WOW air hefur gengið frá ráðningum á flugfreyjum og flugþjónum, en umsóknarfrestur vegna starfa flugstjóra og flugmanna rennur út um næstu mánaðamót.
Fyrirtækið undirbýr nú áætlunarflug sumarsins og hefur til afnota tvær Airbus A320 farþegaþotur. Önnur er merkt WOW Force One með fjólubláum stöfum. „Við erum nýtt og ferskt fyrirtæki og leggjum áherslu á að farþegum okkar finnist gaman að fljúga með okkur. Sem leið að því markmiði verða merkingar á vélum okkar skemmtilegar og athyglisverðar," er haft eftir Guðmundi Arnari Guðmundssyni, markaðsstjóra félagsins, í tilkynningu þess.- óká

