Nýtingarsamningar sem framtíðarleið Jóhann Ársælsson skrifar 22. febrúar 2012 06:00 Hér fer á eftir tillaga að leið sem er ætlað að skapa jafnræðisgrundvöll fyrir útgerðarfyrirtæki til að þróast í, jafnframt því að þjóðin fái notið eðlilegs arðs af nýtingu auðlindarinnar. Leið sem er ætlað að koma á stöðugu en lifandi og þjálu umhverfi fyrir sjávarútveginn. Þessi tillaga er um aðferð (% og árafjölda ber að taka með fyrirvara) við að ná markmiðum um þjóðareign á auðlindum sjávar á grundvelli „samningaleiðarinnar". Hér er einungis fjallað um langtíma veiðirétt (aflahlutdeildir). 1. Gerðir verði nýtingarsamningar við einstakar útgerðir til 15 ára á grundvelli þeirra aflahlutdeilda sem þær hafa nú. 2. Nýtingarsamningarnir verði afmarkaðir í 15 hluti og verði stysti samningurinn til eins árs en sá lengsti til 15 ára. Ári eftir gildistöku kerfisins koma því fyrstu samningarnir til endurráðstöfunar og stöðugt og jafnt eftir það. 3. Nýir nýtingarsamningar verði afmarkaðir og boðnir til leigu á kvótaþingi til 15 ára. 4. Þeir sem fá nýtingarsamninga við upphaf þessa kerfis skulu fá 85% af því endurgjaldi (meðaltalsverði tegundar á viðkomandi ári) sem fyrir upphafssamningana fæst á kvótaþingi að frádregnu andvirði þeirrar nýtingar sem á sér stað eftir að lengsti upphafssamningurinn rennur út. GreinargerðMeð þeirri leið sem hér er lýst yrði öllum langtímaveiðirétti komið fyrir í nýtingarsamningum sem endurúthlutað yrði með stöðugu framboði á kvótaþingi. Framtíðarfyrirkomulagið færi strax að virka og tryggði jafnræði í greininni og eðlilega verðmyndun á nýtingarsamningunum. Gert er ráð fyrir þeirri einföldu aðferð að hverri útgerð verði úthlutað nýtingarsamningum fyrir þeim veiðirétti sem þeir hafa nú. Dæmi: Skip hefur sem svarar 150 tonna kvóta. Það fengi 15 samninga upp á 10 tonn hvern, einn rynni út eftir 15 ár, einn eftir 14 ár o.s.frv. sá stysti eftir eitt ár. Þar með hefur forgangi skipsins til kvótaúthlutunar verið lokið og framvegis verður útgerðarmaðurinn að sækja sér viðbót á kvótaþingi ef hann ætlar að halda í horfinu eða bæta við sig. Það yrði útgerðarmanni skipsins líklega of erfitt að tapa fimmtánda hluta nýtingarsamninganna árlega og þess vegna er þörf á mótvægisaðgerðum. Einföld leið til að koma til móts við hann væri að hann fengi á aðlögunartímanum (15 árum) mikinn hluta þess andvirðis sem fæst fyrir heimildirnar á kvótaþingi við endurúthlutun þeirra í fyrsta sinn. Hann fengi þess vegna mest þegar stysta samningnum lýkur en ekki neitt þegar þeim lengsta lýkur. Verðið ræðst á kvótaþingi. Það að útgerðarmaðurinn fái ekki allt andvirðið á aðlögunartímanum er nauðsynlegt til að þeir sem eru núna í útgerð geti ekki sprengt upp verðið til að útiloka aðra. Með þessari leið er ekki verið að kaupa kvótann af útgerðinni. Miklu frekar ber að líta á hana sem tímabundið fyrirkomulag sem kemur í stað þeirrar úthlutunar kvótans sem nú gildir. En þessi aðferð gerir kleift að koma á stöðugu og þjálu úthlutunarkerfi strax sem stendur til framtíðar. Þessi aðferð fjármagnar sig sjálf og gott betur. Ef nýtingarsamningar verða leigðir út til 15 ára rennur í ríkissjóð andvirði þeirra ára sem veiðiheimildirnar ná til eftir 15 árin og auk þeirra 15% af verðinu sem fæst á kvótaþingi fyrir tímann fram að því. Með þessari aðferð er einföld leið opin til að koma meira til móts við „gömlu" útgerðirnar ef vilji er til sátta, það er að hafa tímann sem útgerðir hafa rétt til andvirðis upphafssamningana lengri en hér er sett fram. Eðlilegt er að fella núgildandi veiðigjald niður þar sem og þegar leiga fyrir nýtingarsamninga kemur í stað þess . Kostirnir við þessa aðferð er að framtíðarkerfið fer strax að virka, öllum langtíma veiðirétti hefur þá verið breytt í nýtingarsamninga og einn fimmtándi hluti þeirra fer á kvótaþing hvert ár. Einingarnar sem verða leigðar út geta verið hvaða stærð sem er. Aðferðin leysir endurnýjunarvandann sem annars myndast eftir 15 ár. Hún opnar klárlega fyrir nýliða inn í greinina, tryggir fullt jafnræði og getur rúmað verulegan sveigjanleika. Skynsamlegt væri að leyfa framsal slíkra nýtingarsamninga a.m.k. upphafssamninganna sem hér er fjallað um en einnig gætu útgerðir í stað þess haft innskilunarrétt á kvótaþing. