Að fermast upp á Faðirvorið Sighvatur Björgvinsson skrifar 7. febrúar 2012 06:00 Þær fréttir berast úr íslenska grunnskólakerfinu að fjórði hver drengur sem útskrifast geti ekki lesið sér til skilnings. Sé ólæs. Árleg útgjöld samfélagsins vegna náms í grunnskóla nema að því sagt er 1,3 milljónum á hvert grunnskólabarn. Eftir 10 ára nám í grunnskóla er samfélagið sem sé búið að verja 13 milljónum króna til kennslu hvers grunnskólabarns. Og fjórði hver drengur kann ekki að lesa! Fyrir röskum 100 árum, þegar skólastofnanir voru fáar til, var eitt af þýðingarmestu hlutverkum presta að fylgjast með uppfræðslu ungmenna. Gerðar voru þær kröfur til sérhvers ungmennis, sem undirgekkst fermingu, - auk utanaðbókarlærdóms sem nú er víst bannaður í grunnskólakerfinu – að viðkomandi væri læs og gæti lesið sér til skilnings. Prestar gengu eftir því að námið, sem fram fór að mestu á heimilum, skilaði þeim árangri. Væri fermingardrengur ólæs eða gæti ekki lesið texta sér til skilnings fékkst sá hinn sami ekki fermdur. Þótti það mikil skömm. Sumir, sem ekki náðu tilskildum árangri, voru víst „fermdir upp á Faðirvorið“ – þ.e. þeir urðu þá að sýna að þeir kynnu þó Faðirvorið utanbókar. Nú má víst ekkert læra utanbókar í grunnskólum – a.m.k. ekki margföldunartöfluna! Fjórði hver fermingardrengur hefði því ekki fengist fermdur fyrir svo sem eins og hundrað árum. Ekki einu sinnu „upp á Faðirvorið“. Samt er samfélagið búið að verja 13 milljónum króna í uppfræðslu hvers og eins! Hvað veldur? Okkur er gjarna sagt að skýringin sé skortur á menntun kennara. Grunnmenntun þeirra þurfi nú að verða meistaragráða á háskólastigi. Þá muni allt blessast. Þegar ég og jafnaldrar mínir vestur á Ísafirði – í 2.500 manna bæjarfélagi – vorum í barnaskóla var enginn kennara okkar með svo mikið sem grunnpróf úr háskóla. Allir með kennarapróf úr framhaldsskóla (Kennaraskóla Íslands). Voru þeir þá allir óhæfir til kennslu? Faðir minn, móðir mín, Björn skólastjóri, Jónína kona hans, Jón H., Matthías, María, Garðar – og öll þau hin. Samt man ég ekki eftir einum einasta samnemanda, sem ekki gat skilað lágmarksárangri í lestri löngu fyrir brottfararpróf úr barnaskóla. Ekki eftir einum einasta nemanda, sem ekki gat skilið almennan íslenskan texta. Ekki eftir einum einasta nemanda, sem úrskurðarður var lesblindur, skrifblindur eða þá „reikningsblindur” (sem ekki kunni t.d. að gefa rétt til baka í verslun ef sjóðvél var ekki til staðar eins og nú er nær daglegur viðburður). Síðan þá hafa verið auknar kröfur um menntun kennara. Nú er krafist háskólamenntunar til þess að þeir megi kenna börnum. Stendur þá námsárangur barna í grunnskóla í öfugu hlutfalli við námskröfur til kennaranna? Slíkt mætti halda á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga. Samt er það ekki svo. Örugglega ekki. Ég get ekki fellt dóma byggða á eigin reynslu. Ég get aðeins vitnað til þess, sem foreldrar mínir sögðu mér þegar gerbreytingar stóðu yfir á íslenska skólakerfinu. Þegar hætt var að krefjast þess af grunnskólabörnum, að námið skilaði árangri. Þegar hætt var að krefjast þess, að þau sýndu jafnaðarlega fram á námsárangur í lestri, í skrift, í reikningi, í hæfni til þess að leggja minnisatriði á minnið og bera árangur sinn saman við árangur annara. Þegar þetta allt var bannað sagði faðir minn við mig: „Þetta mun hafa skelfilegar afleiðingar á grunnskólann. Þegar búið er að taka burtu alla mælikvarða á námsárangur, búið að fella niður allar kröfur um að námið skili árangri og búið að fella brott alla möguleika kennara á að stýra börnum í námi, þá munu menn uppskera í samræmi við það.“ Nú uppskera menn. Verður það svo bætt með því að auka menntunarkröfurnar til kennara? Gera þá t.d. alla að doktorum? Eða banna tölvur? Hætt er við að vandi grunnskólakerfisins stafi ekki af menntunarskorti kennara. Hætt er við að sá vandi stafi fremur af skorti á heilbrigðri skynsemi þeirra, sem ferðinni ráða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Þær fréttir berast úr íslenska grunnskólakerfinu að fjórði hver drengur sem útskrifast geti ekki lesið sér til skilnings. Sé ólæs. Árleg útgjöld samfélagsins vegna náms í grunnskóla nema að því sagt er 1,3 milljónum á hvert grunnskólabarn. Eftir 10 ára nám í grunnskóla er samfélagið sem sé búið að verja 13 milljónum króna til kennslu hvers grunnskólabarns. Og fjórði hver drengur kann ekki að lesa! Fyrir röskum 100 árum, þegar skólastofnanir voru fáar til, var eitt af þýðingarmestu hlutverkum presta að fylgjast með uppfræðslu ungmenna. Gerðar voru þær kröfur til sérhvers ungmennis, sem undirgekkst fermingu, - auk utanaðbókarlærdóms sem nú er víst bannaður í grunnskólakerfinu – að viðkomandi væri læs og gæti lesið sér til skilnings. Prestar gengu eftir því að námið, sem fram fór að mestu á heimilum, skilaði þeim árangri. Væri fermingardrengur ólæs eða gæti ekki lesið texta sér til skilnings fékkst sá hinn sami ekki fermdur. Þótti það mikil skömm. Sumir, sem ekki náðu tilskildum árangri, voru víst „fermdir upp á Faðirvorið“ – þ.e. þeir urðu þá að sýna að þeir kynnu þó Faðirvorið utanbókar. Nú má víst ekkert læra utanbókar í grunnskólum – a.m.k. ekki margföldunartöfluna! Fjórði hver fermingardrengur hefði því ekki fengist fermdur fyrir svo sem eins og hundrað árum. Ekki einu sinnu „upp á Faðirvorið“. Samt er samfélagið búið að verja 13 milljónum króna í uppfræðslu hvers og eins! Hvað veldur? Okkur er gjarna sagt að skýringin sé skortur á menntun kennara. Grunnmenntun þeirra þurfi nú að verða meistaragráða á háskólastigi. Þá muni allt blessast. Þegar ég og jafnaldrar mínir vestur á Ísafirði – í 2.500 manna bæjarfélagi – vorum í barnaskóla var enginn kennara okkar með svo mikið sem grunnpróf úr háskóla. Allir með kennarapróf úr framhaldsskóla (Kennaraskóla Íslands). Voru þeir þá allir óhæfir til kennslu? Faðir minn, móðir mín, Björn skólastjóri, Jónína kona hans, Jón H., Matthías, María, Garðar – og öll þau hin. Samt man ég ekki eftir einum einasta samnemanda, sem ekki gat skilað lágmarksárangri í lestri löngu fyrir brottfararpróf úr barnaskóla. Ekki eftir einum einasta nemanda, sem ekki gat skilið almennan íslenskan texta. Ekki eftir einum einasta nemanda, sem úrskurðarður var lesblindur, skrifblindur eða þá „reikningsblindur” (sem ekki kunni t.d. að gefa rétt til baka í verslun ef sjóðvél var ekki til staðar eins og nú er nær daglegur viðburður). Síðan þá hafa verið auknar kröfur um menntun kennara. Nú er krafist háskólamenntunar til þess að þeir megi kenna börnum. Stendur þá námsárangur barna í grunnskóla í öfugu hlutfalli við námskröfur til kennaranna? Slíkt mætti halda á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga. Samt er það ekki svo. Örugglega ekki. Ég get ekki fellt dóma byggða á eigin reynslu. Ég get aðeins vitnað til þess, sem foreldrar mínir sögðu mér þegar gerbreytingar stóðu yfir á íslenska skólakerfinu. Þegar hætt var að krefjast þess af grunnskólabörnum, að námið skilaði árangri. Þegar hætt var að krefjast þess, að þau sýndu jafnaðarlega fram á námsárangur í lestri, í skrift, í reikningi, í hæfni til þess að leggja minnisatriði á minnið og bera árangur sinn saman við árangur annara. Þegar þetta allt var bannað sagði faðir minn við mig: „Þetta mun hafa skelfilegar afleiðingar á grunnskólann. Þegar búið er að taka burtu alla mælikvarða á námsárangur, búið að fella niður allar kröfur um að námið skili árangri og búið að fella brott alla möguleika kennara á að stýra börnum í námi, þá munu menn uppskera í samræmi við það.“ Nú uppskera menn. Verður það svo bætt með því að auka menntunarkröfurnar til kennara? Gera þá t.d. alla að doktorum? Eða banna tölvur? Hætt er við að vandi grunnskólakerfisins stafi ekki af menntunarskorti kennara. Hætt er við að sá vandi stafi fremur af skorti á heilbrigðri skynsemi þeirra, sem ferðinni ráða.
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun