Hrikalegasta illmenni íslenskrar kvikmyndasögu 3. mars 2012 08:45 Damon Younger stendur sig stórkostlega sem illmennið Brúnó í kvikmyndinni Svartur á leik sem var frumsýnd í vikunni. fréttablaðið/anton „Þetta er bara vinna. Þetta er ekkert flókið," segir leikarinn Damon Younger. Frammistaða Damons í glæpamyndinni Svartur á leik hefur vakið mikla athygli. Brúnó, persóna hans, þykir vera eitt hrikalegasta illmenni sem sést hefur í íslenskri kvikmynd og hann þykir standa sig stórkostlega í hlutverkinu. Spurður hvernig hann undirbjó sig fyrir hlutverkið segir Damon málið einfalt. „Maður þarf bara að fara út að æfa sig. Þegar maður er að undirbúa hlutverk er maður ekki vinsælasti maðurinn í bænum. Ég á þrjá góða vini sem styðja mig í þessu og sitja með mér fram á nótt þegar ég er að æfa mig. Svo biðja þeir mig um að hætta þegar þetta er komið of langt," segir hann. „Ég er klassískt menntaður leikari þannig að þetta er allt mjög skipulagt sem ég er að gera. Þetta er eins og fótbolti, þú getur rétt ímyndað þér, menn æfa og æfa og æfa og æfa. Svo er leikurinn bara 90 mínútur." Damon fékk hjálp úr ýmsum áttum þegar hann undirbjó hlutverkið, meðal annars frá lögreglunni og mönnum úr undirheimum Reykjavíkur. „Sérsveitarmenn komu og töluðu við mig og aðstoðuðu mig mikið. Svo þekki ég mann sem þekkir mann og hitti nokkra atvinnukrimma og fékk að fylgjast með þeim," segir hann. Leikarinn Jóhannes Haukur tók sjálfan sig í gegn fyrir hlutverk sitt í myndinni, missti hátt í 20 kíló og styrkti sig mikið. Damon virðist einnig vera vel á sig kominn í myndinni, en hann beitti öðrum aðferðum. „Ég keypti ketilbjöllu eftir að ég sá mynd af Gunnari Nelson. Hann lemur alla, skilurðu? Skiptir engu máli hvernig þeir líta út og hvað þeir eru stórir." Damon er íslenskur og heitir í raun Ásgeir. Hann lærði leiklist í London og vill ekki ræða nafnabreytinguna. Spurður út í viðbrögðin við frammistöðu sinni í myndinni segist hann hreinlega fara hjá sér. „Þetta er búið að vera alveg fáránlegt. Ég er mjög þakklátur fyrir það. Alltaf gaman að fá viðurkenningu á því sem maður er að gera," segir hann. Ertu eitthvað farinn að pæla í hvað þú gerir næst? „Ætli ég fari ekki á Stokkseyri. Að hlusta á brimið. Humarsúpa og eitthvað. Voða þægilegt að vera á Stokkseyri." atlifannar@frettabladid.is Menning Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Þetta er bara vinna. Þetta er ekkert flókið," segir leikarinn Damon Younger. Frammistaða Damons í glæpamyndinni Svartur á leik hefur vakið mikla athygli. Brúnó, persóna hans, þykir vera eitt hrikalegasta illmenni sem sést hefur í íslenskri kvikmynd og hann þykir standa sig stórkostlega í hlutverkinu. Spurður hvernig hann undirbjó sig fyrir hlutverkið segir Damon málið einfalt. „Maður þarf bara að fara út að æfa sig. Þegar maður er að undirbúa hlutverk er maður ekki vinsælasti maðurinn í bænum. Ég á þrjá góða vini sem styðja mig í þessu og sitja með mér fram á nótt þegar ég er að æfa mig. Svo biðja þeir mig um að hætta þegar þetta er komið of langt," segir hann. „Ég er klassískt menntaður leikari þannig að þetta er allt mjög skipulagt sem ég er að gera. Þetta er eins og fótbolti, þú getur rétt ímyndað þér, menn æfa og æfa og æfa og æfa. Svo er leikurinn bara 90 mínútur." Damon fékk hjálp úr ýmsum áttum þegar hann undirbjó hlutverkið, meðal annars frá lögreglunni og mönnum úr undirheimum Reykjavíkur. „Sérsveitarmenn komu og töluðu við mig og aðstoðuðu mig mikið. Svo þekki ég mann sem þekkir mann og hitti nokkra atvinnukrimma og fékk að fylgjast með þeim," segir hann. Leikarinn Jóhannes Haukur tók sjálfan sig í gegn fyrir hlutverk sitt í myndinni, missti hátt í 20 kíló og styrkti sig mikið. Damon virðist einnig vera vel á sig kominn í myndinni, en hann beitti öðrum aðferðum. „Ég keypti ketilbjöllu eftir að ég sá mynd af Gunnari Nelson. Hann lemur alla, skilurðu? Skiptir engu máli hvernig þeir líta út og hvað þeir eru stórir." Damon er íslenskur og heitir í raun Ásgeir. Hann lærði leiklist í London og vill ekki ræða nafnabreytinguna. Spurður út í viðbrögðin við frammistöðu sinni í myndinni segist hann hreinlega fara hjá sér. „Þetta er búið að vera alveg fáránlegt. Ég er mjög þakklátur fyrir það. Alltaf gaman að fá viðurkenningu á því sem maður er að gera," segir hann. Ertu eitthvað farinn að pæla í hvað þú gerir næst? „Ætli ég fari ekki á Stokkseyri. Að hlusta á brimið. Humarsúpa og eitthvað. Voða þægilegt að vera á Stokkseyri." atlifannar@frettabladid.is
Menning Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira