Harka færist í bardagana í Sýrlandi á ný 28. janúar 2012 00:00 Liðhlaupar í Homs Hópur sýrlenskra hermanna sem hefur gengið til liðs við uppreisnarmenn í borginni Homs.Nordicphotos/afp Hörð átök hafa verið í Sýrlandi undanfarna tvo daga, einkum í borginni Homs þar sem tugir manna eru sagðir hafa látið lífið, þar á meðal börn. Að minnsta kosti fimmtíu voru látnir þar í borg og stjórnarandstæðingar saka stjórnarherinn um fjöldamorð. Fyrr í vikunni tilkynnti Arababandalagið að eftirlitsmenn á vegum þess verði kallaðir heim. Þeir staðfestu þó í yfirlýsingu í gær að ofbeldið í landinu hafi aukist mikið síðustu daga. Þeir hafi orðið vitni að því í borgunum Homs, Hama og Idlib. Fréttamaður á vegum breska útvarpsins BBC segir að svo virðist sem stjórnin sé einnig að missa tökin á ástandinu í hverfum uppreisnarmanna í höfuðborginni Damaskus. Myndband var birt á vefsíðu í gær þar sem sjá mátti fimm barnslík ásamt líkum fimm kvenna og eins karls í íbúðarhúsi í borginni Homs. Fjöldi fólks hélt síðan út á götur víða í borgum og bæjum landsins í gær að loknum föstudagsbænum, sem eru mikilvægar samkomustundir í arabaheiminum og snúast iðulega upp í pólitískar umræður og kröfugerðir. Í Egyptalandi ruddust hundruð mótmælenda inn í sýrlenska sendiráðið í Kaíró. Hurðir og gluggarúður voru brotnar, en á endanum mættu sýrlenskir hermenn og ráku fólkið út. Sýrlenski sendiherrann sagðist ætla að leggja fram formlega kvörtun hjá egypskum stjórnvöldum, að sögn arabíska fréttavefsins Al Jazeera. Samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna hafa meira en 5.000 manns látist í tengslum við aðgerðir stjórnarhersins gegn mótmælendum síðustu mánuðina. Basher al Assad Sýrlandsforseti og stjórn hans segja á móti að um 2.000 hermenn hafi fallið í átökum við vopnaða hópa, sem þeir segja standa að baki uppreisninni. Assad hefur reglulega lýst því yfir að sjálfsagt mál sé að verða við óskum um lýðræðisumbætur, en lítið hefur orðið úr efndum. Hins vegar stendur hann fast á því að beita her og lögreglu af fullri hörku gegn mótmælendum. Hann féllst ekki á tillögur Arababandalagsins, sem fela meðal annars í sér að hann segi af sér, en það hefur verið ein helsta krafa uppreisnarmanna frá upphafi. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Hörð átök hafa verið í Sýrlandi undanfarna tvo daga, einkum í borginni Homs þar sem tugir manna eru sagðir hafa látið lífið, þar á meðal börn. Að minnsta kosti fimmtíu voru látnir þar í borg og stjórnarandstæðingar saka stjórnarherinn um fjöldamorð. Fyrr í vikunni tilkynnti Arababandalagið að eftirlitsmenn á vegum þess verði kallaðir heim. Þeir staðfestu þó í yfirlýsingu í gær að ofbeldið í landinu hafi aukist mikið síðustu daga. Þeir hafi orðið vitni að því í borgunum Homs, Hama og Idlib. Fréttamaður á vegum breska útvarpsins BBC segir að svo virðist sem stjórnin sé einnig að missa tökin á ástandinu í hverfum uppreisnarmanna í höfuðborginni Damaskus. Myndband var birt á vefsíðu í gær þar sem sjá mátti fimm barnslík ásamt líkum fimm kvenna og eins karls í íbúðarhúsi í borginni Homs. Fjöldi fólks hélt síðan út á götur víða í borgum og bæjum landsins í gær að loknum föstudagsbænum, sem eru mikilvægar samkomustundir í arabaheiminum og snúast iðulega upp í pólitískar umræður og kröfugerðir. Í Egyptalandi ruddust hundruð mótmælenda inn í sýrlenska sendiráðið í Kaíró. Hurðir og gluggarúður voru brotnar, en á endanum mættu sýrlenskir hermenn og ráku fólkið út. Sýrlenski sendiherrann sagðist ætla að leggja fram formlega kvörtun hjá egypskum stjórnvöldum, að sögn arabíska fréttavefsins Al Jazeera. Samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna hafa meira en 5.000 manns látist í tengslum við aðgerðir stjórnarhersins gegn mótmælendum síðustu mánuðina. Basher al Assad Sýrlandsforseti og stjórn hans segja á móti að um 2.000 hermenn hafi fallið í átökum við vopnaða hópa, sem þeir segja standa að baki uppreisninni. Assad hefur reglulega lýst því yfir að sjálfsagt mál sé að verða við óskum um lýðræðisumbætur, en lítið hefur orðið úr efndum. Hins vegar stendur hann fast á því að beita her og lögreglu af fullri hörku gegn mótmælendum. Hann féllst ekki á tillögur Arababandalagsins, sem fela meðal annars í sér að hann segi af sér, en það hefur verið ein helsta krafa uppreisnarmanna frá upphafi. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira