Tókst ekki að stöðva lestina í tæka tíð 23. febrúar 2012 00:30 Bjargað úr flakinu Slökkviliðsmenn bjarga særðum lestarfarþega úr flaki lestarinnar. 49 höfðu látist í gærkvöldi og yfir 600 látist. FRéttablaðið/AP Að minnsta kosti 49 létust og á sjöunda hundrað manna slösuðust í lestarslysi í gærmorgun í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu. Eitt barn er meðal hinna látnu. Lestin kom á of miklum hraða inn á lestarstöðina Once á háannatíma og lenti af miklum krafti á fyrirstöðu við enda lestarteinanna. Mestar skemmdir urðu á fremsta vagni lestarinnar, en þar hafði fjöldi farþega safnast saman til að komast sem fyrst út á stöðinni. Miklar skemmdir urðu einnig á fleiri vögnum. Rúður splundruðust og efri hluti sumra vagnanna klofnaði frá neðri hlutanum. Einn vagnanna þrýstist sex metra inn í næsta vagn á undan. „Fólk er ennþá innilokað, lifandi fólk og kannski hafa margir dáið," sagði J.P. Schiavi, samgönguráðherra Argentínu, við fréttamenn stuttu eftir að slysið varð. Lestarstjórinn var fluttur á sjúkrahús og ekki reyndist unnt að ræða við hann strax. Ekki er vitað hvað olli slysinu. „Eftir því sem við best vitum þá virkuðu bremsurnar vel á fyrri lestarstöðvum," sagði Ruben Sobrero, verkalýðsleiðtogi lestarstarfsmanna. Þetta er mannskæðasta lestarslys í Argentínu frá árinu 1970 þegar tvær lestir lentu saman á fullri ferð og 200 manns létust. Lestarkerfið í landinu þykir úr sér gengið og síðustu mánuði hafa mörg alvarleg slys átt sér stað. Í nóvember síðastliðnum ók lest á skólarútu með þeim afleiðinum að átta stúlkur létu lífið. - gb, þj Fréttir Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Að minnsta kosti 49 létust og á sjöunda hundrað manna slösuðust í lestarslysi í gærmorgun í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu. Eitt barn er meðal hinna látnu. Lestin kom á of miklum hraða inn á lestarstöðina Once á háannatíma og lenti af miklum krafti á fyrirstöðu við enda lestarteinanna. Mestar skemmdir urðu á fremsta vagni lestarinnar, en þar hafði fjöldi farþega safnast saman til að komast sem fyrst út á stöðinni. Miklar skemmdir urðu einnig á fleiri vögnum. Rúður splundruðust og efri hluti sumra vagnanna klofnaði frá neðri hlutanum. Einn vagnanna þrýstist sex metra inn í næsta vagn á undan. „Fólk er ennþá innilokað, lifandi fólk og kannski hafa margir dáið," sagði J.P. Schiavi, samgönguráðherra Argentínu, við fréttamenn stuttu eftir að slysið varð. Lestarstjórinn var fluttur á sjúkrahús og ekki reyndist unnt að ræða við hann strax. Ekki er vitað hvað olli slysinu. „Eftir því sem við best vitum þá virkuðu bremsurnar vel á fyrri lestarstöðvum," sagði Ruben Sobrero, verkalýðsleiðtogi lestarstarfsmanna. Þetta er mannskæðasta lestarslys í Argentínu frá árinu 1970 þegar tvær lestir lentu saman á fullri ferð og 200 manns létust. Lestarkerfið í landinu þykir úr sér gengið og síðustu mánuði hafa mörg alvarleg slys átt sér stað. Í nóvember síðastliðnum ók lest á skólarútu með þeim afleiðinum að átta stúlkur létu lífið. - gb, þj
Fréttir Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira