Átti að minnka kerfið 2006 til 2007 13. mars 2012 05:30 Sigurjón Þ. Árnason heilsar sakborningnum, Geir H. Haarde, áður en hann bar vitni fyrir Landsdómi. Sigurjón og Geir eru nágrannar. fréttablaðið/GVA Grípa hefði átt til aðgerða til að minnka íslenska bankakerfið á seinni hluta ársins 2006, ef vilji var fyrir hendi að gera það. Fundargerðir Seðlabanka voru einhliða upplifun þeirra sem þær rituðu á atburðum sem þeir vildu að hefðu átt sér stað. Þetta sagði Sigurjón Þ. Árnason fyrir Landsdómi í gær. Sigurjón Þ. Árnason, annar fyrrum bankastjóra Landsbankans, sagði enga þörf hafa verið á þrýstingi frá opinberum aðilum um að minnka bankakerfið á árinu 2008. Kerfið hefði sjálft verið fullkomlega meðvitað um þörfina. Aðspurður hvort eitthvað hefði verið gert til að draga úr stærð Landsbankans á árinu 2008 sagði Sigurjón að það sem mestu hefði skipt á þeim tíma hefði verið að auka lausafé. Bankinn hefði dregið úr útlánum og undirbúið að nota eignir sínar til að búa til laust fé. Vegna þess að erfitt hefði verið að fá raunvirði fyrir eignir með því að selja þær hefði verið betri leið að nýta þær í endurhverfum viðskiptum. Að mati Sigurjóns var ekki raunhæft að flytja Landsbankann úr landi á árinu 2008. „Hann var of íslenskur, ef svo má að orði komast," sagði Sigurjón. Maður á blankskómÞegar hann var spurður hvort þrýstingur hefði verið af hálfu þáverandi forsætisráðherra á bankann að flytja úr landi eða selja eignir svaraði Sigurjón því neitandi. Hann taldi Geir H. Haarde hafa verið svo skynsaman að hann hefði vitað að slíkt væri ekki skynsamur kostur. Aðspurður um þrýsting frá Fjármálaeftirlitinu (FME) eða Seðlabankanum sagði Sigurjón hafa verið algjörlega ónauðsynlegt að þrýsta á aðgerðir. Allir hefðu gert sér grein fyrir að þeirra var þörf og unnið að þeim. Glitnir hefði unnið að sölu eigna, Kaupþing að því að flytja hluta af starfsemi sinni og Landsbankinn að því að auka laust fé. „Þetta var eins og ef maður á blankskóm kæmi upp á dekk og færi að segja mönnum sem vissu nákvæmlega hvað þeir áttu að gera hvað þyrfti að gera." Sigurjón upplýsti að Landsbankinn hefði verið að vinna að því að búa til þrjá „strúktúra" (eignarhaldsfélög) sem bankinn ætlaði að veðsetja fyrir lausafé í aðdraganda þess að hann féll. „Mjög stutt" hefði verið í að þeir hefðu klárast. Vonlaus hugmynd HreiðarsHefði verið vilji til þess að minnka íslenska bankakerfið hefði, að mati Sigurjóns, átt að beita þrýstingi til þess á seinni hluta árs 2006 og fyrri hluta ársins 2007. Míníkrísan sem herjaði á bankana leystist að fullu í ágúst 2006 og eftir það hefði verið sá tímapunktur sem var tilvalinn til að breyta leikreglunum. Sigurjón sagði það hafa verið rætt á árinu 2008 að sameina Landsbankann og Glitni. Hann og Halldór J. Kristjánsson hefðu meðal annars átt fund með Geir til að athuga hvort ríkið gæti aðstoðað við þá sameiningu. Að hans mati var ekki hægt að klára þá sameiningu án fjárhagsstuðnings frá ríkinu. Þegar hann var ekki fyrir hendi var sjálfhætt. Sigurjón sagði reyndar síðar við vitnaleiðslurnar að hann hefði fundað með Hreiðari Má Sigurðssyni, þáverandi forstjóra Kaupþings, og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, þá aðaleiganda Glitnis, um sama mál. Á þeim fundi hefði „Hreiðar komið með vonlausa hugmynd. Algjörlega vonlausa hugmynd." Hún hefði snúist um að Kaupþing tæki erlenda starfsemi Glitnis, sem væri arðbær, en Landsbankinn innlendu starfsemina, sem myndi ekki gera neitt nema auka vandamál bankans. Bauðst til að færa IcesaveSigurjón sagði Landsbankamenn hafa boðist til að færa Icesave í Bretlandi í dótturfélag strax í mars 2008. Sú hugmynd hefði komið frá bankanum þegar breska fjármálaeftirlitið (FSA) fór fram á að hann tæki upp breskar lausafjárreglur, og í raun verið hafnað. Tónninn í því máli hefði síðan breyst um sumarið þegar það rataði frá eftirlitsaðilum inn á breska þingið. Eftir það hefði flutningur Icesave orðið pólitískt mál, ekki tæknilegt. Það hefði meðal annars verið ástæða þess að Landsbankamenn fóru þess á leit við Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra, að fara á fund Alistair Darling og reyna að leysa úr málinu. Að sögn Sigurjóns töldu þeir það heillavænlegt að fá mann úr Samfylkingunni á þann fund þar sem Darling er í breska Verkamannaflokknum, systurflokki Samfylkingarinnar. Þegar leið að hruni bankans hefðu verið settar fram miklar kröfur um eignatilfærslur til breska dótturbanka Landsbankans, Heritable. Þær hefðu falið í sér tilfærslu á um 20% af eignum bankans sem hefði virkjað gjaldfellingarákvæði í lánasamningum hans sem heimiluðu ekki að meira en 10% af eignum yrðu færð til árlega. Sigurjón sagði að bankinn hefði þá viljað færa 10% strax á árinu 2008 og önnur 10% í byrjun árs 2009 þannig að flutningurinn hefði tæknilega átt sér stað á tveimur árum. Svokallaðar fundargerðirVið vitnaleiðslur í málinu hefur mikið verið spurt út í fundargerðir úr Seðlabankanum frá því í mars 2008. Sigurjón var líka spurður út í það sem fram kom í þeim, en þar er meðal annars haft eftir honum að mjög ólíklegt sé að Landsbankinn muni lifa af útflæði af Icesave-reikningunum sem átti sér stað skömmu fyrir fundinn. Sigurjón sagði mjög ónákvæmlega eftir sér haft og að þessar svokölluðu fundargerðir væru ekki eiginlegar fundargerðir heldur „einhliða minnispunktar Seðlabankamanna á því sem þeir myndu vilja að hafi komið fram." Landsdómur Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Sjá meira
Grípa hefði átt til aðgerða til að minnka íslenska bankakerfið á seinni hluta ársins 2006, ef vilji var fyrir hendi að gera það. Fundargerðir Seðlabanka voru einhliða upplifun þeirra sem þær rituðu á atburðum sem þeir vildu að hefðu átt sér stað. Þetta sagði Sigurjón Þ. Árnason fyrir Landsdómi í gær. Sigurjón Þ. Árnason, annar fyrrum bankastjóra Landsbankans, sagði enga þörf hafa verið á þrýstingi frá opinberum aðilum um að minnka bankakerfið á árinu 2008. Kerfið hefði sjálft verið fullkomlega meðvitað um þörfina. Aðspurður hvort eitthvað hefði verið gert til að draga úr stærð Landsbankans á árinu 2008 sagði Sigurjón að það sem mestu hefði skipt á þeim tíma hefði verið að auka lausafé. Bankinn hefði dregið úr útlánum og undirbúið að nota eignir sínar til að búa til laust fé. Vegna þess að erfitt hefði verið að fá raunvirði fyrir eignir með því að selja þær hefði verið betri leið að nýta þær í endurhverfum viðskiptum. Að mati Sigurjóns var ekki raunhæft að flytja Landsbankann úr landi á árinu 2008. „Hann var of íslenskur, ef svo má að orði komast," sagði Sigurjón. Maður á blankskómÞegar hann var spurður hvort þrýstingur hefði verið af hálfu þáverandi forsætisráðherra á bankann að flytja úr landi eða selja eignir svaraði Sigurjón því neitandi. Hann taldi Geir H. Haarde hafa verið svo skynsaman að hann hefði vitað að slíkt væri ekki skynsamur kostur. Aðspurður um þrýsting frá Fjármálaeftirlitinu (FME) eða Seðlabankanum sagði Sigurjón hafa verið algjörlega ónauðsynlegt að þrýsta á aðgerðir. Allir hefðu gert sér grein fyrir að þeirra var þörf og unnið að þeim. Glitnir hefði unnið að sölu eigna, Kaupþing að því að flytja hluta af starfsemi sinni og Landsbankinn að því að auka laust fé. „Þetta var eins og ef maður á blankskóm kæmi upp á dekk og færi að segja mönnum sem vissu nákvæmlega hvað þeir áttu að gera hvað þyrfti að gera." Sigurjón upplýsti að Landsbankinn hefði verið að vinna að því að búa til þrjá „strúktúra" (eignarhaldsfélög) sem bankinn ætlaði að veðsetja fyrir lausafé í aðdraganda þess að hann féll. „Mjög stutt" hefði verið í að þeir hefðu klárast. Vonlaus hugmynd HreiðarsHefði verið vilji til þess að minnka íslenska bankakerfið hefði, að mati Sigurjóns, átt að beita þrýstingi til þess á seinni hluta árs 2006 og fyrri hluta ársins 2007. Míníkrísan sem herjaði á bankana leystist að fullu í ágúst 2006 og eftir það hefði verið sá tímapunktur sem var tilvalinn til að breyta leikreglunum. Sigurjón sagði það hafa verið rætt á árinu 2008 að sameina Landsbankann og Glitni. Hann og Halldór J. Kristjánsson hefðu meðal annars átt fund með Geir til að athuga hvort ríkið gæti aðstoðað við þá sameiningu. Að hans mati var ekki hægt að klára þá sameiningu án fjárhagsstuðnings frá ríkinu. Þegar hann var ekki fyrir hendi var sjálfhætt. Sigurjón sagði reyndar síðar við vitnaleiðslurnar að hann hefði fundað með Hreiðari Má Sigurðssyni, þáverandi forstjóra Kaupþings, og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, þá aðaleiganda Glitnis, um sama mál. Á þeim fundi hefði „Hreiðar komið með vonlausa hugmynd. Algjörlega vonlausa hugmynd." Hún hefði snúist um að Kaupþing tæki erlenda starfsemi Glitnis, sem væri arðbær, en Landsbankinn innlendu starfsemina, sem myndi ekki gera neitt nema auka vandamál bankans. Bauðst til að færa IcesaveSigurjón sagði Landsbankamenn hafa boðist til að færa Icesave í Bretlandi í dótturfélag strax í mars 2008. Sú hugmynd hefði komið frá bankanum þegar breska fjármálaeftirlitið (FSA) fór fram á að hann tæki upp breskar lausafjárreglur, og í raun verið hafnað. Tónninn í því máli hefði síðan breyst um sumarið þegar það rataði frá eftirlitsaðilum inn á breska þingið. Eftir það hefði flutningur Icesave orðið pólitískt mál, ekki tæknilegt. Það hefði meðal annars verið ástæða þess að Landsbankamenn fóru þess á leit við Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra, að fara á fund Alistair Darling og reyna að leysa úr málinu. Að sögn Sigurjóns töldu þeir það heillavænlegt að fá mann úr Samfylkingunni á þann fund þar sem Darling er í breska Verkamannaflokknum, systurflokki Samfylkingarinnar. Þegar leið að hruni bankans hefðu verið settar fram miklar kröfur um eignatilfærslur til breska dótturbanka Landsbankans, Heritable. Þær hefðu falið í sér tilfærslu á um 20% af eignum bankans sem hefði virkjað gjaldfellingarákvæði í lánasamningum hans sem heimiluðu ekki að meira en 10% af eignum yrðu færð til árlega. Sigurjón sagði að bankinn hefði þá viljað færa 10% strax á árinu 2008 og önnur 10% í byrjun árs 2009 þannig að flutningurinn hefði tæknilega átt sér stað á tveimur árum. Svokallaðar fundargerðirVið vitnaleiðslur í málinu hefur mikið verið spurt út í fundargerðir úr Seðlabankanum frá því í mars 2008. Sigurjón var líka spurður út í það sem fram kom í þeim, en þar er meðal annars haft eftir honum að mjög ólíklegt sé að Landsbankinn muni lifa af útflæði af Icesave-reikningunum sem átti sér stað skömmu fyrir fundinn. Sigurjón sagði mjög ónákvæmlega eftir sér haft og að þessar svokölluðu fundargerðir væru ekki eiginlegar fundargerðir heldur „einhliða minnispunktar Seðlabankamanna á því sem þeir myndu vilja að hafi komið fram."
Landsdómur Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Sjá meira