Verðlaunaði sjálfan sig með pitsu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. mars 2012 07:00 glæsileg tilþrif Róbert hafði gríðarlega yfirburði á öllum áhöldum um helgina og þó svo keppnin hefði ekki verið mikil sló hann ekki slöku við sjálfur.fréttablaðið/vilhelm Róbert Kristmannsson var maður helgarinnar á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum. Hann sigraði í fjölþraut á laugardag og bætti um betur í gær er hann vann Íslandsmeistaratitil á öllum áhöldum. Fullt hús hjá honum. Í kvennaflokki varð Thelma Rut Hermannsdótti „Ég er gríðarlega ánægður með helgina hjá mér og þetta var virkilega skemmtilegt," sagði Róbert en hann var að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í fjölþraut. Bróðir hans, Viktor, hafði unnið Íslandsmeistaratitilinn síðustu níu ár en hann gat ekki tekið þátt í ár vegna meiðsla. Fleiri sterkir kappar gátu ekki heldur verið með þannig að yfirburðir Róberts voru ansi miklir. „Það var auðvitað ekki mikil samkeppni að þessu sinni en ég stóð mig samt mjög vel og var að skila góðum árangri á flestum áhöldum. Þetta var því skrambi ljúft. Ég var líka að keppa við sjálfan mig og undirbúa mig fyrir Norðurlandamótið. Án þess að hljóma hrokafullur þá gerði ég mér grein fyrir því að ég gæti unnið þetta allt saman." Það er nokkuð síðan það lá fyrir að bróðir hans gæti ekki tekið þátt og það var svekkjandi að sögn Róberts sem langaði að vinna bróðir sinn á Íslandsmótinu eftir að hafa unnið silfur síðustu þrjú ár. „Ég var alltaf mjög nálægt því að vinna hann á Íslandsmótinu áður og auðvitað hefði verið skemmtilegra að ná að leggja hann. Ég hef samt unnið hann á öðrum mótum. Það er aldrei að vita hvernig þetta verður á næsta ári hjá okkur," sagði Róbert léttur en hann fer á Norðurlandamótið eftir fimm vikur og þar ætlar hann að standa sig vel. „Draumurinn er að komast á verðlaunapall í fjölþraut. Ef allt gengur upp þá er það möguleiki hjá mér. Ég er í mjög góðu formi núna og ef ég meiðist ekki tel ég mig geta gert atlögu að verðlaunasæti. Það væri draumur og þá gæti ég bara farið að hætta þessu," sagði hinn 24 ára gamli Róbert og hló við. Fyrir utan að æfa mikið er Róbert í hagfræðinámi í Háskóla Íslands. Hann segir að það geti verið erfitt að samræma skólann og æfingarnar. „Það gengur oftast ekki mjög vel. HÍ reiknar með því að maður sé bara í skólanum og ekkert annað. Ég reyni að láta þetta ganga upp en það gengur ekki alltaf og ég hef meðal annars þurft að sleppa prófum stundum. Því miður eru líka oftast mót og próf á sama tíma eins og eftir fimm vikur er ég fer á Norðurlandamótið. Þetta getur verið mjög mikið," sagði Róbert sem virðist einhvers staðar finna tíma til þess að læra þó svo hann æfi óhemju mikið. „Ég æfi frá fimm til svona hálf níu eða níu alla daga nema sunnudaga. Ég æfi þrjá til fjóra tíma á dag. Fimleikarnir hafa venjulega gengið fyrir náminu en ég reyni að láta þetta allt ganga upp hjá mér." Róbert segir að þetta mikla álag taki sinn toll en hann hefur ekki tekið neina ákvörðun um hvenær hann hætti í fimleikum. „Þetta er ekki alltaf gaman og ég spyr mig oft að því af hverju ég sé að þessu. Eins og er hef ég mjög gaman að þessu samt og stefnan er að vera í þessu á meðan ég hef gaman. Um leið og þetta er orðið leiðinlegt er ég hættur." Róbert er svo sannarlega ekki í fimleikum út af peningum enda fær hann nánast enga styrki og kemur út í mínus á hverju einasta ári. „Ég hef fengið smotterí frá ÍSÍ. Ég fékk núna og í fyrra 300 þúsund krónur fyrir árið. Það fer allt upp í ferðakostnað og maður sér ávallt um allt uppihald sjálfur. Þeir virðast stundum halda að maður eigi að lifa á loftinu. Ég hef oft sótt um styrki og það eru fleiri sem hjálpa okkur við það. Það hefur gengið upp og niður," sagði Róbert, en hvað heldur hann að tapið sé á ári hjá sér? „Ég held að maður eigi ekkert að pæla í því. Þá fyrst fer maður að hætta þessu. Ég er líka ekki í þessu fyrir peninga." Íslandsmeistarinn fór glaður heim í gær eftir Íslandsmótið en hvað gerði hann til þess að fagna sigrinum? „Það er próf á þriðjudaginn þannig að ég fer að lesa í kvöld. Ég fór samt og fékk mér pitsu á leiðinni heim. Það var ákaflega ljúft." Fimleikar Innlendar Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Sjá meira
Róbert Kristmannsson var maður helgarinnar á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum. Hann sigraði í fjölþraut á laugardag og bætti um betur í gær er hann vann Íslandsmeistaratitil á öllum áhöldum. Fullt hús hjá honum. Í kvennaflokki varð Thelma Rut Hermannsdótti „Ég er gríðarlega ánægður með helgina hjá mér og þetta var virkilega skemmtilegt," sagði Róbert en hann var að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í fjölþraut. Bróðir hans, Viktor, hafði unnið Íslandsmeistaratitilinn síðustu níu ár en hann gat ekki tekið þátt í ár vegna meiðsla. Fleiri sterkir kappar gátu ekki heldur verið með þannig að yfirburðir Róberts voru ansi miklir. „Það var auðvitað ekki mikil samkeppni að þessu sinni en ég stóð mig samt mjög vel og var að skila góðum árangri á flestum áhöldum. Þetta var því skrambi ljúft. Ég var líka að keppa við sjálfan mig og undirbúa mig fyrir Norðurlandamótið. Án þess að hljóma hrokafullur þá gerði ég mér grein fyrir því að ég gæti unnið þetta allt saman." Það er nokkuð síðan það lá fyrir að bróðir hans gæti ekki tekið þátt og það var svekkjandi að sögn Róberts sem langaði að vinna bróðir sinn á Íslandsmótinu eftir að hafa unnið silfur síðustu þrjú ár. „Ég var alltaf mjög nálægt því að vinna hann á Íslandsmótinu áður og auðvitað hefði verið skemmtilegra að ná að leggja hann. Ég hef samt unnið hann á öðrum mótum. Það er aldrei að vita hvernig þetta verður á næsta ári hjá okkur," sagði Róbert léttur en hann fer á Norðurlandamótið eftir fimm vikur og þar ætlar hann að standa sig vel. „Draumurinn er að komast á verðlaunapall í fjölþraut. Ef allt gengur upp þá er það möguleiki hjá mér. Ég er í mjög góðu formi núna og ef ég meiðist ekki tel ég mig geta gert atlögu að verðlaunasæti. Það væri draumur og þá gæti ég bara farið að hætta þessu," sagði hinn 24 ára gamli Róbert og hló við. Fyrir utan að æfa mikið er Róbert í hagfræðinámi í Háskóla Íslands. Hann segir að það geti verið erfitt að samræma skólann og æfingarnar. „Það gengur oftast ekki mjög vel. HÍ reiknar með því að maður sé bara í skólanum og ekkert annað. Ég reyni að láta þetta ganga upp en það gengur ekki alltaf og ég hef meðal annars þurft að sleppa prófum stundum. Því miður eru líka oftast mót og próf á sama tíma eins og eftir fimm vikur er ég fer á Norðurlandamótið. Þetta getur verið mjög mikið," sagði Róbert sem virðist einhvers staðar finna tíma til þess að læra þó svo hann æfi óhemju mikið. „Ég æfi frá fimm til svona hálf níu eða níu alla daga nema sunnudaga. Ég æfi þrjá til fjóra tíma á dag. Fimleikarnir hafa venjulega gengið fyrir náminu en ég reyni að láta þetta allt ganga upp hjá mér." Róbert segir að þetta mikla álag taki sinn toll en hann hefur ekki tekið neina ákvörðun um hvenær hann hætti í fimleikum. „Þetta er ekki alltaf gaman og ég spyr mig oft að því af hverju ég sé að þessu. Eins og er hef ég mjög gaman að þessu samt og stefnan er að vera í þessu á meðan ég hef gaman. Um leið og þetta er orðið leiðinlegt er ég hættur." Róbert er svo sannarlega ekki í fimleikum út af peningum enda fær hann nánast enga styrki og kemur út í mínus á hverju einasta ári. „Ég hef fengið smotterí frá ÍSÍ. Ég fékk núna og í fyrra 300 þúsund krónur fyrir árið. Það fer allt upp í ferðakostnað og maður sér ávallt um allt uppihald sjálfur. Þeir virðast stundum halda að maður eigi að lifa á loftinu. Ég hef oft sótt um styrki og það eru fleiri sem hjálpa okkur við það. Það hefur gengið upp og niður," sagði Róbert, en hvað heldur hann að tapið sé á ári hjá sér? „Ég held að maður eigi ekkert að pæla í því. Þá fyrst fer maður að hætta þessu. Ég er líka ekki í þessu fyrir peninga." Íslandsmeistarinn fór glaður heim í gær eftir Íslandsmótið en hvað gerði hann til þess að fagna sigrinum? „Það er próf á þriðjudaginn þannig að ég fer að lesa í kvöld. Ég fór samt og fékk mér pitsu á leiðinni heim. Það var ákaflega ljúft."
Fimleikar Innlendar Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Sjá meira