Verulegur ábati er af flugstarfsemi 24. febrúar 2012 05:30 Á morgunverðarfundi Sérfræðingur IATA, Alþjóðasamtaka flugfélaga, kynnti í gær nýja skýrslu Oxford Economics um áhrif flugstarfsemi á efnahagslífið. Fréttablaðið/GVA Flugrekstur leiðir af sér verulegan þjóðhagslegan ábata fyrir efnahag Íslands og íslenska borgara, auk þess sem sumir þættir flugrekstrarins eru þess eðlis að ekkert getur komið í þeirra stað og þeir eru algerlega ómissandi fyrir nútímahagkerfi. Þetta er meginniðurstaða nýrrar landsskýrslu Oxford Economics um efnahagslegan ábata af flugrekstri á Íslandi. Skýrslan var kynnt á fundi á Hótel Nordica í gærmorgun, þar sem sérfræðingur Alþjóðasamtaka flugfélaga (IATA) fór yfir efni hennar. Meðal helstu niðurstaðna eru að hér á landi séu flugsamgöngur bæði betri og mikilvægari en í öðrum löndum og að flugsamgöngur hér væru betri en í ríflega 50 samanburðarlöndum. Þá væri efnahagslegt mikilvægi greinarinnar mun meira hér en á hinum Norðurlöndunum. Bent er á að efnahagslegur ábati sem leiðir af greininni felist í fleiri þáttum en þeim sem sjónum er venjulega beint að, sem eru þjóðhagsleg heildaráhrif sem metin eru út frá framlagi til vergrar landsframleiðslu, skatttekjum og fjölda starfa í greininni og aðfangakeðju hennar. „Aðalábatans nýtur viðskiptavinurinn, farþeginn eða farmsendandinn sem notar flugið." Þá eru tengingar milli borga og markaða sagðar fela í sér verðmætt samgöngukerfi, sem skapi ábata með því að greiða fyrir beinni erlendri fjárfestingu, starfsemi fyrirtækjaklasa, sérhæfingu og öðrum afleiddum áhrifum á framleiðslugetu hagkerfa. Bent er á að flugreksturinn skili 102,2 milljörðum króna, eða 6,6 prósentum, til vergrar landsframleiðslu. Þá standi hann undir 9.200 störfum, auk þess sem 11.400 manns starfi við afleidd störf í ferðaþjónustu. „Alls ferðaðist 2,1 milljón farþega árið 2010 til og frá Íslandi og 35.000 tonn af verðmætri flugfrakt voru flutt sömu leið. Árlega eru farnar 14.400 alþjóðlegar áætlunarferðir frá Íslandi til 56 flugvalla í 18 löndum. Sætaframboð í innanlandsflugi nemur meira en 547.000 sætum í 11.000 flugferðum til 5 flugvalla," að því er fram kemur í skýrslu Oxford Economics. Þá er flug sagt skipta sköpum í dreifingu varnings. „Þótt flutningur með flugfrakt nemi einungis 0,5 prósentum af heildarflutningi varnings í alþjóðaviðskiptum í tonnum talið nemur hann um 34,6 prósentum af heildinni að verðmæti." olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Flugrekstur leiðir af sér verulegan þjóðhagslegan ábata fyrir efnahag Íslands og íslenska borgara, auk þess sem sumir þættir flugrekstrarins eru þess eðlis að ekkert getur komið í þeirra stað og þeir eru algerlega ómissandi fyrir nútímahagkerfi. Þetta er meginniðurstaða nýrrar landsskýrslu Oxford Economics um efnahagslegan ábata af flugrekstri á Íslandi. Skýrslan var kynnt á fundi á Hótel Nordica í gærmorgun, þar sem sérfræðingur Alþjóðasamtaka flugfélaga (IATA) fór yfir efni hennar. Meðal helstu niðurstaðna eru að hér á landi séu flugsamgöngur bæði betri og mikilvægari en í öðrum löndum og að flugsamgöngur hér væru betri en í ríflega 50 samanburðarlöndum. Þá væri efnahagslegt mikilvægi greinarinnar mun meira hér en á hinum Norðurlöndunum. Bent er á að efnahagslegur ábati sem leiðir af greininni felist í fleiri þáttum en þeim sem sjónum er venjulega beint að, sem eru þjóðhagsleg heildaráhrif sem metin eru út frá framlagi til vergrar landsframleiðslu, skatttekjum og fjölda starfa í greininni og aðfangakeðju hennar. „Aðalábatans nýtur viðskiptavinurinn, farþeginn eða farmsendandinn sem notar flugið." Þá eru tengingar milli borga og markaða sagðar fela í sér verðmætt samgöngukerfi, sem skapi ábata með því að greiða fyrir beinni erlendri fjárfestingu, starfsemi fyrirtækjaklasa, sérhæfingu og öðrum afleiddum áhrifum á framleiðslugetu hagkerfa. Bent er á að flugreksturinn skili 102,2 milljörðum króna, eða 6,6 prósentum, til vergrar landsframleiðslu. Þá standi hann undir 9.200 störfum, auk þess sem 11.400 manns starfi við afleidd störf í ferðaþjónustu. „Alls ferðaðist 2,1 milljón farþega árið 2010 til og frá Íslandi og 35.000 tonn af verðmætri flugfrakt voru flutt sömu leið. Árlega eru farnar 14.400 alþjóðlegar áætlunarferðir frá Íslandi til 56 flugvalla í 18 löndum. Sætaframboð í innanlandsflugi nemur meira en 547.000 sætum í 11.000 flugferðum til 5 flugvalla," að því er fram kemur í skýrslu Oxford Economics. Þá er flug sagt skipta sköpum í dreifingu varnings. „Þótt flutningur með flugfrakt nemi einungis 0,5 prósentum af heildarflutningi varnings í alþjóðaviðskiptum í tonnum talið nemur hann um 34,6 prósentum af heildinni að verðmæti." olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira