynd Tom Cruise, Horizon, hér á landi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er það verkefni komið á verulegan skrið og eru fulltrúar True North þegar farnir að bóka hótel fyrir tökulið og stórstjörnuna. Eftir því sem blaðið kemst næst er verkefnið af svipaðri stærðargráðu og Prometheus, mynd Ridley Scott sem tekin var að hluta til hér á síðasta ári. Það þýðir að hátt í 250 manna tökulið mun koma að myndinni sem ætti að skilja eftir 740 milljónir króna í erlendum gjaldeyri, sé tekið mið af þeirri tölu sem Leifur nefndi nýlega í viðtali við Viðskiptablaðið. Gert er ráð fyrir að tökurnar fari fram í júní og júlí. Leifur vildi hins vegar lítið tjá sig um málið, staðfesti aðeins að umrætt verkefni liti vel út. Hinar tvær myndirnar eru ekki komnar jafn langt. Eins og Darren Aronofsky upplýsti í viðtali við Fréttablaðið hefur hann mikinn áhuga á að gera kvikmynd um Nóa og örkina hans hér á landi. Að sögn Leifs er nú verið að klára fjármögnun þess verkefnis en írsk/þýski leikarinn Michael Fassbender hefur verið orðaður við hlutverk Nóa.Ben Stiller heilsaði meðal annars upp á fólk í Stykkishólmi í sumar.Þá er verið að bíða eftir grænu ljósi frá framleiðendum fyrir kvikmynd Bens Stiller, The Secret Life of Walter Mitty, en heimsókn gamanleikarans hingað til lands síðasta sumar vakti mikla athygli landsmanna. Þá fór hann víða í leit að tökustöðum og þótti hinn alþýðlegasti. Árið 2011 reyndist nokkuð gjöfult hvað kvikmyndaverkefni varðar; tökulið Prometheus, stórmyndar Ridley Scott, hertók nágrenni Heklu og lokaði af Dettifoss og leikarar úr Game of Thrones undu sér vel við Svínafellsjökul og Höfðabrekkuheiði. Þá má ekki gleyma þeirri miklu kynningu sem landið fékk í sjónvarpsþættinum Man Vs. Wild en þar fékk Jake Gyllenhaal að kynnast óblíðum íslenskum veðuröflum af eigin raun. freyrgigja@frettabladid.is
Game of Thrones Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fleiri fréttir Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Sjá meira