Fjöldamorðingja leitað í Frakklandi 20. mars 2012 00:00 við skólann Ozar Hatorah-skólinn fyrir gyðinga er í norðausturhluta Toulouse. Lögreglumenn rannsökuðu vettvanginn í gær. fréttablaðið/ap Fjórir eru látnir eftir að byssumaður á vespu eða mótorhjóli hóf skothríð við gyðingaskóla í borginni Toulouse í Frakklandi í gærmorgun. Þrjú börn létust og eitt er alvarlega sært. Viðtæk leit hefur verið gerð að manninum. Vitni segja að byssumaðurinn hafi komið á svartri vespu upp að skólanum og hafið skothríð. „Hann skaut á alla sem voru nálægt honum, börn og fullorðna. Börnin voru elt inn í skólann," sagði saksóknarinn Michel Valet. Byssumaðurinn var með tvær byssur á sér og þegar önnur stóð á sér notaði hann hina. Hann skaut að minnsta kosti fimmtán skotum. Jonathan Sandler, þrítugur maður sem kenndi við skólann, var myrtur ásamt tveimur sonum sínum, þriggja og sex ára. Þá var tíu ára stúlka myrt og sautján ára drengur særðist alvarlega. Skotárásin var sú þriðja á rúmri viku í Frakklandi. Lögreglan greindi frá því í gær að sama byssa hefði verið notuð í að minnsta kosti tveimur þeirra. Fyrir rúmri viku var óeinkennisklæddur hermaður drepinn í Toulouse. Síðastliðinn fimmtudag voru þrír hermenn skotnir þegar þeir voru í hraðbanka í bænum Montauban sem er 46 kílómetrum frá Toulouse. Tveir mannanna létust og einn slasaðist alvarlega. Árásarmaðurinn komst undan á vespu eða mótorhjóli. Lögreglan rannsakar nú hvort málin tengist, en það er talið líklegt enda málin svipuð. Rannsóknarlögreglumenn sem rannsaka hryðjuverk skoða nú allar skotárásirnar. Öryggisgæsla við alla skóla gyðinga í Frakklandi var aukin í gær og seinna um daginn var gæsla aukin við allar trúartengdar bygginga. Ákveðið hefur verið að banna hermönnum að vera í búningum sínum utan herstöðva. Fréttir hafa borist af því að allir hermennirnir sem voru skotnir í síðustu viku hafi verið frá Norður-Afríku og múslimar. Franskir fjölmiðlar sögðu frá því í gær að svo virtist sem morðin gætu verið tengd kynþáttafordómum. Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, flaug til Toulouse í gær og heimsótti skólann. Hann sagði skotárásina þjóðarharmleik og tilkynnti að mínútuþögn yrði í öllum frönskum skólum í dag til minningar um þá látnu. Hann lofaði því að morðinginn yrði handsamaður. Forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanjahú, fordæmdi árásirnar í gær. thorunn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Fjórir eru látnir eftir að byssumaður á vespu eða mótorhjóli hóf skothríð við gyðingaskóla í borginni Toulouse í Frakklandi í gærmorgun. Þrjú börn létust og eitt er alvarlega sært. Viðtæk leit hefur verið gerð að manninum. Vitni segja að byssumaðurinn hafi komið á svartri vespu upp að skólanum og hafið skothríð. „Hann skaut á alla sem voru nálægt honum, börn og fullorðna. Börnin voru elt inn í skólann," sagði saksóknarinn Michel Valet. Byssumaðurinn var með tvær byssur á sér og þegar önnur stóð á sér notaði hann hina. Hann skaut að minnsta kosti fimmtán skotum. Jonathan Sandler, þrítugur maður sem kenndi við skólann, var myrtur ásamt tveimur sonum sínum, þriggja og sex ára. Þá var tíu ára stúlka myrt og sautján ára drengur særðist alvarlega. Skotárásin var sú þriðja á rúmri viku í Frakklandi. Lögreglan greindi frá því í gær að sama byssa hefði verið notuð í að minnsta kosti tveimur þeirra. Fyrir rúmri viku var óeinkennisklæddur hermaður drepinn í Toulouse. Síðastliðinn fimmtudag voru þrír hermenn skotnir þegar þeir voru í hraðbanka í bænum Montauban sem er 46 kílómetrum frá Toulouse. Tveir mannanna létust og einn slasaðist alvarlega. Árásarmaðurinn komst undan á vespu eða mótorhjóli. Lögreglan rannsakar nú hvort málin tengist, en það er talið líklegt enda málin svipuð. Rannsóknarlögreglumenn sem rannsaka hryðjuverk skoða nú allar skotárásirnar. Öryggisgæsla við alla skóla gyðinga í Frakklandi var aukin í gær og seinna um daginn var gæsla aukin við allar trúartengdar bygginga. Ákveðið hefur verið að banna hermönnum að vera í búningum sínum utan herstöðva. Fréttir hafa borist af því að allir hermennirnir sem voru skotnir í síðustu viku hafi verið frá Norður-Afríku og múslimar. Franskir fjölmiðlar sögðu frá því í gær að svo virtist sem morðin gætu verið tengd kynþáttafordómum. Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, flaug til Toulouse í gær og heimsótti skólann. Hann sagði skotárásina þjóðarharmleik og tilkynnti að mínútuþögn yrði í öllum frönskum skólum í dag til minningar um þá látnu. Hann lofaði því að morðinginn yrði handsamaður. Forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanjahú, fordæmdi árásirnar í gær. thorunn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira