Förum í leikinn til þess að vinna Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 24. febrúar 2012 07:00 Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari ræðir hér við japanska blaðamenn í Osaka í gær. Mynd/KSÍ/Ómar Smárason Lars Lagerbäck stjórnar íslenska A-landsliðinu í fótbolta karla í fyrsta sinn í dag þegar Ísland mætir Japan í vináttulandsleik í Osaka. Leikurinn hefst kl. 10.20 og er hann í beinni sjónvarpsútsendingu á Stöð 2 sport. Sænski þjálfarinn fær tækifæri til þess að skoða á fjórða tug leikmanna á næstu dögum en markmiðin fyrir leikinn gegn Japan eru skýr. „Ég hef þær væntingar að við förum í leikinn til þess að vinna. Það er alltaf það mikilvægasta," sagði Lagerbäck í viðtali við Fréttablaðið í gær. „Við náðum þremur æfingum í Reykjavík og tveimur æfingum hér í Osaka. Það er ekki langur tími en við stefnum að því að taka skref fram á við í varnar- og sóknarleik liðsins. Japanska liðið er sterkt og við verðum bara að bíða og sjá hver útkoman verður. Til þess að sjá hvar við stöndum og þróa okkar leik verðum við að takast á við erfiða andstæðinga," segir Lagerbäck. Reynslulítill hópur í JapanÍsland mætir Svartfjallalandi í vináttuleik strax á miðvikudaginn í næstu viku og þar mætir Ísland til leiks með alveg nýtt lið. Lagerbäck segir að það sé mikill hugur í leikmönnum og allir vilji sýna sig og sanna. Lið Íslands gegn Japan er ekki reynslumikið. Gunnar Heiðar Þorvaldsson er leikjahæsti leikmaðurinn í liðinu að þessu sinni, með 22 leiki en þar á eftir kemur Gunnleifur Gunnleifsson markvörður með 21 leik. Þrír nýliðar eru í hópnum og aðeins sjö leikmenn í hópnum hafa leikið fleiri en tíu landsleiki. „Ég verð að hrósa leikmönnum liðsins fyrir þann áhuga og metnað sem þeir hafa sýnt að undanförnu. Allir leggja sig fram og metnaðurinn er mikill. Það hefur ekkert óvænt komið upp hér í Japan, leikmennirnir voru fljótir að jafna sig eftir langt ferðalag og stemningin er góð í hópnum. Það er mikið lagt á leikmennina og þetta er prófraun fyrir þá og þeir geta sýnt úr hverju þeir eru gerðir," segir Lagerbäck en Ísland mun mæta Frakklandi og Svíþjóð í vináttuleikjum í maí og Ungverjum í júní áður en riðlakeppni heimsmeistaramótsins hefst með leik gegn Noregi á Laugardalsvelli í september. Margir vilja sanna sig„Æfingarnar hérna hafa verið góðar og það eru margir sem vilja sanna sig í þessum leik. Við fáum tækifæri til þess að skoða rúmlega 30 leikmenn í þessari vináttuleikjalotu gegn Japan og Svartfjallalandi. Ég hef sagt það að allir eigi möguleika og það verður spennandi að sjá hvernig menn svara kallinu. Það eru 36 leikmenn sem voru valdir í þessi tvö verkefni. Þar fyrir utan eru nokkrir leikmenn sem gátu ekki komið af ýmsum ástæðum. Hópurinn er því stór og það er undir hverjum og einum komið að sýna hvað í honum býr," sagði Lars Lagerbäck. Íslenski boltinn Tengdar fréttir 22 ár síðan þjálfari byrjaði á útisigri Lars Lagerbäck getur í dag orðið fyrsti landsliðsþjálfari Íslands í rétt tæp 22 ár sem byrjar landsliðsþjálfaraferil sinn með sigri á útivelli. Það hefur ekki gerst síðan Ísland vann 2-1 sigur á Lúxemborg í fyrsta leik Svíans Bo Johansson 28. mars 1990. 24. febrúar 2012 06:00 Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira
Lars Lagerbäck stjórnar íslenska A-landsliðinu í fótbolta karla í fyrsta sinn í dag þegar Ísland mætir Japan í vináttulandsleik í Osaka. Leikurinn hefst kl. 10.20 og er hann í beinni sjónvarpsútsendingu á Stöð 2 sport. Sænski þjálfarinn fær tækifæri til þess að skoða á fjórða tug leikmanna á næstu dögum en markmiðin fyrir leikinn gegn Japan eru skýr. „Ég hef þær væntingar að við förum í leikinn til þess að vinna. Það er alltaf það mikilvægasta," sagði Lagerbäck í viðtali við Fréttablaðið í gær. „Við náðum þremur æfingum í Reykjavík og tveimur æfingum hér í Osaka. Það er ekki langur tími en við stefnum að því að taka skref fram á við í varnar- og sóknarleik liðsins. Japanska liðið er sterkt og við verðum bara að bíða og sjá hver útkoman verður. Til þess að sjá hvar við stöndum og þróa okkar leik verðum við að takast á við erfiða andstæðinga," segir Lagerbäck. Reynslulítill hópur í JapanÍsland mætir Svartfjallalandi í vináttuleik strax á miðvikudaginn í næstu viku og þar mætir Ísland til leiks með alveg nýtt lið. Lagerbäck segir að það sé mikill hugur í leikmönnum og allir vilji sýna sig og sanna. Lið Íslands gegn Japan er ekki reynslumikið. Gunnar Heiðar Þorvaldsson er leikjahæsti leikmaðurinn í liðinu að þessu sinni, með 22 leiki en þar á eftir kemur Gunnleifur Gunnleifsson markvörður með 21 leik. Þrír nýliðar eru í hópnum og aðeins sjö leikmenn í hópnum hafa leikið fleiri en tíu landsleiki. „Ég verð að hrósa leikmönnum liðsins fyrir þann áhuga og metnað sem þeir hafa sýnt að undanförnu. Allir leggja sig fram og metnaðurinn er mikill. Það hefur ekkert óvænt komið upp hér í Japan, leikmennirnir voru fljótir að jafna sig eftir langt ferðalag og stemningin er góð í hópnum. Það er mikið lagt á leikmennina og þetta er prófraun fyrir þá og þeir geta sýnt úr hverju þeir eru gerðir," segir Lagerbäck en Ísland mun mæta Frakklandi og Svíþjóð í vináttuleikjum í maí og Ungverjum í júní áður en riðlakeppni heimsmeistaramótsins hefst með leik gegn Noregi á Laugardalsvelli í september. Margir vilja sanna sig„Æfingarnar hérna hafa verið góðar og það eru margir sem vilja sanna sig í þessum leik. Við fáum tækifæri til þess að skoða rúmlega 30 leikmenn í þessari vináttuleikjalotu gegn Japan og Svartfjallalandi. Ég hef sagt það að allir eigi möguleika og það verður spennandi að sjá hvernig menn svara kallinu. Það eru 36 leikmenn sem voru valdir í þessi tvö verkefni. Þar fyrir utan eru nokkrir leikmenn sem gátu ekki komið af ýmsum ástæðum. Hópurinn er því stór og það er undir hverjum og einum komið að sýna hvað í honum býr," sagði Lars Lagerbäck.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir 22 ár síðan þjálfari byrjaði á útisigri Lars Lagerbäck getur í dag orðið fyrsti landsliðsþjálfari Íslands í rétt tæp 22 ár sem byrjar landsliðsþjálfaraferil sinn með sigri á útivelli. Það hefur ekki gerst síðan Ísland vann 2-1 sigur á Lúxemborg í fyrsta leik Svíans Bo Johansson 28. mars 1990. 24. febrúar 2012 06:00 Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira
22 ár síðan þjálfari byrjaði á útisigri Lars Lagerbäck getur í dag orðið fyrsti landsliðsþjálfari Íslands í rétt tæp 22 ár sem byrjar landsliðsþjálfaraferil sinn með sigri á útivelli. Það hefur ekki gerst síðan Ísland vann 2-1 sigur á Lúxemborg í fyrsta leik Svíans Bo Johansson 28. mars 1990. 24. febrúar 2012 06:00