Fleiri mál vofa yfir Kaupþingsmönnum - fréttaskýring 24. febrúar 2012 06:00 KB banki Hreiðar Már Sigurðsson Eiga fleiri dómsmál á hendur fyrrverandi stjórnendum Kaupþings eftir að líta dagsins ljós? Þrátt fyrir að sérstakur saksóknari hafi gefið út ákæru í máli sem kennt er við katarska sjeikinn Al Thani þýðir það ekki að fyrrverandi stjórnendur í Kaupþingi séu komnir fyrir vind í öðrum málum sem hafa verið til rannsóknar hjá embættinu. Rannsókn allnokkurra mála sem tengjast Kaupþingi er enn í fullum gangi hjá embættinu, að sögn Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, og gæti leitt til útgáfu ákæra. Ákæran í Al Thani-málinu er sú fyrsta sem tengist Kaupþingi. Þar eru Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, Magnús Guðmundsson, sem var forstjóri bankans í Lúxemborg, og Ólafur Ólafsson, stærsti eigandi bankans, ákærðir fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun vegna 26 milljarða króna lánveitinga í september 2008. Keyptu þriðjung allra eigin bréfaEn það er bara eitt mál af mörgum. Af hinum ber fyrst að nefna grun um umfangsmikil kaup deildar eigin viðskipta Kaupþings í bankanum sjálfum, sem saksóknari rannsakar sem markaðsmisnotkun. Yfirstjórnendur bankans eru taldir hafa skipulagt kaupin til að halda uppi gengi bréfa í bankanum. Árin 2005 til 2008 keypti bankinn sjálfur 29 prósent af öllu útgefnu hlutafé í sjálfum sér. Taldir hafa bjargað eigin skinniSaksóknari hefur einnig lagt talsverða áherslu á rannsókn máls sem kennt hefur verið við eignarhaldsfélagið Lindsor Holdings Corporation á Tortóla. Það félag fékk 27,4 milljarða króna lán frá Kaupþingi 6. október 2008, daginn sem neyðarlögin voru sett, sem var notað til að kaupa skuldabréf sem voru að hrapa í verði af Kaupþingi í Lúxemborg, starfsmönnum bankans og félagi í eigu Skúla Þorvaldssonar, eins stærsta skuldara Kaupþingssamstæðunnar. Inn í það mál fléttast þrettán milljarða króna millifærsla inn á reikning félagsins Marple Holdings S.A., sem var í eigu Skúla. Skjöl vegna þessara viðskipta eru talin hafa verið fölsuð eftir bankahrun. Lánuðu vildarkúnnum tugmilljarðaKaupþing lánaði jafnframt félögum í eigu áðurnefnds Skúla, Egils Ágústssonar, sem kenndur er við félagið Íslensk-ameríska, og breska kaupsýslumannsins Kevins Stanford, háar fjárhæðir til að kaupa bréf í bankanum. Þetta er talið varða við lagaákvæði um bæði umboðssvik og markaðsmisnotkun. Að síðustu eru til rannsóknar risavaxin lán, samtals að andvirði tæplega 82 milljarðar króna, til félaga að mestu í eigu þessara sömu þriggja manna, Skúla, Egils og Stanfords, til að kaupa skuldatryggingar á Kaupþing til að lækka skuldatryggingarálagið og mæta veðköllum frá Deutsche Bank. Þessu til viðbótar lágu enn fleiri mál í stærri kantinum tengd Kaupþingi til grundvallar húsleitum hjá Kaupþingi í Lúxemborg fyrir tæpu ári. Upplýsingar um þau hafa ekki enn orðið opinberar. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Kaupa Gompute Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Sjá meira
Eiga fleiri dómsmál á hendur fyrrverandi stjórnendum Kaupþings eftir að líta dagsins ljós? Þrátt fyrir að sérstakur saksóknari hafi gefið út ákæru í máli sem kennt er við katarska sjeikinn Al Thani þýðir það ekki að fyrrverandi stjórnendur í Kaupþingi séu komnir fyrir vind í öðrum málum sem hafa verið til rannsóknar hjá embættinu. Rannsókn allnokkurra mála sem tengjast Kaupþingi er enn í fullum gangi hjá embættinu, að sögn Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, og gæti leitt til útgáfu ákæra. Ákæran í Al Thani-málinu er sú fyrsta sem tengist Kaupþingi. Þar eru Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, Magnús Guðmundsson, sem var forstjóri bankans í Lúxemborg, og Ólafur Ólafsson, stærsti eigandi bankans, ákærðir fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun vegna 26 milljarða króna lánveitinga í september 2008. Keyptu þriðjung allra eigin bréfaEn það er bara eitt mál af mörgum. Af hinum ber fyrst að nefna grun um umfangsmikil kaup deildar eigin viðskipta Kaupþings í bankanum sjálfum, sem saksóknari rannsakar sem markaðsmisnotkun. Yfirstjórnendur bankans eru taldir hafa skipulagt kaupin til að halda uppi gengi bréfa í bankanum. Árin 2005 til 2008 keypti bankinn sjálfur 29 prósent af öllu útgefnu hlutafé í sjálfum sér. Taldir hafa bjargað eigin skinniSaksóknari hefur einnig lagt talsverða áherslu á rannsókn máls sem kennt hefur verið við eignarhaldsfélagið Lindsor Holdings Corporation á Tortóla. Það félag fékk 27,4 milljarða króna lán frá Kaupþingi 6. október 2008, daginn sem neyðarlögin voru sett, sem var notað til að kaupa skuldabréf sem voru að hrapa í verði af Kaupþingi í Lúxemborg, starfsmönnum bankans og félagi í eigu Skúla Þorvaldssonar, eins stærsta skuldara Kaupþingssamstæðunnar. Inn í það mál fléttast þrettán milljarða króna millifærsla inn á reikning félagsins Marple Holdings S.A., sem var í eigu Skúla. Skjöl vegna þessara viðskipta eru talin hafa verið fölsuð eftir bankahrun. Lánuðu vildarkúnnum tugmilljarðaKaupþing lánaði jafnframt félögum í eigu áðurnefnds Skúla, Egils Ágústssonar, sem kenndur er við félagið Íslensk-ameríska, og breska kaupsýslumannsins Kevins Stanford, háar fjárhæðir til að kaupa bréf í bankanum. Þetta er talið varða við lagaákvæði um bæði umboðssvik og markaðsmisnotkun. Að síðustu eru til rannsóknar risavaxin lán, samtals að andvirði tæplega 82 milljarðar króna, til félaga að mestu í eigu þessara sömu þriggja manna, Skúla, Egils og Stanfords, til að kaupa skuldatryggingar á Kaupþing til að lækka skuldatryggingarálagið og mæta veðköllum frá Deutsche Bank. Þessu til viðbótar lágu enn fleiri mál í stærri kantinum tengd Kaupþingi til grundvallar húsleitum hjá Kaupþingi í Lúxemborg fyrir tæpu ári. Upplýsingar um þau hafa ekki enn orðið opinberar. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Kaupa Gompute Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Sjá meira
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent