Fjör á fjöllum Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 3. febrúar 2012 12:00 Liam Neeson sannar ágæti sitt sem hasarhetja á ný í The Grey. Bíó. The Grey. Leikstjórn: Joe Carnahan. Leikarar: Liam Neeson, Frank Grillo, Dermot Mulroney, Dallas Roberts, Joe Anderson, Nonso Anozie, James Badge Dale. Úlfaveiðimaðurinn Ottway (Liam Neeson) er á barmi sjálfsvígs þegar hann lendir í flugslysi í snævi þöktum fjöllum Alaska. Hann kemst þó lifandi úr brakinu og tekst að bjarga sex öðrum, en enginn veit hvar þeir eru staddir og hungraðir úlfar sitja um sjömenningana. Það er vissulega kaldhæðnislegt að fylgjast með manni í sjálfsvígshugleiðingum berjast fyrir lífi sínu og reynir myndin að segja manni sitthvað um lífið og dauðann. Joe Carnahan er ágætur leikstjóri og skapar hér margar eftirminnilegar senur. Sjálft flugslysið er frábærlega sviðsett og atriðið þar sem mennirnir hanga yfir þverhnípi á samanhnýttum fatapjötlum er ógleymanlegt. Úlfarnir eru mis-raunverulegir en sleppa fyrir horn. Tónlist er notuð sparlega og kemur það vel út að sleppa henni, eins og gert er í sumum af æsilegri atriðunum. Líkt og margar aðrar myndir af svipuðum toga reynir The Grey að tvinna saman hrollvekjandi spennu og listræna dramatík. Sem spennumynd virkar hún fullkomlega. Grimmileg veðráttan, gólandi úlfarnir og glæfraleg hengiflug halda áhorfandanum í heljargreipum og Liam Neeson sannar ágæti sitt sem hasarhetja enn á ný. Dramatíkin er hins vegar klaufaleg á köflum og yfirlýstar dagdraumasenurnar þar sem kona Ottways hvíslar til hans valda flissi frekar en að vekja forvitni. Niðurstaða: Hörkuspennandi fjallatryllir sem nær þó litlu dramatísku flugi. Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Bíó. The Grey. Leikstjórn: Joe Carnahan. Leikarar: Liam Neeson, Frank Grillo, Dermot Mulroney, Dallas Roberts, Joe Anderson, Nonso Anozie, James Badge Dale. Úlfaveiðimaðurinn Ottway (Liam Neeson) er á barmi sjálfsvígs þegar hann lendir í flugslysi í snævi þöktum fjöllum Alaska. Hann kemst þó lifandi úr brakinu og tekst að bjarga sex öðrum, en enginn veit hvar þeir eru staddir og hungraðir úlfar sitja um sjömenningana. Það er vissulega kaldhæðnislegt að fylgjast með manni í sjálfsvígshugleiðingum berjast fyrir lífi sínu og reynir myndin að segja manni sitthvað um lífið og dauðann. Joe Carnahan er ágætur leikstjóri og skapar hér margar eftirminnilegar senur. Sjálft flugslysið er frábærlega sviðsett og atriðið þar sem mennirnir hanga yfir þverhnípi á samanhnýttum fatapjötlum er ógleymanlegt. Úlfarnir eru mis-raunverulegir en sleppa fyrir horn. Tónlist er notuð sparlega og kemur það vel út að sleppa henni, eins og gert er í sumum af æsilegri atriðunum. Líkt og margar aðrar myndir af svipuðum toga reynir The Grey að tvinna saman hrollvekjandi spennu og listræna dramatík. Sem spennumynd virkar hún fullkomlega. Grimmileg veðráttan, gólandi úlfarnir og glæfraleg hengiflug halda áhorfandanum í heljargreipum og Liam Neeson sannar ágæti sitt sem hasarhetja enn á ný. Dramatíkin er hins vegar klaufaleg á köflum og yfirlýstar dagdraumasenurnar þar sem kona Ottways hvíslar til hans valda flissi frekar en að vekja forvitni. Niðurstaða: Hörkuspennandi fjallatryllir sem nær þó litlu dramatísku flugi.
Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira