Horn á markað í mars eða apríl Þórður Snær Júlíusson skrifar 22. febrúar 2012 07:30 Fyrsta skráningin Finnur Árnason, forstjóri Haga, og Páll Harðarsson, forstjóri Kauphallarinnar, hringja bjöllunni að morgni 16. desember síðastliðins þegar bréf Haga voru tekin til viðskipta.Fréttablaðið/GVA Horn fjárfestingafélag hf. verður skráð á hlutabréfamarkað í Kauphöll Íslands í lok mars eða byrjun apríl næstkomandi, samkvæmt upplýsingum Markaðarins. Horn verður annað félagið til að skrá sig á markað frá bankahruni. Þá er búist við því að Eimskip muni skrá sig á markað í september eða október. Formlegar áætlanir Kauphallar Íslands gera ráð fyrir að sjö félög alls muni skrá sig í Kauphöllina fyrir lok þessa árs. Búist er við að þunginn í þeim skráningum muni eiga sér stað í haust og að einhver þeirra muni mögulega dragast fram á fyrri hluta árs 2013. Þorri félaganna sem eru í skráningarferli tengist Landsbankanum, beint eða óbeint. Landsbankinn er í 81,3% eigu ríkisins og því ljóst að um stærsta einkavæðingarferli sögunnar er að ræða ef öll skráningaráformin ganga eftir. Unnið að skráningunniHorn er í 100% eigu Landsbankans. Því er Horn óbeint í meirihlutaeigu íslenska ríkisins. Eignir félagsins voru metnar á tæpa 44 milljarða króna í lok september 2011 samkvæmt níu mánaða uppgjöri þess. Á meðal þeirra eru 49,9% hlutur í Promens, 12,5% hlutur í Eyri Invest, 6,7% hlutur í A bréfum og 42,6% í Bréfum Stoða (áður FL Group), 6,54% hlutur í Oslo Bors VPS Gropu og 3,95% hlutur í Eimskipi. Auk þess á Horn 1,9% hlut í Intrum Justitia sem er skráð á markað í Svíþjóð. Félagið hagnaðist um 10,1 milljarð króna á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins er unnið að fullu að skráningu félagsins um þessar mundir. Ákveðið var að klára ársuppgjör þess fyrir árið 2011 áður en það yrði skráð og í kjölfarið þarf að koma því inn í skráningarlýsingu Horns. Eimskip í haustStjórn Eimskipafélags Íslands hf. tilkynnti í desember að óskað yrði eftir að hlutir í félaginu yrðu teknir til viðskipta í íslensku Kauphöllinni á síðari hluta ársins 2012. Í dag eiga tveir hluthafar, skilanefnd Landsbanka Íslands, og fjárfestingasjóðurinn Yucaipa, samtals um 70% hlut í félaginu. Heimildir Markaðarins herma að komið hafi fram á fundum stjórnenda Eimskips með væntanlegum fjárfestum að stefnt sé að skráningu í september eða byrjun október. Landsbankinn stærstur í FSÍTil viðbótar eru að minnsta kosti fimm önnur félög að undirbúa sig fyrir skráningu á hlutabréfamarkað. Þau eru Advania (áður Skýrr og tengd félög), N1, Reitir, Reginn og Landsbankinn. Framtakssjóður Íslands (FSÍ), sjóður í eigu sextán lífeyrissjóða, Landsbankans og VÍS, er stærsti eigandi N1 í dag með um 55% eignarhlut. Sjóðurinn er líka stærsti eigandi Advania með 79% eignarhlut. Stærsti eigandi FSÍ er Landsbankinn með 27,5% eignarhlut sem bankinn eignaðist þegar hann seldi eignarumsýslufélagið Vestia til sjóðsins. Landsbankinn hafði sett umtalsvert af eignum ,sem hann hafði tekið yfir eftir hrunið, inn í Vestia. Risavaxin félög og bankiReginn er síðan fasteignafélag sem er að öllu leyti í eigu Landsbanka Íslands. Félagið heldur meðal annars á stórum fasteignum á borð við Smáralindina og Egilshöll. Eignasafn þess var metið á um 34 milljarða króna um mitt ár 2011. Reitir, sem er m.a. reist á grunni Landic Property, er stærsta fasteignafélag landsins. Virði eigna félagsins var um 95 milljarðar króna um mitt síðasta ár. Á meðal eigenda er Eignabjarg, dótturfélag Arion banka, með 42,7% hlut og Landsbankinn með 29,6% eignarhlut. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, var í viðtali við Klinkið á Vísi.is í lok desember síðastliðins. Þar lýsti hann yfir vilja til þess að skrá bankann á markað og að hann teldi það geta gerst á árinu 2012. Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi fjármálaráðherra, talaði á svipuðum nótum í lok síðasta árs. Fréttir Klinkið Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Fleiri fréttir Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjá meira
Horn fjárfestingafélag hf. verður skráð á hlutabréfamarkað í Kauphöll Íslands í lok mars eða byrjun apríl næstkomandi, samkvæmt upplýsingum Markaðarins. Horn verður annað félagið til að skrá sig á markað frá bankahruni. Þá er búist við því að Eimskip muni skrá sig á markað í september eða október. Formlegar áætlanir Kauphallar Íslands gera ráð fyrir að sjö félög alls muni skrá sig í Kauphöllina fyrir lok þessa árs. Búist er við að þunginn í þeim skráningum muni eiga sér stað í haust og að einhver þeirra muni mögulega dragast fram á fyrri hluta árs 2013. Þorri félaganna sem eru í skráningarferli tengist Landsbankanum, beint eða óbeint. Landsbankinn er í 81,3% eigu ríkisins og því ljóst að um stærsta einkavæðingarferli sögunnar er að ræða ef öll skráningaráformin ganga eftir. Unnið að skráningunniHorn er í 100% eigu Landsbankans. Því er Horn óbeint í meirihlutaeigu íslenska ríkisins. Eignir félagsins voru metnar á tæpa 44 milljarða króna í lok september 2011 samkvæmt níu mánaða uppgjöri þess. Á meðal þeirra eru 49,9% hlutur í Promens, 12,5% hlutur í Eyri Invest, 6,7% hlutur í A bréfum og 42,6% í Bréfum Stoða (áður FL Group), 6,54% hlutur í Oslo Bors VPS Gropu og 3,95% hlutur í Eimskipi. Auk þess á Horn 1,9% hlut í Intrum Justitia sem er skráð á markað í Svíþjóð. Félagið hagnaðist um 10,1 milljarð króna á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins er unnið að fullu að skráningu félagsins um þessar mundir. Ákveðið var að klára ársuppgjör þess fyrir árið 2011 áður en það yrði skráð og í kjölfarið þarf að koma því inn í skráningarlýsingu Horns. Eimskip í haustStjórn Eimskipafélags Íslands hf. tilkynnti í desember að óskað yrði eftir að hlutir í félaginu yrðu teknir til viðskipta í íslensku Kauphöllinni á síðari hluta ársins 2012. Í dag eiga tveir hluthafar, skilanefnd Landsbanka Íslands, og fjárfestingasjóðurinn Yucaipa, samtals um 70% hlut í félaginu. Heimildir Markaðarins herma að komið hafi fram á fundum stjórnenda Eimskips með væntanlegum fjárfestum að stefnt sé að skráningu í september eða byrjun október. Landsbankinn stærstur í FSÍTil viðbótar eru að minnsta kosti fimm önnur félög að undirbúa sig fyrir skráningu á hlutabréfamarkað. Þau eru Advania (áður Skýrr og tengd félög), N1, Reitir, Reginn og Landsbankinn. Framtakssjóður Íslands (FSÍ), sjóður í eigu sextán lífeyrissjóða, Landsbankans og VÍS, er stærsti eigandi N1 í dag með um 55% eignarhlut. Sjóðurinn er líka stærsti eigandi Advania með 79% eignarhlut. Stærsti eigandi FSÍ er Landsbankinn með 27,5% eignarhlut sem bankinn eignaðist þegar hann seldi eignarumsýslufélagið Vestia til sjóðsins. Landsbankinn hafði sett umtalsvert af eignum ,sem hann hafði tekið yfir eftir hrunið, inn í Vestia. Risavaxin félög og bankiReginn er síðan fasteignafélag sem er að öllu leyti í eigu Landsbanka Íslands. Félagið heldur meðal annars á stórum fasteignum á borð við Smáralindina og Egilshöll. Eignasafn þess var metið á um 34 milljarða króna um mitt ár 2011. Reitir, sem er m.a. reist á grunni Landic Property, er stærsta fasteignafélag landsins. Virði eigna félagsins var um 95 milljarðar króna um mitt síðasta ár. Á meðal eigenda er Eignabjarg, dótturfélag Arion banka, með 42,7% hlut og Landsbankinn með 29,6% eignarhlut. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, var í viðtali við Klinkið á Vísi.is í lok desember síðastliðins. Þar lýsti hann yfir vilja til þess að skrá bankann á markað og að hann teldi það geta gerst á árinu 2012. Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi fjármálaráðherra, talaði á svipuðum nótum í lok síðasta árs.
Fréttir Klinkið Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Fleiri fréttir Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjá meira