Ástir og örlög í amerískum stíl Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 19. janúar 2012 09:00 Carpe Diem. Bækur. Carpe Diem. Eyrún Ýr Tryggvadóttir og Kristjana María Kristjánsdóttir. Salka 2011. Birna Bjarkadóttir er aðalpersóna unglingasögunnar Carpe diem. Hún er í tíunda bekk, en á fremur erfitt uppdráttar, þar sem hún er nýbyrjuð í skólanum og fellur ekki allt of vel í kramið hjá skólafélögunum í fyrstu. Þó takast fljótlega ástir með Birnu og Hallgrími, góðum strák sem stundar íþróttir, leikur á gítar og er í alla staði til fyrirmyndar. Heima við eru vandræði Birnu jafnvel enn alvarlegri, þar sem móðir hennar er drykkfelld og sjálfselsk og hugsar lítið um hag dótturinnar, en faðirinn er fjarverandi. Til allrar hamingju á Birna góða ömmu, sem reynir að bæta ástandið og vera henni sú stoð sem hún þarf á að halda. Víst er nauðsynlegt að unglingar fái að lesa um ástir og erfiðleika jafnaldra sinna. Því miður eru þó allar pælingar í þessari bók fremur grunnar og engu líkara en að höfundunum liggi gríðarmikið á að klára söguna og hlaupi því yfir flesta atburði á hundavaði. Tilraun er til dæmis gerð til þess að fjalla um kynferðislega áreitni í garð söguhetjunnar, en þegar nýr kærasti hinnar drykkfelldu móður hittir Birnu í fyrsta skipti er hann vart kominn inn úr dyrunum þegar hann fer að káfa á henni með „skítugum krumlunum“ (og já, hann er fullur, talar með smeðjulegri röddu og hefur glæpsamlegt augnaráð). Ekki skal gert lítið úr slíkum atburðum, en hér er fullyrt fljótlega eftir káfið að „það hafi skilið eftir sig djúp ör í sálu hennar sem áttu seint eftir að gróa“. (75) Allt dramað og ég leyfi mér að segja sorgarklámið sem fylgir í kjölfarið er hreinlega of illa undirbyggt til þess að það nái að vekja samúð eða hreyfa við lesanda. Klisjur úr amerískum kvikmyndum eru mjög margar og áberandi í þessari bók. Nútímatækni á borð við sms-skilaboð gleymist til dæmis skyndilega þegar aðalpersónan þarf að ná athygli kærastans og kastar smásteinum í gluggann hjá honum að næturlagi. Hrekkjavökuball með viðeigandi búningum er haldið í skólanum og þurfa unglingarnir líka að búa sig undir skóladansleik; eins konar „prom“ þar sem herrann kemur (vitaskuld í jakkafötum með bindi) og sækir dömuna, en nauðsynlegt er að hún hugi að hári og förðun og kaupi sér flottan kjól fyrir ballið. Engum lesanda kemur því á óvart þegar amman í sögunni leiðir Birnu inn í herbergi og tekur fram undurfallega skartgripi sem hún hefur átt síðan hún var ung og gefur barnabarni sínu fyrir þennan mikilvæga áfanga. Raunar má segja það Carpe diem til hróss að höfundar gera ráð fyrir því að unglingar hugsi um kynlíf, en slíkt hef ég ekki rekið mig á í þeim unglingabókum sem ég hef lesið síðustu mánuði. Umfjöllunin um það er engu að síður klisjukennd í takt við allt hitt; Birna og Hallgrímur ætla sko að bíða þar til þau eru tilbúin (og allt bendir til þess að þau muni láta til skarar skríða eftir ballið mikla…). Annar kostur sögunnar er sá að málfar unglinganna með tilheyrandi ómægod-i, sjitti og fokki er sannfærandi, þó að stíllinn sé æði rislítill. Niðurstaða: Ófrumleg unglingabók, einkum byggð á klisjum úr amerískum kvikmyndum. Engu líkara en að höfundunum liggi gríðarmikið á að klára söguna og hlaupi því yfir flesta atburði á hundavaði. Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Bækur. Carpe Diem. Eyrún Ýr Tryggvadóttir og Kristjana María Kristjánsdóttir. Salka 2011. Birna Bjarkadóttir er aðalpersóna unglingasögunnar Carpe diem. Hún er í tíunda bekk, en á fremur erfitt uppdráttar, þar sem hún er nýbyrjuð í skólanum og fellur ekki allt of vel í kramið hjá skólafélögunum í fyrstu. Þó takast fljótlega ástir með Birnu og Hallgrími, góðum strák sem stundar íþróttir, leikur á gítar og er í alla staði til fyrirmyndar. Heima við eru vandræði Birnu jafnvel enn alvarlegri, þar sem móðir hennar er drykkfelld og sjálfselsk og hugsar lítið um hag dótturinnar, en faðirinn er fjarverandi. Til allrar hamingju á Birna góða ömmu, sem reynir að bæta ástandið og vera henni sú stoð sem hún þarf á að halda. Víst er nauðsynlegt að unglingar fái að lesa um ástir og erfiðleika jafnaldra sinna. Því miður eru þó allar pælingar í þessari bók fremur grunnar og engu líkara en að höfundunum liggi gríðarmikið á að klára söguna og hlaupi því yfir flesta atburði á hundavaði. Tilraun er til dæmis gerð til þess að fjalla um kynferðislega áreitni í garð söguhetjunnar, en þegar nýr kærasti hinnar drykkfelldu móður hittir Birnu í fyrsta skipti er hann vart kominn inn úr dyrunum þegar hann fer að káfa á henni með „skítugum krumlunum“ (og já, hann er fullur, talar með smeðjulegri röddu og hefur glæpsamlegt augnaráð). Ekki skal gert lítið úr slíkum atburðum, en hér er fullyrt fljótlega eftir káfið að „það hafi skilið eftir sig djúp ör í sálu hennar sem áttu seint eftir að gróa“. (75) Allt dramað og ég leyfi mér að segja sorgarklámið sem fylgir í kjölfarið er hreinlega of illa undirbyggt til þess að það nái að vekja samúð eða hreyfa við lesanda. Klisjur úr amerískum kvikmyndum eru mjög margar og áberandi í þessari bók. Nútímatækni á borð við sms-skilaboð gleymist til dæmis skyndilega þegar aðalpersónan þarf að ná athygli kærastans og kastar smásteinum í gluggann hjá honum að næturlagi. Hrekkjavökuball með viðeigandi búningum er haldið í skólanum og þurfa unglingarnir líka að búa sig undir skóladansleik; eins konar „prom“ þar sem herrann kemur (vitaskuld í jakkafötum með bindi) og sækir dömuna, en nauðsynlegt er að hún hugi að hári og förðun og kaupi sér flottan kjól fyrir ballið. Engum lesanda kemur því á óvart þegar amman í sögunni leiðir Birnu inn í herbergi og tekur fram undurfallega skartgripi sem hún hefur átt síðan hún var ung og gefur barnabarni sínu fyrir þennan mikilvæga áfanga. Raunar má segja það Carpe diem til hróss að höfundar gera ráð fyrir því að unglingar hugsi um kynlíf, en slíkt hef ég ekki rekið mig á í þeim unglingabókum sem ég hef lesið síðustu mánuði. Umfjöllunin um það er engu að síður klisjukennd í takt við allt hitt; Birna og Hallgrímur ætla sko að bíða þar til þau eru tilbúin (og allt bendir til þess að þau muni láta til skarar skríða eftir ballið mikla…). Annar kostur sögunnar er sá að málfar unglinganna með tilheyrandi ómægod-i, sjitti og fokki er sannfærandi, þó að stíllinn sé æði rislítill. Niðurstaða: Ófrumleg unglingabók, einkum byggð á klisjum úr amerískum kvikmyndum. Engu líkara en að höfundunum liggi gríðarmikið á að klára söguna og hlaupi því yfir flesta atburði á hundavaði.
Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira