Ljúft og fagurt þjóðlagapopp Trausti Júlíusson skrifar 1. mars 2012 11:30 Tónlist. Hvað ef himininn brotnar. Blágresi. Hvað ef himininn brotnar er fyrsta plata Blágresis, sem er tríó skipað söngkonunni Tinnu Marínu Jónsdóttur, Daníel Auðunssyni gítarleikara og söngvara og Leifi Björnssyni sem spilar á gítar og hljómborð og syngur. Platan hefur að geyma tíu ný lög við texta Einars Más Guðmundssonar rithöfundar. Auk meðlimanna þriggja spila á plötunni nokkrir gestir, Bassi Ólafsson slagverksleikari, Óttar Sæmundsson bassaleikari, Unnur Birna Björnsdóttir fiðluleikari og Pétur Hallgrímsson sem spilar á stálgítar og banjó. Tónlist Blágresis er ljúft þjóðlagapopp. Tinna Marína hefur mjög bjarta og fallega söngrödd sem nýtur sín vel í þessari tónlist, bæði þegar hún syngur ein og þegar hún raddar með strákunum. Platan er mjög vel unnin, hljómurinn er góður og útsetningarnar eru smekklegar, fiðlan kemur t.d. mjög vel út. Textar Einars Más eru ágætir, ástin er fyrirferðamesta viðfangsefnið, en fleiri koma við sögu. Lagasmíðarnar eru yfir það heila góðar og nóg af grípandi lögum sem gætu náð vinsældum. Ég nefni sem dæmi kreppulagið Alltaf sama sagan, hið fallega Vekjum heiminn og lokalagið Þessar blóðrauðu varir. Þetta er ágætis plata. Hún brýtur ekki blað tónlistarlega en lög og textar eru vel úr garði gerð og flutningurinn er góður. Niðurstaða: Vel unnin og sæt þjóðlagapoppplata. Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Tónlist. Hvað ef himininn brotnar. Blágresi. Hvað ef himininn brotnar er fyrsta plata Blágresis, sem er tríó skipað söngkonunni Tinnu Marínu Jónsdóttur, Daníel Auðunssyni gítarleikara og söngvara og Leifi Björnssyni sem spilar á gítar og hljómborð og syngur. Platan hefur að geyma tíu ný lög við texta Einars Más Guðmundssonar rithöfundar. Auk meðlimanna þriggja spila á plötunni nokkrir gestir, Bassi Ólafsson slagverksleikari, Óttar Sæmundsson bassaleikari, Unnur Birna Björnsdóttir fiðluleikari og Pétur Hallgrímsson sem spilar á stálgítar og banjó. Tónlist Blágresis er ljúft þjóðlagapopp. Tinna Marína hefur mjög bjarta og fallega söngrödd sem nýtur sín vel í þessari tónlist, bæði þegar hún syngur ein og þegar hún raddar með strákunum. Platan er mjög vel unnin, hljómurinn er góður og útsetningarnar eru smekklegar, fiðlan kemur t.d. mjög vel út. Textar Einars Más eru ágætir, ástin er fyrirferðamesta viðfangsefnið, en fleiri koma við sögu. Lagasmíðarnar eru yfir það heila góðar og nóg af grípandi lögum sem gætu náð vinsældum. Ég nefni sem dæmi kreppulagið Alltaf sama sagan, hið fallega Vekjum heiminn og lokalagið Þessar blóðrauðu varir. Þetta er ágætis plata. Hún brýtur ekki blað tónlistarlega en lög og textar eru vel úr garði gerð og flutningurinn er góður. Niðurstaða: Vel unnin og sæt þjóðlagapoppplata.
Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira