Drive, Bridesmaids og Melancholia myndir ársins 4. janúar 2012 14:00 Þrjár kvikmyndir voru efstar og jafnar í vali á bestu erlendu mynd síðasta árs af álitsgjöfum Fréttablaðsins. Þær eru Drive, Bridesmaids og Melancholia. Alls voru tíu myndir nefndar til sögunnar í könnuninni af þeim sautján spekingum sem tóku þátt og því greinilegt að menn höfðu misjafnar skoðanir á bestu mynd ársins. Hjartaknúsarinn Ryan Gosling leikur í Drive nafnlausan ökumann sem sinnir áhættuakstri á daginn fyrir Hollywood-myndir en ekur flóttabifreiðum fyrir glæpamenn á kvöldin. Nicolas Winding Refn fékk Cannes-verðlaunin fyrir að leikstýra myndinni auk þess sem aukaleikarinn Albert Brooks hefur verið tilnefndur til Golden Globe-verðlaunanna. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá eitt af spennuþrungnari atriðum myndarinnar.Kirsten Dunst í Melancholia.Bridesmaids fjallar um hina einhleypu Annie Walker sem tekur að sér hlutverk aðalbrúðarmeyjar í brúðkaupi æskuvinkonu sinnar með bráðfyndnum afleiðingum. Myndin hefur verið tilnefnd til tvennra Golden Globe-verðlauna, eða sem besta gaman/söngvamyndin og fyrir frammistöðu Kristen Wiig í hlutverki Walker. Melancholia er nýjasta mynd Danans Lars Von Trier og leika þær Kirsten Dunst og Charlotte Gainsbourg aðalhlutverkin. Dunst vann Cannes-verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni, auk þess sem Melancholia var valin besta myndin á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum. Aðrar myndir sem voru tilnefndar í könnuninni voru hin sænska Svinalängorna, Tree Of Life, The Ides of Marsh, Captain America, Warrior, teiknimyndin Arthur Christmas og Black Swan, sem kom reyndar út í Bandaríkjunum 2010 en var frumsýnd hérlendis í febrúar í fyrra. -fbBridesmaids var ein fyndnasta mynd ársins.Álitsgjafar FréttablaðsinsDr. Gunni, Erlingur Grétar Einarsson, Freyr Gígja Gunnarsson, Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Haukur Viðar Alfreðsson, Hildur Maral Hamíðsdóttir, Hrönn Sveinsdóttir, Jón Gunnar Geirdal, Kjartan Guðmundsson, Kolbrún Björt Sigfúsdóttir, Marteinn Þórsson, Roald Eyvindsson, Sigríður Pétursdóttir, Sigurður Kjartan Kristinsson, Sindri Sindrason, Tómas Valgeirsson, Vera Sölvadóttir. Golden Globes Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Fleiri fréttir Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Sjá meira
Þrjár kvikmyndir voru efstar og jafnar í vali á bestu erlendu mynd síðasta árs af álitsgjöfum Fréttablaðsins. Þær eru Drive, Bridesmaids og Melancholia. Alls voru tíu myndir nefndar til sögunnar í könnuninni af þeim sautján spekingum sem tóku þátt og því greinilegt að menn höfðu misjafnar skoðanir á bestu mynd ársins. Hjartaknúsarinn Ryan Gosling leikur í Drive nafnlausan ökumann sem sinnir áhættuakstri á daginn fyrir Hollywood-myndir en ekur flóttabifreiðum fyrir glæpamenn á kvöldin. Nicolas Winding Refn fékk Cannes-verðlaunin fyrir að leikstýra myndinni auk þess sem aukaleikarinn Albert Brooks hefur verið tilnefndur til Golden Globe-verðlaunanna. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá eitt af spennuþrungnari atriðum myndarinnar.Kirsten Dunst í Melancholia.Bridesmaids fjallar um hina einhleypu Annie Walker sem tekur að sér hlutverk aðalbrúðarmeyjar í brúðkaupi æskuvinkonu sinnar með bráðfyndnum afleiðingum. Myndin hefur verið tilnefnd til tvennra Golden Globe-verðlauna, eða sem besta gaman/söngvamyndin og fyrir frammistöðu Kristen Wiig í hlutverki Walker. Melancholia er nýjasta mynd Danans Lars Von Trier og leika þær Kirsten Dunst og Charlotte Gainsbourg aðalhlutverkin. Dunst vann Cannes-verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni, auk þess sem Melancholia var valin besta myndin á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum. Aðrar myndir sem voru tilnefndar í könnuninni voru hin sænska Svinalängorna, Tree Of Life, The Ides of Marsh, Captain America, Warrior, teiknimyndin Arthur Christmas og Black Swan, sem kom reyndar út í Bandaríkjunum 2010 en var frumsýnd hérlendis í febrúar í fyrra. -fbBridesmaids var ein fyndnasta mynd ársins.Álitsgjafar FréttablaðsinsDr. Gunni, Erlingur Grétar Einarsson, Freyr Gígja Gunnarsson, Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Haukur Viðar Alfreðsson, Hildur Maral Hamíðsdóttir, Hrönn Sveinsdóttir, Jón Gunnar Geirdal, Kjartan Guðmundsson, Kolbrún Björt Sigfúsdóttir, Marteinn Þórsson, Roald Eyvindsson, Sigríður Pétursdóttir, Sigurður Kjartan Kristinsson, Sindri Sindrason, Tómas Valgeirsson, Vera Sölvadóttir.
Golden Globes Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Fleiri fréttir Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Sjá meira