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Hér fer á eftir tillaga að leið sem er ætlað að skapa jafnræðisgrundvöll fyrir útgerðarfyrirtæki til að þróast í, jafnframt því að þjóðin fái notið eðlilegs arðs af nýtingu auðlindarinnar. Leið sem er ætlað að koma á stöðugu en lifandi og þjálu umhverfi fyrir sjávarútveginn. Þessi tillaga er um aðferð (% og árafjölda ber að taka með fyrirvara) við að ná markmiðum um þjóðareign á auðlindum sjávar á grundvelli „samningaleiðarinnar". Hér er einungis fjallað um langtíma veiðirétt (aflahlutdeildir). 1. Gerðir verði nýtingarsamningar við einstakar útgerðir til 15 ára á grundvelli þeirra aflahlutdeilda sem þær hafa nú. 2. Nýtingarsamningarnir verði afmarkaðir í 15 hluti og verði stysti samningurinn til eins árs en sá lengsti til 15 ára. Ári eftir gildistöku kerfisins koma því fyrstu samningarnir til endurráðstöfunar og stöðugt og jafnt eftir það. 3. Nýir nýtingarsamningar verði afmarkaðir og boðnir til leigu á kvótaþingi til 15 ára. 4. Þeir sem fá nýtingarsamninga við upphaf þessa kerfis skulu fá 85% af því endurgjaldi (meðaltalsverði tegundar á viðkomandi ári) sem fyrir upphafssamningana fæst á kvótaþingi að frádregnu andvirði þeirrar nýtingar sem á sér stað eftir að lengsti upphafssamningurinn rennur út. GreinargerðMeð þeirri leið sem hér er lýst yrði öllum langtímaveiðirétti komið fyrir í nýtingarsamningum sem endurúthlutað yrði með stöðugu framboði á kvótaþingi. Framtíðarfyrirkomulagið færi strax að virka og tryggði jafnræði í greininni og eðlilega verðmyndun á nýtingarsamningunum. Gert er ráð fyrir þeirri einföldu aðferð að hverri útgerð verði úthlutað nýtingarsamningum fyrir þeim veiðirétti sem þeir hafa nú. Dæmi: Skip hefur sem svarar 150 tonna kvóta. Það fengi 15 samninga upp á 10 tonn hvern, einn rynni út eftir 15 ár, einn eftir 14 ár o.s.frv. sá stysti eftir eitt ár. Þar með hefur forgangi skipsins til kvótaúthlutunar verið lokið og framvegis verður útgerðarmaðurinn að sækja sér viðbót á kvótaþingi ef hann ætlar að halda í horfinu eða bæta við sig. Það yrði útgerðarmanni skipsins líklega of erfitt að tapa fimmtánda hluta nýtingarsamninganna árlega og þess vegna er þörf á mótvægisaðgerðum. Einföld leið til að koma til móts við hann væri að hann fengi á aðlögunartímanum (15 árum) mikinn hluta þess andvirðis sem fæst fyrir heimildirnar á kvótaþingi við endurúthlutun þeirra í fyrsta sinn. Hann fengi þess vegna mest þegar stysta samningnum lýkur en ekki neitt þegar þeim lengsta lýkur. Verðið ræðst á kvótaþingi. Það að útgerðarmaðurinn fái ekki allt andvirðið á aðlögunartímanum er nauðsynlegt til að þeir sem eru núna í útgerð geti ekki sprengt upp verðið til að útiloka aðra. Með þessari leið er ekki verið að kaupa kvótann af útgerðinni. Miklu frekar ber að líta á hana sem tímabundið fyrirkomulag sem kemur í stað þeirrar úthlutunar kvótans sem nú gildir. En þessi aðferð gerir kleift að koma á stöðugu og þjálu úthlutunarkerfi strax sem stendur til framtíðar. Þessi aðferð fjármagnar sig sjálf og gott betur. Ef nýtingarsamningar verða leigðir út til 15 ára rennur í ríkissjóð andvirði þeirra ára sem veiðiheimildirnar ná til eftir 15 árin og auk þeirra 15% af verðinu sem fæst á kvótaþingi fyrir tímann fram að því. Með þessari aðferð er einföld leið opin til að koma meira til móts við „gömlu" útgerðirnar ef vilji er til sátta, það er að hafa tímann sem útgerðir hafa rétt til andvirðis upphafssamningana lengri en hér er sett fram. Eðlilegt er að fella núgildandi veiðigjald niður þar sem og þegar leiga fyrir nýtingarsamninga kemur í stað þess . Kostirnir við þessa aðferð er að framtíðarkerfið fer strax að virka, öllum langtíma veiðirétti hefur þá verið breytt í nýtingarsamninga og einn fimmtándi hluti þeirra fer á kvótaþing hvert ár. Einingarnar sem verða leigðar út geta verið hvaða stærð sem er. Aðferðin leysir endurnýjunarvandann sem annars myndast eftir 15 ár. Hún opnar klárlega fyrir nýliða inn í greinina, tryggir fullt jafnræði og getur rúmað verulegan sveigjanleika. Skynsamlegt væri að leyfa framsal slíkra nýtingarsamninga a.m.k. upphafssamninganna sem hér er fjallað um en einnig gætu útgerðir í stað þess haft innskilunarrétt á kvótaþing.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun