Leita að ungu fólki í raunveruleikaþátt 8. febrúar 2012 11:00 Hildur Margrétardóttir og Herbert Sveinbjörnsson framleiða íslenska raunveruleikþætti og leita að stúlkum og strákum á aldrinum 18-25 ára til að taka þátt. Fréttablaðið/stefán „Þetta þurfa að vera einstaklingar sem eru tilbúnir að opinbera sig og fara í smá sjálfskoðun í leiðinni,“ segir Hildur Margrétardóttir, framleiðandi sem leitar nú að ungu fólki til að taka þátt íslenskum raunveruleikaþáttum. Þættirnir eru þó ekki eins og raunveruleikaþættir á borð við Keeping Up with the Kardashians, Big Brother og Survivor því markmiðið þessara þátta er að varpa ljósi á veruleika íslenskra ungmenna í dag. Verkefnið er að danskri fyrirmynd en þar var hver þáttur sýndur á vefmiðli dagblaðsins Politiken. „Þetta verða raunveruleikaþættir en án tilbúins veruleika eins og flestir þættir sem eru í gangi í dag. Einskonar dagbók. Verkefnið mældist vel fyrir og þótti gefa góða innsýn inn í líf unga fólksins í Danmörku. Það jókst bæði skilningur og samkennd hjá áhorfandanum,“ segir Hildur sem framleiðir þættina ásamt Herberti Sveinbjörnssyni fyrir Edison Lifandi Ljósmyndir. Hildur og Herbert leita nú að tveimur stúlkum og tveimur strákum á aldrinum 18-25 sem vilja fá myndavél í hendurnar og skuldbinda sig til að festa líf sitt á filmu í 10 vikur. Áætlað er að gera þetta á svipuðum tíma í hinum Norðurlöndunum og því verður hægt að bera saman vefþættina. „Við áætlum að tökur hefjist í mars og stefnum á að birta einn þátt á viku um hvern einstakling. Við leitum nú að heppilegum vefmiðli til að birta þættina á,“ segir Hildur og viðurkennir að þeir sem sækja um verða að vera tilbúnir að opna sig um líf sitt. Hægt er að senda umsóknir á póstfangið doxwiseisland@gmail.com en einnig er hægt að fræðast meira um verkefnið á Facebook síðu Doxwise. -áp Mest lesið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fleiri fréttir Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Sjá meira
„Þetta þurfa að vera einstaklingar sem eru tilbúnir að opinbera sig og fara í smá sjálfskoðun í leiðinni,“ segir Hildur Margrétardóttir, framleiðandi sem leitar nú að ungu fólki til að taka þátt íslenskum raunveruleikaþáttum. Þættirnir eru þó ekki eins og raunveruleikaþættir á borð við Keeping Up with the Kardashians, Big Brother og Survivor því markmiðið þessara þátta er að varpa ljósi á veruleika íslenskra ungmenna í dag. Verkefnið er að danskri fyrirmynd en þar var hver þáttur sýndur á vefmiðli dagblaðsins Politiken. „Þetta verða raunveruleikaþættir en án tilbúins veruleika eins og flestir þættir sem eru í gangi í dag. Einskonar dagbók. Verkefnið mældist vel fyrir og þótti gefa góða innsýn inn í líf unga fólksins í Danmörku. Það jókst bæði skilningur og samkennd hjá áhorfandanum,“ segir Hildur sem framleiðir þættina ásamt Herberti Sveinbjörnssyni fyrir Edison Lifandi Ljósmyndir. Hildur og Herbert leita nú að tveimur stúlkum og tveimur strákum á aldrinum 18-25 sem vilja fá myndavél í hendurnar og skuldbinda sig til að festa líf sitt á filmu í 10 vikur. Áætlað er að gera þetta á svipuðum tíma í hinum Norðurlöndunum og því verður hægt að bera saman vefþættina. „Við áætlum að tökur hefjist í mars og stefnum á að birta einn þátt á viku um hvern einstakling. Við leitum nú að heppilegum vefmiðli til að birta þættina á,“ segir Hildur og viðurkennir að þeir sem sækja um verða að vera tilbúnir að opna sig um líf sitt. Hægt er að senda umsóknir á póstfangið doxwiseisland@gmail.com en einnig er hægt að fræðast meira um verkefnið á Facebook síðu Doxwise. -áp
Mest lesið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fleiri fréttir Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Sjá meira