Hæg og angurvær Trausti Júlíusson skrifar 14. mars 2012 10:15 Myrra Rós. Tónlist. Kveldúlfur. Myrra Rós. Myrra Rós Þrastardóttir fór ekki að spila á hljóðfæri fyrr en hún var orðin tvítug. Þá keypti hún sér gítar, byrjaði að læra á hann og fór svo að semja lög. Hún vakti fyrst athygli sem hluti af félagsskapnum Trúbatrixur og hún hefur verið dugleg að spila á tónleikum undanfarin ár, bæði undir þeirra hatti og á eigin vegum. Kveldúlfur er hennar fyrsta plata. Myrra var greinilega ekki að flýta sér að koma henni út. Platan var tekin upp á löngum tíma, á nokkrum stöðum og með aðstoð fjölmargra tónlistarmanna, m.a. meðlima Hjálma, KK sem spilar á kassagítar í titillaginu og Ryan Karazija sem bakraddar í laginu Sail on. Kveldúlfur lætur frekar lítið yfir sér við fyrstu kynni, en við frekari spilun koma gæði þessara laga og útsetninga í ljós. Það eru níu lög á plötunni og öll góð. Best er Myrra í rólegustu og angurværustu lögunum, t.d. Sail On, Við og við tvö, River og Láru lagi sem er mitt uppáhaldslag á plötunni. Lögin Milo, Kveldúlfur og Animal, sem eru aðeins hraðari, gefa þeim samt lítið eftir. Myrra er fín söngkona og greinilega ágætur lagasmiður. Hún semur lögin á Kveldúlfi ásamt bassaleikaranum Andrési Lárussyni. Textarnir, sem Myrra semur ein, eru líka fínir, en þeir eru ýmist á ensku eða íslensku. Það er góð leið til þess að ná beint til íslenskra hlustenda (íslenskir textar snerta okkur oft meira), án þess að loka á hlustendur úti í hinum stóra heimi. Á heildina litið er Kveldúlfur mjög fín plata. Fyrsta ómissandi íslenska poppplatan á árinu 2012. Niðurstaða: Fyrsta plata Myrru Rósar er gæðagripur. Mest lesið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Fleiri fréttir Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Tónlist. Kveldúlfur. Myrra Rós. Myrra Rós Þrastardóttir fór ekki að spila á hljóðfæri fyrr en hún var orðin tvítug. Þá keypti hún sér gítar, byrjaði að læra á hann og fór svo að semja lög. Hún vakti fyrst athygli sem hluti af félagsskapnum Trúbatrixur og hún hefur verið dugleg að spila á tónleikum undanfarin ár, bæði undir þeirra hatti og á eigin vegum. Kveldúlfur er hennar fyrsta plata. Myrra var greinilega ekki að flýta sér að koma henni út. Platan var tekin upp á löngum tíma, á nokkrum stöðum og með aðstoð fjölmargra tónlistarmanna, m.a. meðlima Hjálma, KK sem spilar á kassagítar í titillaginu og Ryan Karazija sem bakraddar í laginu Sail on. Kveldúlfur lætur frekar lítið yfir sér við fyrstu kynni, en við frekari spilun koma gæði þessara laga og útsetninga í ljós. Það eru níu lög á plötunni og öll góð. Best er Myrra í rólegustu og angurværustu lögunum, t.d. Sail On, Við og við tvö, River og Láru lagi sem er mitt uppáhaldslag á plötunni. Lögin Milo, Kveldúlfur og Animal, sem eru aðeins hraðari, gefa þeim samt lítið eftir. Myrra er fín söngkona og greinilega ágætur lagasmiður. Hún semur lögin á Kveldúlfi ásamt bassaleikaranum Andrési Lárussyni. Textarnir, sem Myrra semur ein, eru líka fínir, en þeir eru ýmist á ensku eða íslensku. Það er góð leið til þess að ná beint til íslenskra hlustenda (íslenskir textar snerta okkur oft meira), án þess að loka á hlustendur úti í hinum stóra heimi. Á heildina litið er Kveldúlfur mjög fín plata. Fyrsta ómissandi íslenska poppplatan á árinu 2012. Niðurstaða: Fyrsta plata Myrru Rósar er gæðagripur.
Mest lesið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Fleiri fréttir Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira