Að vera samferða sjálfum sér Helga Margrét Þorsteinsdóttir skrifar 17. mars 2012 08:00 Helga Margrét Þorsteinsdóttir Fyrir nokkrum vikum bætti ég Íslandsmetið mitt í fimmtarþraut. Í kjölfarið átti ég samtal við eina bestu vinkonu mína sem vakti mig til umhugsunar og gaf mér innblástur í þennan pistil. Þessi vinkona mín æfir og keppir einnig í frjálsum íþróttum. Síðastliðin ár hafa verið henni erfið á brautinni og ekki gengið sem skildi. En loksins núna í vetur fóru hlutirnir aftur að gerast hjá henni og hún er farin að hlaupa á mun betri tímum en síðastliðin ár. Sama dag og ég setti Íslandsmetið hafði hún einmitt hlaupið á flottum tíma. Við vorum því báðar sáttar með daginn. Ég talaði mest um hvað mér hefði þótt gaman í dag en hún talaði mest um hvað hún ætti mikið inni sem kæmi fram í næsta hlaupi. Auðvitað var ég sammála henni í því en fannst ég þó verða að stoppa hana þegar hún sagði: „Ó, það verður svo gaman hjá okkur næsta sumar." Af hverju þurfum við alltaf að vera einu skrefi á undan okkur sjálfum? Við erum varla komin yfir endamarkslínuna þegar við erum farin að tala um hvað næsta hlaup á að vera rosalega öflugt. Þegar íslenska landsliðið í handbolta hefur keppni á stórmóti virðist það stundum skipta meira máli að ná góðu sæti upp á að komast inn á næsta stórmót eða lenda í góðum riðli í næstu undankeppni í stað þess að ná virkilega góðum árangri á því móti sem er í gangi akkúrat þá stundina. Þegar ég set Íslandsmet í fimmtarþraut innanhúss gefur það góð fyrirheit fyrir sumarið. Að sjálfsögðu má líta á það þannig en væri ekki gáfulegra bara að taka öllum árangri fagnandi án þess að þurfa sífellt að skilyrða hann við eitthvað sem hugsanlega getur orðið í framtíðinni? Ég veit að fyrir frjálsíþróttafólk skiptir sumarið 2012 miklu máli en það kæmi mér ekki á óvart ef að árangur sumarsins 2012 verði tengdur við sumarið 2016 þegar Ólympíuleikarnir verða haldnir aftur. Ég sjálf stend mig oft að því að vera byrjuð að plana næsta æfinga- og keppnistímabil áður en núverandi æfinga- og keppnistímabili er lokið. Næsta sumar ætla ég að stökkva svona langt, lyfta svona þungt, hlaupa svona hratt, æfa svona mikið, vinna allar keppnir sem ég tek þátt í og bæta öll met. Það er auðvelt að gleyma sér í framtíðinni og missa af núverandi tímabili, tímabilinu sem síðasta sumar átti einmitt að vera tímabilið sem allt átti að ganga upp. Það er mikilvægt að vera samferða sjálfum sér, taka eitt skref í einu og byrja á réttum enda. Ætli maður sér að verða Ólympíumeistari er gott að byrja á því að tryggja sér keppnisrétt á leikunum fyrst. Frjálsar íþróttir Pistillinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Venus úr leik í Washington „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Sjá meira
Fyrir nokkrum vikum bætti ég Íslandsmetið mitt í fimmtarþraut. Í kjölfarið átti ég samtal við eina bestu vinkonu mína sem vakti mig til umhugsunar og gaf mér innblástur í þennan pistil. Þessi vinkona mín æfir og keppir einnig í frjálsum íþróttum. Síðastliðin ár hafa verið henni erfið á brautinni og ekki gengið sem skildi. En loksins núna í vetur fóru hlutirnir aftur að gerast hjá henni og hún er farin að hlaupa á mun betri tímum en síðastliðin ár. Sama dag og ég setti Íslandsmetið hafði hún einmitt hlaupið á flottum tíma. Við vorum því báðar sáttar með daginn. Ég talaði mest um hvað mér hefði þótt gaman í dag en hún talaði mest um hvað hún ætti mikið inni sem kæmi fram í næsta hlaupi. Auðvitað var ég sammála henni í því en fannst ég þó verða að stoppa hana þegar hún sagði: „Ó, það verður svo gaman hjá okkur næsta sumar." Af hverju þurfum við alltaf að vera einu skrefi á undan okkur sjálfum? Við erum varla komin yfir endamarkslínuna þegar við erum farin að tala um hvað næsta hlaup á að vera rosalega öflugt. Þegar íslenska landsliðið í handbolta hefur keppni á stórmóti virðist það stundum skipta meira máli að ná góðu sæti upp á að komast inn á næsta stórmót eða lenda í góðum riðli í næstu undankeppni í stað þess að ná virkilega góðum árangri á því móti sem er í gangi akkúrat þá stundina. Þegar ég set Íslandsmet í fimmtarþraut innanhúss gefur það góð fyrirheit fyrir sumarið. Að sjálfsögðu má líta á það þannig en væri ekki gáfulegra bara að taka öllum árangri fagnandi án þess að þurfa sífellt að skilyrða hann við eitthvað sem hugsanlega getur orðið í framtíðinni? Ég veit að fyrir frjálsíþróttafólk skiptir sumarið 2012 miklu máli en það kæmi mér ekki á óvart ef að árangur sumarsins 2012 verði tengdur við sumarið 2016 þegar Ólympíuleikarnir verða haldnir aftur. Ég sjálf stend mig oft að því að vera byrjuð að plana næsta æfinga- og keppnistímabil áður en núverandi æfinga- og keppnistímabili er lokið. Næsta sumar ætla ég að stökkva svona langt, lyfta svona þungt, hlaupa svona hratt, æfa svona mikið, vinna allar keppnir sem ég tek þátt í og bæta öll met. Það er auðvelt að gleyma sér í framtíðinni og missa af núverandi tímabili, tímabilinu sem síðasta sumar átti einmitt að vera tímabilið sem allt átti að ganga upp. Það er mikilvægt að vera samferða sjálfum sér, taka eitt skref í einu og byrja á réttum enda. Ætli maður sér að verða Ólympíumeistari er gott að byrja á því að tryggja sér keppnisrétt á leikunum fyrst.
Frjálsar íþróttir Pistillinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Venus úr leik í Washington „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn