Þóra: Við klúðruðum þessu sjálfar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. mars 2012 06:45 Þóra var mögnuð á milli stanganna og hélt sínu liði inni í leiknum allt þar til undir lokin.fréttablaðið/stefán Íslendingaliðið Malmö lauk keppni í Meistaradeildinni í gær eftir grátlegt 3-0 tap fyrir þýska liðinu Frankfurt. Fyrri leik liðanna lyktaði með 1-0 sigri Malmö. Sænska liðið stóð sig vel í að verja forskotið og það var ekki fyrr en á 66. mínútu sem þýska liðið skoraði. Það stefndi allt í framlengingu þegar Frankfurt skoraði tvö mörk á tveimur mínútum undir lok leiksins. Landsliðsmarkvörðurinn Þóra B. Helgadóttir átti frábæran leik í marki Malmö en stórleikur hennar dugði ekki til að þessu sinni. „Ég veit ekki hvort þetta er meira svekkjandi af því ég átti fínan leik. Það er erfitt að greina það. Maður er aumur á líkama og sál eftir þennan leik," sagði Þóra við Fréttablaðið eftir leikinn. „Þetta var hrikalega svekkjandi því við héldum ansi lengi út. Við fengum líka fín tækifæri til þess að skora í fyrri hálfleik. Við klúðruðum þessu sjálfar og getum ekki kennt neinum öðrum um. Þær voru betri en við í dag og eru betri. Við verðum bara að viðurkenna það." Það lá ansi mikið á Malmö allan leikinn en þökk sé stórleik Þóru var sænska liðið alltaf inni í leiknum. „Í stöðunni 1-0 lifði þetta hjá okkur þó svo það hefði ekki verið frábært fyrir okkur að fara í framlengingu." Það var farið að draga mikið af leikmönnum Malmö undir lokin. Liðið æfir og spilar á gervigrasi og því getur verið þungt að fara á gras. „Við vorum orðnar ansi þreyttar. Grasið er samt of einföld afsökun. Við leyfðum þeim að spila of mikið í kringum okkur og urðum að hlaupa mikið þess vegna. Við felum okkur ekki á bak við neinar afsakanir. Við tökum ábyrgð á þessu." Eftir leikinn þurfti Malmö-liðið að fara í langa rútuferð aftur heim til Svíþjóðar og voru þær ekki komnar heim fyrr en í morgunsárið. „Þetta verður löng og erfið ferð. Ætli þjálfarinn lengi hana ekki síðan með því að smella leiknum í tækið," sagði Þóra létt. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Íslendingaliðið Malmö lauk keppni í Meistaradeildinni í gær eftir grátlegt 3-0 tap fyrir þýska liðinu Frankfurt. Fyrri leik liðanna lyktaði með 1-0 sigri Malmö. Sænska liðið stóð sig vel í að verja forskotið og það var ekki fyrr en á 66. mínútu sem þýska liðið skoraði. Það stefndi allt í framlengingu þegar Frankfurt skoraði tvö mörk á tveimur mínútum undir lok leiksins. Landsliðsmarkvörðurinn Þóra B. Helgadóttir átti frábæran leik í marki Malmö en stórleikur hennar dugði ekki til að þessu sinni. „Ég veit ekki hvort þetta er meira svekkjandi af því ég átti fínan leik. Það er erfitt að greina það. Maður er aumur á líkama og sál eftir þennan leik," sagði Þóra við Fréttablaðið eftir leikinn. „Þetta var hrikalega svekkjandi því við héldum ansi lengi út. Við fengum líka fín tækifæri til þess að skora í fyrri hálfleik. Við klúðruðum þessu sjálfar og getum ekki kennt neinum öðrum um. Þær voru betri en við í dag og eru betri. Við verðum bara að viðurkenna það." Það lá ansi mikið á Malmö allan leikinn en þökk sé stórleik Þóru var sænska liðið alltaf inni í leiknum. „Í stöðunni 1-0 lifði þetta hjá okkur þó svo það hefði ekki verið frábært fyrir okkur að fara í framlengingu." Það var farið að draga mikið af leikmönnum Malmö undir lokin. Liðið æfir og spilar á gervigrasi og því getur verið þungt að fara á gras. „Við vorum orðnar ansi þreyttar. Grasið er samt of einföld afsökun. Við leyfðum þeim að spila of mikið í kringum okkur og urðum að hlaupa mikið þess vegna. Við felum okkur ekki á bak við neinar afsakanir. Við tökum ábyrgð á þessu." Eftir leikinn þurfti Malmö-liðið að fara í langa rútuferð aftur heim til Svíþjóðar og voru þær ekki komnar heim fyrr en í morgunsárið. „Þetta verður löng og erfið ferð. Ætli þjálfarinn lengi hana ekki síðan með því að smella leiknum í tækið," sagði Þóra létt.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira