Þrjú hundruð milljóna króna greiðsla Þreks ehf., fyrrverandi rekstrarfélags World Class, til Lauga ehf., núverandi rekstrarfélags, stendur óhögguð samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í gær.
Björn Leifsson í World Class stofnaði bæði félögin en Þrek er farið í þrot og taldi skiptastjóri þess að greiðslan hefði verið gjafagerningur.
Björn sagði greiðsluna vera hluta af skuldauppgjöri vegna húsnæðis World Class á Seltjarnarnesi, en 40 prósenta hlutur í því færðist formlega frá Laugum ehf. til Þreks ehf. með kaupsamningi í janúar 2008.
Skiptastjórinn taldi kaupsamninginn hafa verið gerðan til málamynda, enda hafi húsnæðið í raun allan tímann verið eign Þreks. Þetta telur dómurinn ósannað og sýknar því Laugar ehf. - sh
300 milljóna greiðsla lögleg

Mest lesið

Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin
Viðskipti erlent

Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð
Viðskipti innlent

Að segja upp án þess að brenna brýr
Atvinnulíf

Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina
Neytendur

Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er
Viðskipti erlent

Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað
Viðskipti erlent

Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent

Bretar fyrstir til að semja við Trump
Viðskipti erlent


Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila
Viðskipti innlent