Bístró-veitingastaðir njóta vaxandi vinsælda 1. mars 2012 20:00 Steinn Óskar Sigurðsson, matreiðslumeistari, segir enga tilviljun ráða því að bístró veitingastaðir njóta vinsælda um þessar mundir. fréttablaðið/gva Bístró veitingastaðir hafa lengi notið vinsælda í stórborgum eins og London, New York og París og hafa vinsældirnar nú náð hingað til lands. Veitingastaðurinn Snaps var opnaður fyrir stuttu og innan skamms bætist Silfurtunglið í stækkandi hóp bístró veitingastaða. „Þetta er engin tilviljun heldur bundið tíðarandanum. Svokallaðir „fine dining" staðir eru á undanhaldi og landinn sækist nú frekar eftir ódýrari stöðum sem bjóða upp á létta rétti og meiri stemningu. Samfélagið stýrir þessu," útskýrir Steinn Óskar Sigurðsson, yfirmatreiðslumaður og rekstrarstjóri Silfurtunglsins, þegar hann er spurður út í þessa þróun. Fréttablaðið greindi nýverið frá opnun veitingastaðarins Snaps á Óðinstorgi þar sem áður var Brauðbær. Þar verður meðal annars boðið upp á snafsa, smurbrauð og klassískan bistrómat. Áður mátti finna bístró veitingastaðina Geysi og Nauthól og því augljóst að bístrómatur falli Íslendingum í skap. Veitinga- og skemmtistaðurinn Silfurtunglið var starfrækur frá 1955 til 1975 á efri hæð leikhússins Austurbæjar og hyggst Steinn Óskar endurvekja staðinn en á sinn sérstaka hátt. „Matseðillinn verðu fjölbreyttur og við munum blanda saman mörgum ólíkum stílum. Ég ætla meðal annars bjóða upp á gamla klassíska rétti af gömlum matseðli Silfurtunglsins í bland við góða kjöt- og fiskrétti í nýnorrænum stíl og skyndibita sem ég mun framreiða á minn persónulega hátt." Steinn Óskar leggur mikið upp úr því að halda í þá stemningu er ríkti á gamla Silfurtunglinu. „Það er mikil sál í húsinu og við höfum lagt mikla vinnu í að hafa uppi á gömlum matseðlum, myndum og öðru efni sem tengist staðnum og ætlum meðal annars að bjóða upp á kokteila sem bornir voru fram á gamla Silfurtunglinu," segir Steinn Óskar sem kveðst sækja innblástur til bístró veitingastaða í London, New York og Kaupmannahöfn þar sem slíkir veitingastaðir hafa lengi notið vinsælda. Silfurtunglið mun opna í Austurbæ í lok mars. sara@frettabladid.is Matur Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Laufey á landinu Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Bístró veitingastaðir hafa lengi notið vinsælda í stórborgum eins og London, New York og París og hafa vinsældirnar nú náð hingað til lands. Veitingastaðurinn Snaps var opnaður fyrir stuttu og innan skamms bætist Silfurtunglið í stækkandi hóp bístró veitingastaða. „Þetta er engin tilviljun heldur bundið tíðarandanum. Svokallaðir „fine dining" staðir eru á undanhaldi og landinn sækist nú frekar eftir ódýrari stöðum sem bjóða upp á létta rétti og meiri stemningu. Samfélagið stýrir þessu," útskýrir Steinn Óskar Sigurðsson, yfirmatreiðslumaður og rekstrarstjóri Silfurtunglsins, þegar hann er spurður út í þessa þróun. Fréttablaðið greindi nýverið frá opnun veitingastaðarins Snaps á Óðinstorgi þar sem áður var Brauðbær. Þar verður meðal annars boðið upp á snafsa, smurbrauð og klassískan bistrómat. Áður mátti finna bístró veitingastaðina Geysi og Nauthól og því augljóst að bístrómatur falli Íslendingum í skap. Veitinga- og skemmtistaðurinn Silfurtunglið var starfrækur frá 1955 til 1975 á efri hæð leikhússins Austurbæjar og hyggst Steinn Óskar endurvekja staðinn en á sinn sérstaka hátt. „Matseðillinn verðu fjölbreyttur og við munum blanda saman mörgum ólíkum stílum. Ég ætla meðal annars bjóða upp á gamla klassíska rétti af gömlum matseðli Silfurtunglsins í bland við góða kjöt- og fiskrétti í nýnorrænum stíl og skyndibita sem ég mun framreiða á minn persónulega hátt." Steinn Óskar leggur mikið upp úr því að halda í þá stemningu er ríkti á gamla Silfurtunglinu. „Það er mikil sál í húsinu og við höfum lagt mikla vinnu í að hafa uppi á gömlum matseðlum, myndum og öðru efni sem tengist staðnum og ætlum meðal annars að bjóða upp á kokteila sem bornir voru fram á gamla Silfurtunglinu," segir Steinn Óskar sem kveðst sækja innblástur til bístró veitingastaða í London, New York og Kaupmannahöfn þar sem slíkir veitingastaðir hafa lengi notið vinsælda. Silfurtunglið mun opna í Austurbæ í lok mars. sara@frettabladid.is
Matur Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Laufey á landinu Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira