11 búnar í aðgerð 22. mars 2012 07:00 Samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu hafa 11 konur farið í aðgerð á Landspítalanum þar sem PIP-púðar voru fjarlægðir úr brjóstum þeirra. Á göngudeild hafa komið um 75 til 80 konur og búið er að bóka göngudeildartíma fram í apríl. Alls eru áætlaðar 32 aðgerðir í þessum mánuði. Ekki er ljóst hversu margar af þeim, sem búnar eru að fara í aðgerð, voru með leka púða. Níu konur sem komið hafa í ómskoðun hjá Krabbameinsfélagi Íslands eru með heilar PIP-fyllingar, en sílíkon í eitlum. Það skýrist af því að þær hafa fengið sér nýja púða á síðustu tíu árum, en þeir gömlu hafi lekið og sílíkonið ekki fjarlægt. Samkvæmt nýjustu tölum frá Krabbameinsfélagi Íslands er 151 kona sem komið hefur í ómskoðun með lekar PIP-brjóstafyllingar, sem gerir hlutfallið 61 prósent. Alls hafa 253 konur komið í skoðun af þeim 393 sem fengu bréf frá ráðuneytinu á sínum tíma. 92 konur eru með heila púða og ein er án fyllinga. Sú kona er búin að láta fjarlægja úr sér leka púða en vildi láta kanna hvort sílíkonið hefði lekið í eitla. Velferðarráðuneytið hefur óskað eftir því að Jens Kjartansson lýtalæknir sendi þeim konum bréf sem fengu hjá honum PIP-brjóstafyllingar fyrir árið 2000 og láti þær vita að púðarnir gætu mögulega verið gallaðir. Er þetta gert í ljósi þess að frönsk yfirvöld sendu nýverið frá sér yfirlýsingu um að ekki sé hægt að útiloka að PIP-púðar sem framleiddir voru fyrir árið 2000 séu gallaðir. Fram til þessa var einungis þeim konum sem fengu fyllingar á tímabilinu 2000 til 2011 boðið að láta fjarlægja þær. Ekki liggur fyrir hversu margar konur hafa fengið púðana frá árinu 1992, þegar framleiðsla hófst, en þær eru ekki taldar margar.- sv PIP-brjóstapúðar Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu hafa 11 konur farið í aðgerð á Landspítalanum þar sem PIP-púðar voru fjarlægðir úr brjóstum þeirra. Á göngudeild hafa komið um 75 til 80 konur og búið er að bóka göngudeildartíma fram í apríl. Alls eru áætlaðar 32 aðgerðir í þessum mánuði. Ekki er ljóst hversu margar af þeim, sem búnar eru að fara í aðgerð, voru með leka púða. Níu konur sem komið hafa í ómskoðun hjá Krabbameinsfélagi Íslands eru með heilar PIP-fyllingar, en sílíkon í eitlum. Það skýrist af því að þær hafa fengið sér nýja púða á síðustu tíu árum, en þeir gömlu hafi lekið og sílíkonið ekki fjarlægt. Samkvæmt nýjustu tölum frá Krabbameinsfélagi Íslands er 151 kona sem komið hefur í ómskoðun með lekar PIP-brjóstafyllingar, sem gerir hlutfallið 61 prósent. Alls hafa 253 konur komið í skoðun af þeim 393 sem fengu bréf frá ráðuneytinu á sínum tíma. 92 konur eru með heila púða og ein er án fyllinga. Sú kona er búin að láta fjarlægja úr sér leka púða en vildi láta kanna hvort sílíkonið hefði lekið í eitla. Velferðarráðuneytið hefur óskað eftir því að Jens Kjartansson lýtalæknir sendi þeim konum bréf sem fengu hjá honum PIP-brjóstafyllingar fyrir árið 2000 og láti þær vita að púðarnir gætu mögulega verið gallaðir. Er þetta gert í ljósi þess að frönsk yfirvöld sendu nýverið frá sér yfirlýsingu um að ekki sé hægt að útiloka að PIP-púðar sem framleiddir voru fyrir árið 2000 séu gallaðir. Fram til þessa var einungis þeim konum sem fengu fyllingar á tímabilinu 2000 til 2011 boðið að láta fjarlægja þær. Ekki liggur fyrir hversu margar konur hafa fengið púðana frá árinu 1992, þegar framleiðsla hófst, en þær eru ekki taldar margar.- sv
PIP-brjóstapúðar Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Sjá meira