Vel heppnuð endurkoma Trausti Júlíusson skrifar 8. febrúar 2012 20:00 Töf með Náttfara. Töf. Náttfari. Hljómsveitin Náttfari var stofnuð árið 2000 og vakti þá athygli fyrir tónleikahald. Meðlimir hennar sneru sér svo að öðrum verkefnum, en hljómsveitin er skipuð þeim Nóa Steini Einarssyni og Andra Ásgrímssyni sem báðir eru meðlimir í Leaves, Haraldi Þorsteinssyni bassaleikara Feldberg og Ólafi Josephssyni sem hefur starfað undir listamannsnafninu Stafrænn Hákon undanfarin ár. Náttfari var endurvakinn árið 2010 og spilaði þá á Iceland Airwaves við mikla hrifningu. Í fyrra tók sveitin svo upp plötuna Töf og gaf út síðla árs. Tónlist Náttfara flokkast undir síðrokk. Þegar hljómsveitin var stofnuð var það ennþá frekar heit tónlistarstefna, en í dag er síðrokkið eitt af þeim fjölmörgu afbrigðum rokksins sem þróast samhliða. Tónlistin á Töf er að langmestu leyti án söngs. Hún er stemningsfull og dýnamísk, lögin stigmagnast og hníga og útsetningarnar sjá til þess að það er alltaf eitthvað að gerast, þó að enginn sé söngurinn. Töf er flott plata. Lagasmíðarnar og útsetningarnar standa vel fyrir sínu og platan hljómar sérstaklega vel. Það heyrist vel í öllum hljóðfærunum og auðvelt, ef maður lokar augunum, að ímynda sér að hljómsveitin sé stödd, í góðum fíling, í stofunni hjá þér. Niðurstaða: Flott plata þrátt fyrir tíu ára töf. Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Töf. Náttfari. Hljómsveitin Náttfari var stofnuð árið 2000 og vakti þá athygli fyrir tónleikahald. Meðlimir hennar sneru sér svo að öðrum verkefnum, en hljómsveitin er skipuð þeim Nóa Steini Einarssyni og Andra Ásgrímssyni sem báðir eru meðlimir í Leaves, Haraldi Þorsteinssyni bassaleikara Feldberg og Ólafi Josephssyni sem hefur starfað undir listamannsnafninu Stafrænn Hákon undanfarin ár. Náttfari var endurvakinn árið 2010 og spilaði þá á Iceland Airwaves við mikla hrifningu. Í fyrra tók sveitin svo upp plötuna Töf og gaf út síðla árs. Tónlist Náttfara flokkast undir síðrokk. Þegar hljómsveitin var stofnuð var það ennþá frekar heit tónlistarstefna, en í dag er síðrokkið eitt af þeim fjölmörgu afbrigðum rokksins sem þróast samhliða. Tónlistin á Töf er að langmestu leyti án söngs. Hún er stemningsfull og dýnamísk, lögin stigmagnast og hníga og útsetningarnar sjá til þess að það er alltaf eitthvað að gerast, þó að enginn sé söngurinn. Töf er flott plata. Lagasmíðarnar og útsetningarnar standa vel fyrir sínu og platan hljómar sérstaklega vel. Það heyrist vel í öllum hljóðfærunum og auðvelt, ef maður lokar augunum, að ímynda sér að hljómsveitin sé stödd, í góðum fíling, í stofunni hjá þér. Niðurstaða: Flott plata þrátt fyrir tíu ára töf.
Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira