Fernt felldi Kaupþing 13. mars 2012 06:00 Sigurður Einarsson er eina vitnið sem farið hefur verið fram á að sverji drengskapaheit fyrir Landsdómi. Fyrrverandi starfandi stjórnarformaður Kaupþings sagði fjórar ástæður fyrir falli Kaupþings, og að yfirtakan á Glitni væri ekki ein þeirra. Hann var látinn sverja drengskaparheit fyrir Landsdómi að kröfu verjanda Geirs H. Haarde og er sá eini sem hefur gert slíkt í réttarhöldunum. Sigurður Einarsson, fyrrverandi starfandi stjórnarformaður Kaupþings, telur alþjóðlega fjármálakreppu, hávaxtastefnu Seðlabanka Íslands, neyðarlögin og aðgerðir breska fjármálaeftirlitsins gagnvart dótturbanka Kaupþings í Bretlandi hafa fellt bankann. Þetta er meðal þess sem kom fram við vitnaleiðslur yfir honum fyrir Landsdómi í gær. Sigurður var meðal annars spurður út í áætlanir Kaupþings um að bregðast við þeim hlutfallsvanda sem blasti við á Íslandi, en íslenska bankakerfið var níföld þjóðarframleiðsla að stærð árið 2008. Í vitnisburði sínum fór hann yfir „Project Hans" og „Project Einar", áætlanir bankans sem snerust annars vegar um að flytja hluta af starfsemi Kaupþings til erlendra dótturfélaga og hins vegar um að flytja höfuðstöðvar bankans til Bretlands. Hann taldi hugmyndirnar raunhæfar. Hvorki þrýstingur né áhugiHelgi Magnús Gunnarsson aðstoðarsaksóknari spurði Sigurð hvort Kaupþing hefði verið komið í lausafjárvandræði á árinu 2008. Hann svaraði því til að lausafjárstaðan hefði verið góð en líka verið verkefni sem stöðugt var unnið að innan bankans. „Það verður hins vegar að segjast að samráð stjórnvalda við okkur, samráð okkar við hina bankana, það var mjög takmarkað. Við áttuðum okkur ekki á því hver staðan var orðin," sagði Sigurður. Hann sagðist ekki hafa orðið var við þrýsting, eða yfir höfuð áhuga, frá íslenskum stjórnvöldum um að bankakerfið yrði minnkað eða að bankarnir flyttu úr landi. Fjórar ástæður fyrir falli bankans Að mati Sigurðar voru fjórar ástæður fyrir því að Kaupþing féll. Í fyrsta lagi versta alþjóðlega kreppa frá 1930. Næsta taldi hann peningamálastefnu Seðlabanka Íslands, sem hann kallaði gegndarlausa hávaxtastefnu, sem hefði neytt fyrirtæki og almenning til að taka erlend lán. Peningamagn í umferð hefði aukist gríðarlega og því hefði ekki getað „farið öðruvísi en svo að gengi gjaldmiðilsins hryndi". Í þriðja lagi nefndi hann setningu neyðarlaganna sem breyttu lögum eftir á og mismunuðu kröfuhöfum. Í fjórða lagi hefði yfirtaka breska fjármálaeftirlitsins (FSA) á Kaupthing Singer & Friedlander (KFS), dótturbankanum í Bretlandi, gert Kaupþing samstundis tæknilega gjaldþrota, hvort sem bankinn var það í raun eða ekki. Sigurður sagði margar aðrar aðgerðir, meðal annars yfirtökuna á Glitni, hafa verið kolrangar. Þær hefðu hins vegar ekki verið ástæðan fyrir kreppunni á Íslandi. Starfaði fyrir skilanefndSigurður segir að hann hafi verið fenginn til að starfa fyrir skilanefnd Kaupþings stuttu eftir hrun til að koma sérstaklega að sölu erlendra eigna. Á meðal þeirra eigna var FIH, sem settur hafði verið að veði fyrir 500 milljóna evra láni frá Seðlabanka Íslands 6. október 2008. Vegna þess banka fór þáverandi formaður skilanefndar Kaupþings, Steinar Guðgeirsson, einhverju sinni á fund þáverandi formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands, Davíðs Oddssonar, til að ræða FIH. Í kjölfarið var Sigurður beðinn um að hætta öllum störfum fyrir skilanefndina. Áður en Sigurður yfirgaf vitnastúkuna fór Andri Árnason fram á að hann yrði látinn sverja drengskaparheit fyrir Landsdómi. Hann er fyrsta vitnið sem farið er fram á að sverji eiðstaf og því vakti krafa Andra nokkra athygli. Landsdómur Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Fleiri fréttir Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Sjá meira
Fyrrverandi starfandi stjórnarformaður Kaupþings sagði fjórar ástæður fyrir falli Kaupþings, og að yfirtakan á Glitni væri ekki ein þeirra. Hann var látinn sverja drengskaparheit fyrir Landsdómi að kröfu verjanda Geirs H. Haarde og er sá eini sem hefur gert slíkt í réttarhöldunum. Sigurður Einarsson, fyrrverandi starfandi stjórnarformaður Kaupþings, telur alþjóðlega fjármálakreppu, hávaxtastefnu Seðlabanka Íslands, neyðarlögin og aðgerðir breska fjármálaeftirlitsins gagnvart dótturbanka Kaupþings í Bretlandi hafa fellt bankann. Þetta er meðal þess sem kom fram við vitnaleiðslur yfir honum fyrir Landsdómi í gær. Sigurður var meðal annars spurður út í áætlanir Kaupþings um að bregðast við þeim hlutfallsvanda sem blasti við á Íslandi, en íslenska bankakerfið var níföld þjóðarframleiðsla að stærð árið 2008. Í vitnisburði sínum fór hann yfir „Project Hans" og „Project Einar", áætlanir bankans sem snerust annars vegar um að flytja hluta af starfsemi Kaupþings til erlendra dótturfélaga og hins vegar um að flytja höfuðstöðvar bankans til Bretlands. Hann taldi hugmyndirnar raunhæfar. Hvorki þrýstingur né áhugiHelgi Magnús Gunnarsson aðstoðarsaksóknari spurði Sigurð hvort Kaupþing hefði verið komið í lausafjárvandræði á árinu 2008. Hann svaraði því til að lausafjárstaðan hefði verið góð en líka verið verkefni sem stöðugt var unnið að innan bankans. „Það verður hins vegar að segjast að samráð stjórnvalda við okkur, samráð okkar við hina bankana, það var mjög takmarkað. Við áttuðum okkur ekki á því hver staðan var orðin," sagði Sigurður. Hann sagðist ekki hafa orðið var við þrýsting, eða yfir höfuð áhuga, frá íslenskum stjórnvöldum um að bankakerfið yrði minnkað eða að bankarnir flyttu úr landi. Fjórar ástæður fyrir falli bankans Að mati Sigurðar voru fjórar ástæður fyrir því að Kaupþing féll. Í fyrsta lagi versta alþjóðlega kreppa frá 1930. Næsta taldi hann peningamálastefnu Seðlabanka Íslands, sem hann kallaði gegndarlausa hávaxtastefnu, sem hefði neytt fyrirtæki og almenning til að taka erlend lán. Peningamagn í umferð hefði aukist gríðarlega og því hefði ekki getað „farið öðruvísi en svo að gengi gjaldmiðilsins hryndi". Í þriðja lagi nefndi hann setningu neyðarlaganna sem breyttu lögum eftir á og mismunuðu kröfuhöfum. Í fjórða lagi hefði yfirtaka breska fjármálaeftirlitsins (FSA) á Kaupthing Singer & Friedlander (KFS), dótturbankanum í Bretlandi, gert Kaupþing samstundis tæknilega gjaldþrota, hvort sem bankinn var það í raun eða ekki. Sigurður sagði margar aðrar aðgerðir, meðal annars yfirtökuna á Glitni, hafa verið kolrangar. Þær hefðu hins vegar ekki verið ástæðan fyrir kreppunni á Íslandi. Starfaði fyrir skilanefndSigurður segir að hann hafi verið fenginn til að starfa fyrir skilanefnd Kaupþings stuttu eftir hrun til að koma sérstaklega að sölu erlendra eigna. Á meðal þeirra eigna var FIH, sem settur hafði verið að veði fyrir 500 milljóna evra láni frá Seðlabanka Íslands 6. október 2008. Vegna þess banka fór þáverandi formaður skilanefndar Kaupþings, Steinar Guðgeirsson, einhverju sinni á fund þáverandi formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands, Davíðs Oddssonar, til að ræða FIH. Í kjölfarið var Sigurður beðinn um að hætta öllum störfum fyrir skilanefndina. Áður en Sigurður yfirgaf vitnastúkuna fór Andri Árnason fram á að hann yrði látinn sverja drengskaparheit fyrir Landsdómi. Hann er fyrsta vitnið sem farið er fram á að sverji eiðstaf og því vakti krafa Andra nokkra athygli.
Landsdómur Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Fleiri fréttir Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Sjá meira