Pistillinn: Ógreidd meðlög og símreikningar Hlynur Bæringsson skrifar 28. janúar 2012 06:00 Hlynur Bæringsson. Mynd/Valli Útlendingar í íslenska körfuboltanum eru eilíft þrætuefni innan körfuboltahreyfingarinnar, skiljanlega. Vera þeirra og hve margir þeir eru hefur mikil áhrif á það hvernig deildin lítur út. Ég mun eingöngu tala um Bandaríkjamenn, ég er á móti því að banna Evrópumönnum að spila á Íslandi, finnst það fáránlegt í ljósi allra þeirra Íslendinga sem njóta góðs af því að teljast ekki útlendingar í deildum Evrópu. Það eru ekki eingöngu atvinnumenn heldur líka þeir sem eru að sprikla með námi í neðri deildum í fjölmörgum íþróttum. Já, blessaðir Kanarnir. Þeir eru eins misjafnir og þeir eru margir. Margir gefa mikið af sér bæði til síns klúbbs og til körfuboltans með því að færa leikinn upp á hærra stig og bæta þannig íslenska leikmenn, t.d. menn eins og Brenton Birmingham og Justin Shouse. Þeir eru líka ansi margir sem gleymast strax og skilja lítið eftir sig nema þá helst ógreidd meðlög og símreikninga. Deildin er núna búin að missa marga leikmenn út, bæði í skóla og atvinnumennsku. Því hefur myndast smá hola og Kanarnir því mjög áberandi og það fer í taugarnar á mörgum. Mín skoðun er sú að við þurfum útlendinga en ættum ekki að fylla deildina af þeim. Tveir útlendingar í liði er fínt að mínu mati. Auka samkeppnina og gera deildina betri. Lið verða svo að bera ábyrgð á því að þau séu ekki að fá leikmenn í þær stöður þar sem þeirra bestu ungu leikmenn eru fyrir. Ég skil og ber virðingu fyrir öðrum sjónarmiðum um að mínútum fækki hjá íslenskum leikmönnum en ég tel að bestu leikmennirnir muni hagnast á útlendingum, þeir munu rísa upp fyrir þá útlendinga sem koma og nota þá til að koma sínum leik á hærra stig. Ég vil fjölga þeim mönnum frekar en þeim sem fá að spila mikið. Mikil samkeppni bætir leikmennina sem virkilega vilja ná langt, og þeir munu ná langt. Til þess að koma í veg fyrir að útlendingar séu svona áberandi vil ég fækka liðum í efstu deild, hafa þau í mesta lagi tíu. Þá myndu bestu Íslendingarnir deilast á færri lið og meðalgeta hvers lið verða betri. Við höfum að mínu mati ekki nægilega stóran hóp leikmanna til að halda úti góðri tólf liða deild. Þetta myndi einnig gera 1. deildina sterkari og yrði þá meiri samkeppni um að komast upp. Pistillinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
Útlendingar í íslenska körfuboltanum eru eilíft þrætuefni innan körfuboltahreyfingarinnar, skiljanlega. Vera þeirra og hve margir þeir eru hefur mikil áhrif á það hvernig deildin lítur út. Ég mun eingöngu tala um Bandaríkjamenn, ég er á móti því að banna Evrópumönnum að spila á Íslandi, finnst það fáránlegt í ljósi allra þeirra Íslendinga sem njóta góðs af því að teljast ekki útlendingar í deildum Evrópu. Það eru ekki eingöngu atvinnumenn heldur líka þeir sem eru að sprikla með námi í neðri deildum í fjölmörgum íþróttum. Já, blessaðir Kanarnir. Þeir eru eins misjafnir og þeir eru margir. Margir gefa mikið af sér bæði til síns klúbbs og til körfuboltans með því að færa leikinn upp á hærra stig og bæta þannig íslenska leikmenn, t.d. menn eins og Brenton Birmingham og Justin Shouse. Þeir eru líka ansi margir sem gleymast strax og skilja lítið eftir sig nema þá helst ógreidd meðlög og símreikninga. Deildin er núna búin að missa marga leikmenn út, bæði í skóla og atvinnumennsku. Því hefur myndast smá hola og Kanarnir því mjög áberandi og það fer í taugarnar á mörgum. Mín skoðun er sú að við þurfum útlendinga en ættum ekki að fylla deildina af þeim. Tveir útlendingar í liði er fínt að mínu mati. Auka samkeppnina og gera deildina betri. Lið verða svo að bera ábyrgð á því að þau séu ekki að fá leikmenn í þær stöður þar sem þeirra bestu ungu leikmenn eru fyrir. Ég skil og ber virðingu fyrir öðrum sjónarmiðum um að mínútum fækki hjá íslenskum leikmönnum en ég tel að bestu leikmennirnir muni hagnast á útlendingum, þeir munu rísa upp fyrir þá útlendinga sem koma og nota þá til að koma sínum leik á hærra stig. Ég vil fjölga þeim mönnum frekar en þeim sem fá að spila mikið. Mikil samkeppni bætir leikmennina sem virkilega vilja ná langt, og þeir munu ná langt. Til þess að koma í veg fyrir að útlendingar séu svona áberandi vil ég fækka liðum í efstu deild, hafa þau í mesta lagi tíu. Þá myndu bestu Íslendingarnir deilast á færri lið og meðalgeta hvers lið verða betri. Við höfum að mínu mati ekki nægilega stóran hóp leikmanna til að halda úti góðri tólf liða deild. Þetta myndi einnig gera 1. deildina sterkari og yrði þá meiri samkeppni um að komast upp.
Pistillinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira