Telja heimild skorta fyrir starfsuppsögn 21. febrúar 2012 06:30 Gunnar Andersen Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME), hefur farið fram á að fá rýmri frest til þess að andmæla boðaðri uppsögn hans. Lögmaður Gunnars sendi stjórn FME bréf þessa efnis í gær, þegar rann út frestur sem Gunnari hafði verið gefinn. Stjórn FME fundaði um málið í gærkvöld. Fundinum var ekki lokið þegar Fréttablaðið fór í prentun. Í bréfi lögmanns Gunnars er fresturinn sagður almennt of stuttur og andstæður meginreglum stjórnsýslusaga. Gunnari barst síðastliðinn föstudag tilkynning um „hina fyrirhuguðu löglausu uppsögn" líkt og segir í bréfinu. „Andmælafrestur er því aðeins einn virkur dagur." Í bréfinu er kallað eftir þeim nýju gögnum sem vísað hefur verið til að byggja eigi á uppsögn Gunnars. Þá er óskað skýrari svara frá stjórn FME um hvort mál Gunnars sé enn til rannsóknar. „Ef það er rétt óskast haldbærar skýringar á því hvernig hægt er að boða uppsögn með löglegum hætti meðan rannsókn er ekki lokið." Eins má ráða af bréfinu það álit að lagaheimild skorti fyrir uppsögninni og bent á að í bréfi stjórnar frá því um helgina sé vísað til sjötta töluliðar þriðju greinar stjórnsýslulaga sem lagaheimildar fyrir henni. „Eins og kunnugt er fjallar tilvitnuð lagagrein um sérstakt vanhæfi í einstökum málum sem getur orðið þess valdandi að að viðkomandi stjórnvald þarf að segja sig frá afgreiðslu tiltekins máls. Gerð er krafa um að upplýst verði hvort hér er um innsláttarvillu að ræða og ef svo er óskast upplýst á hvaða lagaheimild hugmyndin er að byggja uppsögnina á komi til hennar." Skömmu áður en bréf Gunnars barst stjórn FME í gær sagði Aðalsteinn Leifsson, stjórnarformaður FME, að stjórnin hafi veitt honum viðbótarfrest eins og þurfa þyki og kvað það mundu gert áfram bærist um það beiðni. Aðalsteinn hafnar því hins vegar að Gunnari hafi verið veittur ósæmilega skammur frestur til andmæla. „Þetta er hluti af ferli sem staðið hefur yfir lengi og í því hefur Gunnari Þorsteini verið gefin tækifæri til að koma á framfæri sínum athugasemdum. Hann hefur fengið til þess rúman frest og fengið aukinn frest þegar eftir því hefur verið leitað. En þessi stutti frestur er gefinn í ljósi forsögunnar." Aðalsteinn segir um leið ljóst að málinu sé ekki lokið og verði það ekki fyrr en með ákvörðun stjórnar FME. „Og hún verður ekki tekin fyrr en öll gögn liggja fyrir." olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME), hefur farið fram á að fá rýmri frest til þess að andmæla boðaðri uppsögn hans. Lögmaður Gunnars sendi stjórn FME bréf þessa efnis í gær, þegar rann út frestur sem Gunnari hafði verið gefinn. Stjórn FME fundaði um málið í gærkvöld. Fundinum var ekki lokið þegar Fréttablaðið fór í prentun. Í bréfi lögmanns Gunnars er fresturinn sagður almennt of stuttur og andstæður meginreglum stjórnsýslusaga. Gunnari barst síðastliðinn föstudag tilkynning um „hina fyrirhuguðu löglausu uppsögn" líkt og segir í bréfinu. „Andmælafrestur er því aðeins einn virkur dagur." Í bréfinu er kallað eftir þeim nýju gögnum sem vísað hefur verið til að byggja eigi á uppsögn Gunnars. Þá er óskað skýrari svara frá stjórn FME um hvort mál Gunnars sé enn til rannsóknar. „Ef það er rétt óskast haldbærar skýringar á því hvernig hægt er að boða uppsögn með löglegum hætti meðan rannsókn er ekki lokið." Eins má ráða af bréfinu það álit að lagaheimild skorti fyrir uppsögninni og bent á að í bréfi stjórnar frá því um helgina sé vísað til sjötta töluliðar þriðju greinar stjórnsýslulaga sem lagaheimildar fyrir henni. „Eins og kunnugt er fjallar tilvitnuð lagagrein um sérstakt vanhæfi í einstökum málum sem getur orðið þess valdandi að að viðkomandi stjórnvald þarf að segja sig frá afgreiðslu tiltekins máls. Gerð er krafa um að upplýst verði hvort hér er um innsláttarvillu að ræða og ef svo er óskast upplýst á hvaða lagaheimild hugmyndin er að byggja uppsögnina á komi til hennar." Skömmu áður en bréf Gunnars barst stjórn FME í gær sagði Aðalsteinn Leifsson, stjórnarformaður FME, að stjórnin hafi veitt honum viðbótarfrest eins og þurfa þyki og kvað það mundu gert áfram bærist um það beiðni. Aðalsteinn hafnar því hins vegar að Gunnari hafi verið veittur ósæmilega skammur frestur til andmæla. „Þetta er hluti af ferli sem staðið hefur yfir lengi og í því hefur Gunnari Þorsteini verið gefin tækifæri til að koma á framfæri sínum athugasemdum. Hann hefur fengið til þess rúman frest og fengið aukinn frest þegar eftir því hefur verið leitað. En þessi stutti frestur er gefinn í ljósi forsögunnar." Aðalsteinn segir um leið ljóst að málinu sé ekki lokið og verði það ekki fyrr en með ákvörðun stjórnar FME. „Og hún verður ekki tekin fyrr en öll gögn liggja fyrir." olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira