Sameining bankanna var áhugamál JP Morgan 13. mars 2012 07:00 Lárus sagði það hafa verið vonbrigði að tíminn fram að gjalddaga á láni Glitnis, um þrjár vikur, hafi ekki verið nýttur í stað þess að þjóðnýta bankann strax í lok september. fréttablaðið/GVA Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, sagði fyrir Landsdómi í gær að viðbrögð Seðlabankans í aðdraganda „Glitnishelgarinnar“ hafi verið „gríðarleg vonbrigði“. Seðlabankinn tók 75% hlut í Glitni þá helgi sem markaði upphaf hins formlega bankahruns á Íslandi. Lárus sagði aðstæður hafa breyst mikið í upphafi árs 2008. Í mars hefði Glitnir unnið ansi viðamikla aðgerðaáætlun sem miðaði að því að auka lausafé bankans. Lárus leit svo á að bankinn hefði átt gott samstarf við stjórnvöld, Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið (FME). Á meðal þeirra aðgerða sem unnið var að, var að selja starfsemi bankans í Noregi, selja lánasafn í Lúxemborg og loka ráðgjafaskrifstofu í Kaupmannahöfn. Auk þess hefði verið unnið að því að tvískrá hlutabréf bankans, en því verkefni var breytt þegar leið á árið á þá leið að reyna að sækja fé beint til fjárfestingasjóða. Þá var sameining Glitnis við Landsbankann sérstakt áhugamál bandaríska fjárfestingabankans JP Morgan, helsta ráðgjafa Glitnis, sagði Lárus. Aldrei hefði þó komið nein niðurstaða í það mál þrátt fyrir ýmiss konar viðræður. Lárus sagði ástæðu þess að Glitnir leitaði til Seðlabankans í aðdraganda Glitnishelgarinnar svokölluðu vera þá að JP Morgan hefði mælt með því að Glitnir myndi athuga hvort Seðlabankinn gæti lánað sér gegn veði í norsku lánasöfnunum. Eftir fyrstu fundina með bankastjórum Seðlabankans hefði Lárus síðan ekkert heyrt frá þeim fyrr en á sunnudagskvöld þegar honum var tilkynnt að ríkið ætlaði að taka 75% hlut í bankanum. Það voru, að hans mati, gríðarleg vonbrigði, enda voru enn um þrjár vikur fram að gjalddaganum sem Glitnir var mögulega að lenda í vandræðum með að standa við. Lárus sagði að hann hefði viljað fá skýrari stefnu um hvernig yfirtakan myndi líta út og að hugmyndin yrði útfærð betur, meðal annars með því að hafa samband við alþjóðlegu matsfyrirtækin. Landsdómur Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, sagði fyrir Landsdómi í gær að viðbrögð Seðlabankans í aðdraganda „Glitnishelgarinnar“ hafi verið „gríðarleg vonbrigði“. Seðlabankinn tók 75% hlut í Glitni þá helgi sem markaði upphaf hins formlega bankahruns á Íslandi. Lárus sagði aðstæður hafa breyst mikið í upphafi árs 2008. Í mars hefði Glitnir unnið ansi viðamikla aðgerðaáætlun sem miðaði að því að auka lausafé bankans. Lárus leit svo á að bankinn hefði átt gott samstarf við stjórnvöld, Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið (FME). Á meðal þeirra aðgerða sem unnið var að, var að selja starfsemi bankans í Noregi, selja lánasafn í Lúxemborg og loka ráðgjafaskrifstofu í Kaupmannahöfn. Auk þess hefði verið unnið að því að tvískrá hlutabréf bankans, en því verkefni var breytt þegar leið á árið á þá leið að reyna að sækja fé beint til fjárfestingasjóða. Þá var sameining Glitnis við Landsbankann sérstakt áhugamál bandaríska fjárfestingabankans JP Morgan, helsta ráðgjafa Glitnis, sagði Lárus. Aldrei hefði þó komið nein niðurstaða í það mál þrátt fyrir ýmiss konar viðræður. Lárus sagði ástæðu þess að Glitnir leitaði til Seðlabankans í aðdraganda Glitnishelgarinnar svokölluðu vera þá að JP Morgan hefði mælt með því að Glitnir myndi athuga hvort Seðlabankinn gæti lánað sér gegn veði í norsku lánasöfnunum. Eftir fyrstu fundina með bankastjórum Seðlabankans hefði Lárus síðan ekkert heyrt frá þeim fyrr en á sunnudagskvöld þegar honum var tilkynnt að ríkið ætlaði að taka 75% hlut í bankanum. Það voru, að hans mati, gríðarleg vonbrigði, enda voru enn um þrjár vikur fram að gjalddaganum sem Glitnir var mögulega að lenda í vandræðum með að standa við. Lárus sagði að hann hefði viljað fá skýrari stefnu um hvernig yfirtakan myndi líta út og að hugmyndin yrði útfærð betur, meðal annars með því að hafa samband við alþjóðlegu matsfyrirtækin.
Landsdómur Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent