Gunnar Nelson: Nýt mín ekki í hringnum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. mars 2012 08:00 Andstæðingar Gunnars eiga sér sjaldan umkomuleið þegar hann er búinn að ná þeim niður í búrinu. Það fékk Butenko að reyna fyrir viku.mynd/páll bergmann „Það er ekki það skemmtilegasta við þetta sport að vera í hringnum. Ég get ekki sagt að ég njóti mín eitthvað sérstaklega þar," sagði bardagakappinn Gunnar Nelson sem var í ítarlegu viðtali í íþróttaþættinum á X-inu 977 í gær. Í viðtalinu fór Gunnar yfir víðan völl og viðurkenndi meðal annars að hann nyti sín ekki í hringnum. Gunnar hefur unnið níu bardaga í röð í blönduðum bardagaíþróttum eftir að hafa gert jafntefli í sínum fyrsta. „Ég hef mikla trú á sjálfum mér og hef æft með mörgum þeim bestu í heiminum. Ég hef því reynslu hvað það varðar," sagði Gunnar en hann vildi ekki leggja mat á það hvar hann væri staddur á meðal þeirra bestu í heiminum. Gunnar var einnig spurður út í hvort það væri eitthvað líkt með blönduðum bardagaíþróttum og hnefaleikum að því leyti að menn veldu sér andstæðinga. „Það er eflaust allur gangur á því. Það þarf að vera verðugur andstæðingur en það getur verið erfitt að velja. Hvað getur maður sagt um hver sé verðugur og hver ekki? Mér hefur fundist erfitt að velja mér andstæðing. Ef það er einhver sem hefur svipaða reynslu og gert það gott og talinn almennt sterkur verður það að nægja mér. Ég hef verið að mæta mönnum sem hafa aldrei tapað og unnið fleiri bardaga en ég." Gunnar keppti í sínum fyrsta bardaga um síðustu helgi eftir 17 mánaða hlé. Honum líkar betur að æfa en að keppa. „Ég æfi svona 3-4 tíma á dag eiginlega alla daga. Öll æfing er reynsla og lærdómur," sagði Gunnar en hann hefur líka vakið athygli fyrir að æfa á skýlunni einni fata. „Ég byrjaði að prófa það. Fannst það mjög þægilegt og svo er ég vanafastur. Ég er samt líka í stuttbuxum stundum. Mér finnst samt best að vera í skýlunni." Undirbúningur Gunnars fyrir keppni er ekki óhefðbundinn á neinn hátt en hann notar samt ekki tónlist né er hann hjátrúarfullur. „Ég er ekki með neina tónlist í gangi. Byrja að hita mig upp 40 mínútum fyrir bardaga. Þá liðkar maður sig og byrjar að finna flæðið. Svo fæ ég einn á móti mér og við tuskumst aðeins til. Svo fimm mínútum fyrir bardaga þá byrja ég að slaka á." Blandaðar bardagaíþróttir eða MMA er mjög gróft sport þar sem ansi margt er leyft. Mörgum finnst að Gunnar sé stundum of drenglyndur í hringnum og nýti ekki alla þá möguleika sem hann hefur til þess að meiða andstæðinginn og draga þar með úr honum mátt. „Sportið gengur ekki út á að meiða mikið. Hver velur sinn tilgang þarna eins og í lífinu. Ef tilgangurinn er að meiða er það ekki jákvætt. Minn tilgangur er að ég hef áhuga á að læra að verja sjálfan mig. Þar held ég að áhuginn spretti fyrst upp. Það er sjálfsvarnaráhugi. Auðvitað vita báðir einstaklingarnir í hringnum að þeir geta meitt sig og þetta getur verið sárt. Auðvitað er þetta „brútal" sport en við erum að læra að verjast." Gunnar hefur einnig verið að keppa í brasilísku jiu jitsu og hann er ekki hættur þar. „Ég á pottþétt eftir að keppa á Abu Dhabi-mótinu aftur. Það var mjög skemmtileg keppni. Hún verður vonandi í Japan næst því mig hefur alltaf langað að fara til Asíu," sagði Gunnar sem hefur einnig keppt í júdó. „Mér finnst júdóið mjög skemmtilegt. Það er gaman að mæta júdómönnum því þeir hafa öðruvísi orku og tækni. Ég hef tapað þar og hef oft tapað," sagði Gunnar léttur en hann hefur ekki spáð í því að taka þátt í Íslandsglímunni. Innlendar Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Í beinni: Grótta - Haukar | Tvö lið í basli FH-ingar í fínum gír án Arons Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Sjá meira
„Það er ekki það skemmtilegasta við þetta sport að vera í hringnum. Ég get ekki sagt að ég njóti mín eitthvað sérstaklega þar," sagði bardagakappinn Gunnar Nelson sem var í ítarlegu viðtali í íþróttaþættinum á X-inu 977 í gær. Í viðtalinu fór Gunnar yfir víðan völl og viðurkenndi meðal annars að hann nyti sín ekki í hringnum. Gunnar hefur unnið níu bardaga í röð í blönduðum bardagaíþróttum eftir að hafa gert jafntefli í sínum fyrsta. „Ég hef mikla trú á sjálfum mér og hef æft með mörgum þeim bestu í heiminum. Ég hef því reynslu hvað það varðar," sagði Gunnar en hann vildi ekki leggja mat á það hvar hann væri staddur á meðal þeirra bestu í heiminum. Gunnar var einnig spurður út í hvort það væri eitthvað líkt með blönduðum bardagaíþróttum og hnefaleikum að því leyti að menn veldu sér andstæðinga. „Það er eflaust allur gangur á því. Það þarf að vera verðugur andstæðingur en það getur verið erfitt að velja. Hvað getur maður sagt um hver sé verðugur og hver ekki? Mér hefur fundist erfitt að velja mér andstæðing. Ef það er einhver sem hefur svipaða reynslu og gert það gott og talinn almennt sterkur verður það að nægja mér. Ég hef verið að mæta mönnum sem hafa aldrei tapað og unnið fleiri bardaga en ég." Gunnar keppti í sínum fyrsta bardaga um síðustu helgi eftir 17 mánaða hlé. Honum líkar betur að æfa en að keppa. „Ég æfi svona 3-4 tíma á dag eiginlega alla daga. Öll æfing er reynsla og lærdómur," sagði Gunnar en hann hefur líka vakið athygli fyrir að æfa á skýlunni einni fata. „Ég byrjaði að prófa það. Fannst það mjög þægilegt og svo er ég vanafastur. Ég er samt líka í stuttbuxum stundum. Mér finnst samt best að vera í skýlunni." Undirbúningur Gunnars fyrir keppni er ekki óhefðbundinn á neinn hátt en hann notar samt ekki tónlist né er hann hjátrúarfullur. „Ég er ekki með neina tónlist í gangi. Byrja að hita mig upp 40 mínútum fyrir bardaga. Þá liðkar maður sig og byrjar að finna flæðið. Svo fæ ég einn á móti mér og við tuskumst aðeins til. Svo fimm mínútum fyrir bardaga þá byrja ég að slaka á." Blandaðar bardagaíþróttir eða MMA er mjög gróft sport þar sem ansi margt er leyft. Mörgum finnst að Gunnar sé stundum of drenglyndur í hringnum og nýti ekki alla þá möguleika sem hann hefur til þess að meiða andstæðinginn og draga þar með úr honum mátt. „Sportið gengur ekki út á að meiða mikið. Hver velur sinn tilgang þarna eins og í lífinu. Ef tilgangurinn er að meiða er það ekki jákvætt. Minn tilgangur er að ég hef áhuga á að læra að verja sjálfan mig. Þar held ég að áhuginn spretti fyrst upp. Það er sjálfsvarnaráhugi. Auðvitað vita báðir einstaklingarnir í hringnum að þeir geta meitt sig og þetta getur verið sárt. Auðvitað er þetta „brútal" sport en við erum að læra að verjast." Gunnar hefur einnig verið að keppa í brasilísku jiu jitsu og hann er ekki hættur þar. „Ég á pottþétt eftir að keppa á Abu Dhabi-mótinu aftur. Það var mjög skemmtileg keppni. Hún verður vonandi í Japan næst því mig hefur alltaf langað að fara til Asíu," sagði Gunnar sem hefur einnig keppt í júdó. „Mér finnst júdóið mjög skemmtilegt. Það er gaman að mæta júdómönnum því þeir hafa öðruvísi orku og tækni. Ég hef tapað þar og hef oft tapað," sagði Gunnar léttur en hann hefur ekki spáð í því að taka þátt í Íslandsglímunni.
Innlendar Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Í beinni: Grótta - Haukar | Tvö lið í basli FH-ingar í fínum gír án Arons Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Sjá meira