Brottnám PIP-púða kostar tugi milljóna 7. febrúar 2012 06:00 Aðgerð Velferðarráðherra vill að ríkið bjóðist til þess að láta fjarlægja alla PIP-sílíkonpúða úr konum hér á landi.mynd/úr safni Velferðarráðherra mælist til að allar konur með PIP-púða geti látið fjarlægja þá á Landspítalanum. Hópur kvenna vill nýta aðgerðina til að fá nýja púða. Gætt verður að hagsmunatengslum og enginn mun vísa á sjálfan sig, segir ráðherra. Ljóst er að aðgerðir vegna brottnáms PIP-sílikonpúða geti hlaupið á tugum milljóna króna fyrir Landspítalann (LSH). Um 200 konur af þeim tæplega 400 sem fengið hafa boð um ómskoðun hafa sett sig í samband við yfirvöld. Á einkareknum læknastofum kostar brottnám sílíkonpúða um 200 þúsund krónur en verið er að meta kostnaðinn við aðgerðirnar á LSH. Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður um hundrað kvenna sem ætla að höfða málsókn á hendur Jens Kjartanssyni lýtalækni vegna púðanna, segir það skjóta skökku við að konunum sé ekki boðið að fá aðra brjóstapúða í sömu aðgerð, borgi þær fyrir þá sjálfar. „Enginn er að fara fram á að ríkið greiði púðana,“ segir Saga. „Krafan er sú að aðgerðin verði nýtt svo þær þurfi ekki að gangast undir aðra slíka til að fá nýja púða.“ Saga bendir á að fjöldi lækna á LSH vinni og reki einkastofur á sama tíma. Þar séu bein hagsmunatengsl. „Skiljanlega eru mínir umbjóðendur hræddir við að það ríki ekki hlutleysi,“ segir hún og bætir við að þeir umbjóðendur hennar sem leitað hafa til einkarekinna læknastofa fái ítrekað þau svör að þeir geti fengið nýja púða í sömu aðgerð og jafnvel sé mælt með því. Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica og LSH, tekur undir það. „Yfirleitt er talið að vilji konur vera áfram með sílíkon séu þær betur settar með að fá nýja púða í stað þeirra gömlu í sömu aðgerð,“ segir hún. „En þetta er mjög vandmeðfarið og þarf að meta hvert tilfelli fyrir sig.“ Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra útilokar ekki að nýir púðar verði settir inn í einhverjum tilfellum, en slíkt muni sennilega heyra til undantekninga. Hann segir fyllstu aðgátar verða gætt varðandi hagsmuni þeirra lýtalækna á LSH sem meta konurnar og framkvæma aðgerðirnar. „Þarna verður enginn sem vísar á sjálfan sig,“ segir Guðbjartur. „Matið er byggt á ráðleggingum frá því fólki sem flest kann. Það er viðbragðshópur sem fundar nánast daglega og það er verið að vinna í þessum málum.“ Guðbjartur mun leggja til við ríkisstjórnina í dag að ríkið bjóðist til að láta fjarlægja púða úr öllum þeim konum sem fengið hafa púðana hér á landi. Er þetta gert í ljósi þess að rúm 80 prósent þeirra kvenna sem farið hafa í ómskoðun eru með leka púða. sunna@frettabladid.is PIP-brjóstapúðar Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Velferðarráðherra mælist til að allar konur með PIP-púða geti látið fjarlægja þá á Landspítalanum. Hópur kvenna vill nýta aðgerðina til að fá nýja púða. Gætt verður að hagsmunatengslum og enginn mun vísa á sjálfan sig, segir ráðherra. Ljóst er að aðgerðir vegna brottnáms PIP-sílikonpúða geti hlaupið á tugum milljóna króna fyrir Landspítalann (LSH). Um 200 konur af þeim tæplega 400 sem fengið hafa boð um ómskoðun hafa sett sig í samband við yfirvöld. Á einkareknum læknastofum kostar brottnám sílíkonpúða um 200 þúsund krónur en verið er að meta kostnaðinn við aðgerðirnar á LSH. Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður um hundrað kvenna sem ætla að höfða málsókn á hendur Jens Kjartanssyni lýtalækni vegna púðanna, segir það skjóta skökku við að konunum sé ekki boðið að fá aðra brjóstapúða í sömu aðgerð, borgi þær fyrir þá sjálfar. „Enginn er að fara fram á að ríkið greiði púðana,“ segir Saga. „Krafan er sú að aðgerðin verði nýtt svo þær þurfi ekki að gangast undir aðra slíka til að fá nýja púða.“ Saga bendir á að fjöldi lækna á LSH vinni og reki einkastofur á sama tíma. Þar séu bein hagsmunatengsl. „Skiljanlega eru mínir umbjóðendur hræddir við að það ríki ekki hlutleysi,“ segir hún og bætir við að þeir umbjóðendur hennar sem leitað hafa til einkarekinna læknastofa fái ítrekað þau svör að þeir geti fengið nýja púða í sömu aðgerð og jafnvel sé mælt með því. Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica og LSH, tekur undir það. „Yfirleitt er talið að vilji konur vera áfram með sílíkon séu þær betur settar með að fá nýja púða í stað þeirra gömlu í sömu aðgerð,“ segir hún. „En þetta er mjög vandmeðfarið og þarf að meta hvert tilfelli fyrir sig.“ Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra útilokar ekki að nýir púðar verði settir inn í einhverjum tilfellum, en slíkt muni sennilega heyra til undantekninga. Hann segir fyllstu aðgátar verða gætt varðandi hagsmuni þeirra lýtalækna á LSH sem meta konurnar og framkvæma aðgerðirnar. „Þarna verður enginn sem vísar á sjálfan sig,“ segir Guðbjartur. „Matið er byggt á ráðleggingum frá því fólki sem flest kann. Það er viðbragðshópur sem fundar nánast daglega og það er verið að vinna í þessum málum.“ Guðbjartur mun leggja til við ríkisstjórnina í dag að ríkið bjóðist til að láta fjarlægja púða úr öllum þeim konum sem fengið hafa púðana hér á landi. Er þetta gert í ljósi þess að rúm 80 prósent þeirra kvenna sem farið hafa í ómskoðun eru með leka púða. sunna@frettabladid.is
PIP-brjóstapúðar Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira