Meðalmennska á Manhattan Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 27. mars 2012 12:00 Bíó. Friends with Kids. Leikstjórn: Jennifer Westfeldt. Leikarar: Adam Scott, Jennifer Westfeldt, Jon Hamm, Kristen Wiig, Maya Rudolph, Chris O'Dowd, Megan Fox, Edward Burns. Einhleypingunum Jason og Julie finnst þau vera útundan þegar pörin í vinahópnum byrja að eignast börn. En einnig taka þau eftir því að barneignir félaganna virðast hafa eyðileggjandi áhrif á ástarlífið. Þau fá því þá vafasömu hugmynd að eignast saman barn og hjálpast að við uppeldið, en aðeins sem vinir. Að sjálfsögðu reynist gjörningurinn ekki eins einfaldur og hann átti að vera, og áður óþekktar tilfinningar ógna framtíð vináttunnar. Það sem þessa rómantísku gamanmynd skortir helst er annars vegar rómantík og hins vegar gaman. Sterkur leikhópurinn nær þó að forða áhorfandanum frá því að leiðast. Adam Scott, sem fer með stærsta karlhlutverkið, er reyndar áberandi sístur en hinum tekst að draga hann í land. Það er samt eitthvað pínulítið pirrandi við hann. Allavega myndi mig ekki langa að ala honum börn. Handritið er ekkert sérlega frumlegt og atburðarásin því oftast fyrirsjáanleg. Samtölin eru þó ágætlega skrifuð og ég er þess fullviss að handritshöfundurinn, leikstýran og aðalleikkonan, Jennifer Westfeldt, hefur ekki sungið sitt síðasta. Þá er umhverfið notað á skemmtilegan máta og ætti að kitla ferðataugar hvers þess sem hefur sótt Manhattan heim. Niðurstaða: Lítið merkilegt en ekki leiðinlegt. Leikararnir halda þessu á floti. Mest lesið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Fleiri fréttir Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Bíó. Friends with Kids. Leikstjórn: Jennifer Westfeldt. Leikarar: Adam Scott, Jennifer Westfeldt, Jon Hamm, Kristen Wiig, Maya Rudolph, Chris O'Dowd, Megan Fox, Edward Burns. Einhleypingunum Jason og Julie finnst þau vera útundan þegar pörin í vinahópnum byrja að eignast börn. En einnig taka þau eftir því að barneignir félaganna virðast hafa eyðileggjandi áhrif á ástarlífið. Þau fá því þá vafasömu hugmynd að eignast saman barn og hjálpast að við uppeldið, en aðeins sem vinir. Að sjálfsögðu reynist gjörningurinn ekki eins einfaldur og hann átti að vera, og áður óþekktar tilfinningar ógna framtíð vináttunnar. Það sem þessa rómantísku gamanmynd skortir helst er annars vegar rómantík og hins vegar gaman. Sterkur leikhópurinn nær þó að forða áhorfandanum frá því að leiðast. Adam Scott, sem fer með stærsta karlhlutverkið, er reyndar áberandi sístur en hinum tekst að draga hann í land. Það er samt eitthvað pínulítið pirrandi við hann. Allavega myndi mig ekki langa að ala honum börn. Handritið er ekkert sérlega frumlegt og atburðarásin því oftast fyrirsjáanleg. Samtölin eru þó ágætlega skrifuð og ég er þess fullviss að handritshöfundurinn, leikstýran og aðalleikkonan, Jennifer Westfeldt, hefur ekki sungið sitt síðasta. Þá er umhverfið notað á skemmtilegan máta og ætti að kitla ferðataugar hvers þess sem hefur sótt Manhattan heim. Niðurstaða: Lítið merkilegt en ekki leiðinlegt. Leikararnir halda þessu á floti.
Mest lesið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Fleiri fréttir Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira