Falskur söngur heykvíslakórsins Sif Sigmarsdóttir skrifar 20. janúar 2012 06:00 Hver stal kökunni úr krúsinni í gær? Geir stal kökunni úr krúsinni í gær. „Ha, ég? Ekki satt." Hver þá? „Björgólfur stal kökunni úr krúsinni í gær." Kynslóðum saman hefur leikurinn „Hver stal kökunni" verið kenndur íslenskum börnum. Taktfast, mónótónískt sönglið flutt við undirleik lófaklapps og lærskella virðist allsendis saklaus skemmtun. Á þriggja ára afmæli búsáhaldabyltingarinnar sem fagnað er í dag læðist hins vegar að manni sá grunur að leikurinn hafi gert meira en að hafa ofan af fyrir landanum. Í „Hver stal kökunni" er æskunni innrætt að axla ekki ábyrgð heldur benda einfaldlega á næsta mann. Búsáhaldabyltingin var viðbrögð við þessum landlæga ósið í kjölfar efnahagshruns sem allir létust saklausir af. Hneykslismál undanfarinna vikna kennd við salt, sílíkon og kadmíum bera hins vegar vott um að, nú, þremur árum síðar, sé inngróinn skortur á ábyrgðarkennd langt frá því að vera á undanhaldi. Hver höndin er upp á móti annarri með vísifingur sperrtan, reiðubúinn að beina sökinni á næsta mann. Seljandi iðnaðarsalts bendir á eftirlitsstofnanir; matvælaframleiðendur látast bæði blindir og ólæsir; lýtalæknir bendir á ríkið; Vigdís Hauksdóttir bendir á krata. Fólkið sem strandaði skútunni situr enn á þingi og starfsmenn bankanna sem voru á vakt láta sem ekkert hafi í skorist. Ekki er því að undra að þau okkar sem stóðu á Austurvelli í janúarmánuði 2009 vopnuð eldhúsáhöldum séu vonsvikin. Svo langeygðir virðast hins vegar sumir orðnir eftir útópíunni sem lagt var upp með, að undir formerkjunum „tilgangurinn helgar meðalið" hefja þeir heykvíslirnar á loft. Þannig upphófst falskur söngur heykvíslakórsins þegar fjölmiðlar vöktu máls á því nýverið hvort hleranir sérstaks saksóknara væru alltaf að lögum. Þetta þótti kórnum smámunasemi. Annarlegar hvatir hlutu að liggja að baki umfjölluninni. Sama var uppi á teningnum þegar forseti lagadeildar HÍ sagðist telja að mannréttindi hefðu verið brotin í meðferð dómsmáls gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra. Samsæriskenningar og alhæfingar sem þessar tröllríða nú öllu: „Landsdómsmálið er pólitískar ofsóknir." „Fari Geir ekki fyrir dóminn jafngildir það afneitun á hruninu." „Fari hann fyrir dóminn sekkur réttarríkið Ísland í sæ." Auðvitað skiptir máli hver stal iðnaðarsaltaðri, kadmíumkryddaðri kökunni. Hyggjumst við hins vegar ekki ganga af draumsýn búsáhaldabyltingarinnar dauðri gerum við það samkvæmt leikreglum samfélagsins, öfgalaust og án þess að sökkva niður á plan þeirra sem dældu í hana eitrinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun
Hver stal kökunni úr krúsinni í gær? Geir stal kökunni úr krúsinni í gær. „Ha, ég? Ekki satt." Hver þá? „Björgólfur stal kökunni úr krúsinni í gær." Kynslóðum saman hefur leikurinn „Hver stal kökunni" verið kenndur íslenskum börnum. Taktfast, mónótónískt sönglið flutt við undirleik lófaklapps og lærskella virðist allsendis saklaus skemmtun. Á þriggja ára afmæli búsáhaldabyltingarinnar sem fagnað er í dag læðist hins vegar að manni sá grunur að leikurinn hafi gert meira en að hafa ofan af fyrir landanum. Í „Hver stal kökunni" er æskunni innrætt að axla ekki ábyrgð heldur benda einfaldlega á næsta mann. Búsáhaldabyltingin var viðbrögð við þessum landlæga ósið í kjölfar efnahagshruns sem allir létust saklausir af. Hneykslismál undanfarinna vikna kennd við salt, sílíkon og kadmíum bera hins vegar vott um að, nú, þremur árum síðar, sé inngróinn skortur á ábyrgðarkennd langt frá því að vera á undanhaldi. Hver höndin er upp á móti annarri með vísifingur sperrtan, reiðubúinn að beina sökinni á næsta mann. Seljandi iðnaðarsalts bendir á eftirlitsstofnanir; matvælaframleiðendur látast bæði blindir og ólæsir; lýtalæknir bendir á ríkið; Vigdís Hauksdóttir bendir á krata. Fólkið sem strandaði skútunni situr enn á þingi og starfsmenn bankanna sem voru á vakt láta sem ekkert hafi í skorist. Ekki er því að undra að þau okkar sem stóðu á Austurvelli í janúarmánuði 2009 vopnuð eldhúsáhöldum séu vonsvikin. Svo langeygðir virðast hins vegar sumir orðnir eftir útópíunni sem lagt var upp með, að undir formerkjunum „tilgangurinn helgar meðalið" hefja þeir heykvíslirnar á loft. Þannig upphófst falskur söngur heykvíslakórsins þegar fjölmiðlar vöktu máls á því nýverið hvort hleranir sérstaks saksóknara væru alltaf að lögum. Þetta þótti kórnum smámunasemi. Annarlegar hvatir hlutu að liggja að baki umfjölluninni. Sama var uppi á teningnum þegar forseti lagadeildar HÍ sagðist telja að mannréttindi hefðu verið brotin í meðferð dómsmáls gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra. Samsæriskenningar og alhæfingar sem þessar tröllríða nú öllu: „Landsdómsmálið er pólitískar ofsóknir." „Fari Geir ekki fyrir dóminn jafngildir það afneitun á hruninu." „Fari hann fyrir dóminn sekkur réttarríkið Ísland í sæ." Auðvitað skiptir máli hver stal iðnaðarsaltaðri, kadmíumkryddaðri kökunni. Hyggjumst við hins vegar ekki ganga af draumsýn búsáhaldabyltingarinnar dauðri gerum við það samkvæmt leikreglum samfélagsins, öfgalaust og án þess að sökkva niður á plan þeirra sem dældu í hana eitrinu.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun