Drive, Bridesmaids og Melancholia myndir ársins 4. janúar 2012 14:00 Þrjár kvikmyndir voru efstar og jafnar í vali á bestu erlendu mynd síðasta árs af álitsgjöfum Fréttablaðsins. Þær eru Drive, Bridesmaids og Melancholia. Alls voru tíu myndir nefndar til sögunnar í könnuninni af þeim sautján spekingum sem tóku þátt og því greinilegt að menn höfðu misjafnar skoðanir á bestu mynd ársins. Hjartaknúsarinn Ryan Gosling leikur í Drive nafnlausan ökumann sem sinnir áhættuakstri á daginn fyrir Hollywood-myndir en ekur flóttabifreiðum fyrir glæpamenn á kvöldin. Nicolas Winding Refn fékk Cannes-verðlaunin fyrir að leikstýra myndinni auk þess sem aukaleikarinn Albert Brooks hefur verið tilnefndur til Golden Globe-verðlaunanna. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá eitt af spennuþrungnari atriðum myndarinnar.Kirsten Dunst í Melancholia.Bridesmaids fjallar um hina einhleypu Annie Walker sem tekur að sér hlutverk aðalbrúðarmeyjar í brúðkaupi æskuvinkonu sinnar með bráðfyndnum afleiðingum. Myndin hefur verið tilnefnd til tvennra Golden Globe-verðlauna, eða sem besta gaman/söngvamyndin og fyrir frammistöðu Kristen Wiig í hlutverki Walker. Melancholia er nýjasta mynd Danans Lars Von Trier og leika þær Kirsten Dunst og Charlotte Gainsbourg aðalhlutverkin. Dunst vann Cannes-verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni, auk þess sem Melancholia var valin besta myndin á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum. Aðrar myndir sem voru tilnefndar í könnuninni voru hin sænska Svinalängorna, Tree Of Life, The Ides of Marsh, Captain America, Warrior, teiknimyndin Arthur Christmas og Black Swan, sem kom reyndar út í Bandaríkjunum 2010 en var frumsýnd hérlendis í febrúar í fyrra. -fbBridesmaids var ein fyndnasta mynd ársins.Álitsgjafar FréttablaðsinsDr. Gunni, Erlingur Grétar Einarsson, Freyr Gígja Gunnarsson, Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Haukur Viðar Alfreðsson, Hildur Maral Hamíðsdóttir, Hrönn Sveinsdóttir, Jón Gunnar Geirdal, Kjartan Guðmundsson, Kolbrún Björt Sigfúsdóttir, Marteinn Þórsson, Roald Eyvindsson, Sigríður Pétursdóttir, Sigurður Kjartan Kristinsson, Sindri Sindrason, Tómas Valgeirsson, Vera Sölvadóttir. Golden Globes Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira
Þrjár kvikmyndir voru efstar og jafnar í vali á bestu erlendu mynd síðasta árs af álitsgjöfum Fréttablaðsins. Þær eru Drive, Bridesmaids og Melancholia. Alls voru tíu myndir nefndar til sögunnar í könnuninni af þeim sautján spekingum sem tóku þátt og því greinilegt að menn höfðu misjafnar skoðanir á bestu mynd ársins. Hjartaknúsarinn Ryan Gosling leikur í Drive nafnlausan ökumann sem sinnir áhættuakstri á daginn fyrir Hollywood-myndir en ekur flóttabifreiðum fyrir glæpamenn á kvöldin. Nicolas Winding Refn fékk Cannes-verðlaunin fyrir að leikstýra myndinni auk þess sem aukaleikarinn Albert Brooks hefur verið tilnefndur til Golden Globe-verðlaunanna. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá eitt af spennuþrungnari atriðum myndarinnar.Kirsten Dunst í Melancholia.Bridesmaids fjallar um hina einhleypu Annie Walker sem tekur að sér hlutverk aðalbrúðarmeyjar í brúðkaupi æskuvinkonu sinnar með bráðfyndnum afleiðingum. Myndin hefur verið tilnefnd til tvennra Golden Globe-verðlauna, eða sem besta gaman/söngvamyndin og fyrir frammistöðu Kristen Wiig í hlutverki Walker. Melancholia er nýjasta mynd Danans Lars Von Trier og leika þær Kirsten Dunst og Charlotte Gainsbourg aðalhlutverkin. Dunst vann Cannes-verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni, auk þess sem Melancholia var valin besta myndin á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum. Aðrar myndir sem voru tilnefndar í könnuninni voru hin sænska Svinalängorna, Tree Of Life, The Ides of Marsh, Captain America, Warrior, teiknimyndin Arthur Christmas og Black Swan, sem kom reyndar út í Bandaríkjunum 2010 en var frumsýnd hérlendis í febrúar í fyrra. -fbBridesmaids var ein fyndnasta mynd ársins.Álitsgjafar FréttablaðsinsDr. Gunni, Erlingur Grétar Einarsson, Freyr Gígja Gunnarsson, Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Haukur Viðar Alfreðsson, Hildur Maral Hamíðsdóttir, Hrönn Sveinsdóttir, Jón Gunnar Geirdal, Kjartan Guðmundsson, Kolbrún Björt Sigfúsdóttir, Marteinn Þórsson, Roald Eyvindsson, Sigríður Pétursdóttir, Sigurður Kjartan Kristinsson, Sindri Sindrason, Tómas Valgeirsson, Vera Sölvadóttir.
Golden Globes Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira