Hrífandi ævintýri um Hugo 9. febrúar 2012 14:00 Dramatísku ævintýramyndinni um munaðarlausa drenginn Hugo hefur verið vel tekið vestanhafs en hún hlaut flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna á dögunum. Myndin verður frumsýnd hér á landi á morgun. Myndin Hugo gerist í París á fjórða áratug síðustu aldar og er dramatísk ævintýramynd sem spilar á tilfinningaskalann. Myndin er sú fyrsta sem leikstjórinn frægi Martin Scorsese tekur í þrívídd en honum líkaði tæknin vel. „Mér fannst þrívíddin mjög áhugaverð vegna þess hve mikið hún sýnir af tilfinningum leikaranna. Hver einasta hreyfing og hverri einustu hugsun er mun betur fylgt eftir með hjálp tækninnar." Myndin er byggð á metsölubók Brians Selznick og fjallar um hinn tólf ára gamla Hugo Cabret sem neyðist til að flytja til drykkfellds frænda eftir að faðir hans fellur frá. Frændinn vinnur við að laga klukkuna á aðallestarstöð borgarinnar en lætur sig skyndilega hverfa og verður Hugo því einn síns liðs á lestarstöðinni. Hann kemur sér fyrir í veggjum stöðvarinnar og stelur sér mat. Þar vinnur hann að sínu metnaðarfyllsta verkefni, að laga vélmenni sem faðir hans byggði. Hugo kynnist jafnaldra sínum Ísabellu og saman reyna þau að leysa ráðgátuna um vélmennið en Hugo er handviss um að vélmennið geymi mikilvæg skilaboð til hans frá föðurnum. Myndin hefur fengið góðar viðtökur gagnrýnenda og hlaut flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna eða ellefu talsins, meðal annars sem besta myndin og besti leikstjórinn. Scorsese hlaut einmitt Golden Globe-verðlaunin á dögunum fyrir bestu leikstjórn í Hugo. Gagnrýnendur ausa myndina lofi og hafa blöð eins og Time, New York Daily News og Hollywood Reporter gefið myndinni fullt hús stiga. Gagnrýnandi Empire segir myndina vera einstakt sjónarspil fyrir börn jafnt sem fullorðna. Golden Globes Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira
Dramatísku ævintýramyndinni um munaðarlausa drenginn Hugo hefur verið vel tekið vestanhafs en hún hlaut flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna á dögunum. Myndin verður frumsýnd hér á landi á morgun. Myndin Hugo gerist í París á fjórða áratug síðustu aldar og er dramatísk ævintýramynd sem spilar á tilfinningaskalann. Myndin er sú fyrsta sem leikstjórinn frægi Martin Scorsese tekur í þrívídd en honum líkaði tæknin vel. „Mér fannst þrívíddin mjög áhugaverð vegna þess hve mikið hún sýnir af tilfinningum leikaranna. Hver einasta hreyfing og hverri einustu hugsun er mun betur fylgt eftir með hjálp tækninnar." Myndin er byggð á metsölubók Brians Selznick og fjallar um hinn tólf ára gamla Hugo Cabret sem neyðist til að flytja til drykkfellds frænda eftir að faðir hans fellur frá. Frændinn vinnur við að laga klukkuna á aðallestarstöð borgarinnar en lætur sig skyndilega hverfa og verður Hugo því einn síns liðs á lestarstöðinni. Hann kemur sér fyrir í veggjum stöðvarinnar og stelur sér mat. Þar vinnur hann að sínu metnaðarfyllsta verkefni, að laga vélmenni sem faðir hans byggði. Hugo kynnist jafnaldra sínum Ísabellu og saman reyna þau að leysa ráðgátuna um vélmennið en Hugo er handviss um að vélmennið geymi mikilvæg skilaboð til hans frá föðurnum. Myndin hefur fengið góðar viðtökur gagnrýnenda og hlaut flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna eða ellefu talsins, meðal annars sem besta myndin og besti leikstjórinn. Scorsese hlaut einmitt Golden Globe-verðlaunin á dögunum fyrir bestu leikstjórn í Hugo. Gagnrýnendur ausa myndina lofi og hafa blöð eins og Time, New York Daily News og Hollywood Reporter gefið myndinni fullt hús stiga. Gagnrýnandi Empire segir myndina vera einstakt sjónarspil fyrir börn jafnt sem fullorðna.
Golden Globes Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira