Slitastjórn krefur níu manns um milljarða 12. janúar 2012 08:00 Glitnir fundur þjóðnýting Lárus Welding bankastjóri Davíð Oddsson seðlabankastjóri Lárusi Welding, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og allri fyrrverandi stjórn Glitnis stefnt vegna fimmtán milljarða víkjandi láns til Baugs í árslok 2007. Lánið er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Tjónið er metið á sex og hálfan milljarð. Slitastjórn Glitnis mun á allra næstu dögum stefna níu manns til greiðslu skaðabóta að upphæð sex og hálfur milljarður króna vegna víkjandi láns sem veitt var til Baugs í desember 2007. Heimildir Fréttablaðsins herma að um sé að ræða Lárus Welding, þáverandi forstjóra bankans, Jón Ásgeir Jóhannesson, þáverandi aðaleiganda Baugs og stjórnarformann FL Group, og alla sjö manna stjórn bankans á þeim tíma. Í stjórninni sátu þá formaðurinn Þorsteinn M. Jónsson, kenndur við Coke, Jón Sigurðsson, þá glænýr forstjóri FL Group, Skarphéðinn Berg Steinarsson, fyrrverandi stjórnarformaður FL Group, Pétur Guðmundarson, lögmaður hjá Logos, Björn Ingi Sveinsson, forstjóri Saxbygg, Haukur Guðjónsson og Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis. Stefnan hafði ekki verið birt neinum nímenninganna í gær en hún hafði verið boðuð í samtölum við lögmenn sumra þeirra. Málið snýst um fimmtán milljarða víkjandi lán sem áhættunefnd bankans samþykkti að veita Baugi 20. desember 2007. Lánið fékk Baugur til að taka þátt í hlutafjárútboði FL Group, en Baugur var stærsti eigandi FL Group á þeim tíma. Slitastjórnin metur skaðann af lánveitingunni hóflega á 6,5 milljarða króna. Sérstakur saksóknari hefur lánveitinguna og sölutryggingu Glitnis á hlutafjárútboðinu til rannsóknar. Sú rannsókn lá meðal annars til grundvallar gæsluvarðhaldsúrskurðunum yfir Lárusi og tveimur öðrum Glitnismönnum fyrir jól. Fjórir þeirra sem stefnt verður í þessu máli, Lárus, Jón Ásgeir, Þorsteinn og Jón, voru meðal stefndu í 250 milljarða skaðabótamáli sem slitastjórnin höfðaði í New York í fyrra. Því máli var vísað frá dómi og í kjölfarið boðaði slitastjórnin að höfðuð yrðu sambærileg skaðabótamál hér á landi, hugsanlega í annarri mynd, í mörgum hlutum og að einhverju leyti á hendur öðru fólki. Slitastjórnin hefur þegar höfðað eitt stórt skaðabótamál hér heima, svokallað Aurum-mál, þar sem Lárus, Jón Ásgeir, Pálmi Haraldsson í Fons og þrír fyrrverandi starfsmenn Glitnis eru krafðir um sex milljarða. stigur@frettabladid.is Aurum Holding málið Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Lárusi Welding, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og allri fyrrverandi stjórn Glitnis stefnt vegna fimmtán milljarða víkjandi láns til Baugs í árslok 2007. Lánið er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Tjónið er metið á sex og hálfan milljarð. Slitastjórn Glitnis mun á allra næstu dögum stefna níu manns til greiðslu skaðabóta að upphæð sex og hálfur milljarður króna vegna víkjandi láns sem veitt var til Baugs í desember 2007. Heimildir Fréttablaðsins herma að um sé að ræða Lárus Welding, þáverandi forstjóra bankans, Jón Ásgeir Jóhannesson, þáverandi aðaleiganda Baugs og stjórnarformann FL Group, og alla sjö manna stjórn bankans á þeim tíma. Í stjórninni sátu þá formaðurinn Þorsteinn M. Jónsson, kenndur við Coke, Jón Sigurðsson, þá glænýr forstjóri FL Group, Skarphéðinn Berg Steinarsson, fyrrverandi stjórnarformaður FL Group, Pétur Guðmundarson, lögmaður hjá Logos, Björn Ingi Sveinsson, forstjóri Saxbygg, Haukur Guðjónsson og Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis. Stefnan hafði ekki verið birt neinum nímenninganna í gær en hún hafði verið boðuð í samtölum við lögmenn sumra þeirra. Málið snýst um fimmtán milljarða víkjandi lán sem áhættunefnd bankans samþykkti að veita Baugi 20. desember 2007. Lánið fékk Baugur til að taka þátt í hlutafjárútboði FL Group, en Baugur var stærsti eigandi FL Group á þeim tíma. Slitastjórnin metur skaðann af lánveitingunni hóflega á 6,5 milljarða króna. Sérstakur saksóknari hefur lánveitinguna og sölutryggingu Glitnis á hlutafjárútboðinu til rannsóknar. Sú rannsókn lá meðal annars til grundvallar gæsluvarðhaldsúrskurðunum yfir Lárusi og tveimur öðrum Glitnismönnum fyrir jól. Fjórir þeirra sem stefnt verður í þessu máli, Lárus, Jón Ásgeir, Þorsteinn og Jón, voru meðal stefndu í 250 milljarða skaðabótamáli sem slitastjórnin höfðaði í New York í fyrra. Því máli var vísað frá dómi og í kjölfarið boðaði slitastjórnin að höfðuð yrðu sambærileg skaðabótamál hér á landi, hugsanlega í annarri mynd, í mörgum hlutum og að einhverju leyti á hendur öðru fólki. Slitastjórnin hefur þegar höfðað eitt stórt skaðabótamál hér heima, svokallað Aurum-mál, þar sem Lárus, Jón Ásgeir, Pálmi Haraldsson í Fons og þrír fyrrverandi starfsmenn Glitnis eru krafðir um sex milljarða. stigur@frettabladid.is
Aurum Holding málið Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira