Geir fer í vitnastúkuna í dag 5. mars 2012 07:00 Landsdómur Aðalmeðferð í málinu gegn Geir H. Haarde hefst fyrir Landsdómi í dag. Á sjötta tug vitna kemur fyrir dóminn, en gert er ráð fyrir að aðalmeðferð málsins standi til loka næstu viku. Fréttablaðið/GVA Aðalmeðferð í máli Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir Landsdómi hefst í dag með vitnaleiðslu. Geir er ákærður fyrir vanrækslu í starfi í aðdraganda bankahrunsins og mun bera vitni fyrstur. Gert er ráð fyrir því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, setjist því næst í vitnastól. Geir er ákærður í fjórum liðum, en Landsdómur vísaði tveimur ákæruliðum frá í október. Mikill pólitískur styr hefur staðið um ákæruna og voru ekki tekin af öll tvímæli um framgang málsins fyrr en á fimmtudag, þegar tillögu Bjarna Benediktssonar um afturköllun ákæru var vísað frá á Alþingi. Viðbúið er að á sjötta tug vitna komi fyrir dóminn. Heimildir Fréttablaðsins herma að á morgun verði sex vitni kölluð til. Fyrst Árni M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, þá Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. Í kjölfarið mun Arnór Sighvatsson, fyrrverandi aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands og núverandi aðstoðarseðlabankastjóri, bera vitni. Að því loknu verður Davíð Oddsson, fyrrverandi ráðherra og seðlabankastjóri og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins kallaður til. Gert er ráð fyrir að ljúka vitnaleiðslum þriðjudaginn 13. mars. Aðalmeðferð ljúki svo með tveggja daga málflutningi verjanda og saksóknara á fimmtudag og föstudag í lok næstu viku, en eftir það fær dómurinn, sem er skipaður fimmtán dómendum, allt að sex vikum til að dæma í málinu. Hámarksrefsing við brotunum sem Geir er ákærður fyrir er tveggja ára fangelsi. thorgils@frettabladid.is Landsdómur Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Aðalmeðferð í máli Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir Landsdómi hefst í dag með vitnaleiðslu. Geir er ákærður fyrir vanrækslu í starfi í aðdraganda bankahrunsins og mun bera vitni fyrstur. Gert er ráð fyrir því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, setjist því næst í vitnastól. Geir er ákærður í fjórum liðum, en Landsdómur vísaði tveimur ákæruliðum frá í október. Mikill pólitískur styr hefur staðið um ákæruna og voru ekki tekin af öll tvímæli um framgang málsins fyrr en á fimmtudag, þegar tillögu Bjarna Benediktssonar um afturköllun ákæru var vísað frá á Alþingi. Viðbúið er að á sjötta tug vitna komi fyrir dóminn. Heimildir Fréttablaðsins herma að á morgun verði sex vitni kölluð til. Fyrst Árni M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, þá Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. Í kjölfarið mun Arnór Sighvatsson, fyrrverandi aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands og núverandi aðstoðarseðlabankastjóri, bera vitni. Að því loknu verður Davíð Oddsson, fyrrverandi ráðherra og seðlabankastjóri og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins kallaður til. Gert er ráð fyrir að ljúka vitnaleiðslum þriðjudaginn 13. mars. Aðalmeðferð ljúki svo með tveggja daga málflutningi verjanda og saksóknara á fimmtudag og föstudag í lok næstu viku, en eftir það fær dómurinn, sem er skipaður fimmtán dómendum, allt að sex vikum til að dæma í málinu. Hámarksrefsing við brotunum sem Geir er ákærður fyrir er tveggja ára fangelsi. thorgils@frettabladid.is
Landsdómur Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira