Katrín Jakobsdóttir verði forseti Íslands 29. mars 2012 06:00 Eftir þrjá mánuði ætlum við að kjósa okkur nýjan forseta. Ég skrifa þessa grein til að skora á Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra til að gefa kost á sér til embættisins. Katrín Jakobsdóttir hefur sýnt allt frá því hún var á framhaldsskólaaldri að hún er vel til forystu fallin. Skjótur frami hennar í pólitík er merki um mikla hæfileika. Menntamálaráðuneytið er eitt þyngsta og erfiðasta ráðuneyti ríkisstjórnarinnar. Hún hefur leyst forystuhlutverk sitt þar af hendi með mikilli lagni, þannig að friður er um embættið – sem er langt frá því að vera sjálfgefið – og hún hefur mælst vinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar frá upphafi eins og fram kom í hádegisfréttum ríkisútvarpsins á sunnudag. Katrín Jakobsdóttir hefur einlægan áhuga á fólki. Hún leggur sig fram um að hlusta á fólk og skilja viðhorf þess. Hún sýnir samborgurum virðingu og er auðmjúk í framgöngu. Hún setur sig vel inn í mál og hefur víðtæka þekkingu og skilning á þeim málefnum sem undir hana heyra, kynnir sér sjónarmið aðila, ræðir hlutina og hefur hæfileika til að lenda málum þannig að sátt ríki. Mikilvægt einkenni á leiðtogafærni Katrínar Jakobsdóttur eru heilindi hennar. Menn geta treyst orðum hennar. Og ég er sannfærð um að hún mun aldrei setja eigin hagsmuni fram fyrir þá hagsmuni sem hún hefur skuldbundið sig til að sinna í þágu þjóðarinnar. Leiðtogunar er þörf víða um heim og mikið liggur við að sannir leiðtogar stígi fram og taki að sér forystu í þágu fólksins. Jafnframt þurfa þeir sem sjá sanna leiðtoga að ákveða að fylgja þeim. Von okkar liggur í því að sannir leiðtogar taki forystuna og gott fólk veiti þeim stuðning. Þess vegna hvet ég Íslendinga til að flykkjast um Katrínu Jakobsdóttur og fara þess á leit við hana að hún gefi kost á sér til forsetaframboðs. Forsetakosningarnar eru tækifæri til nýs upphafs á Íslandi. Forsetinn fær það táknræna hlutverk að sameina íslenska þjóð. Katrín Jakobsdóttir, ég bið þig að íhuga af alvöru að gefa kost á þér til embættis forseta Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Ósnortin víðerni Kristín Bjarnadóttir Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Eftir þrjá mánuði ætlum við að kjósa okkur nýjan forseta. Ég skrifa þessa grein til að skora á Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra til að gefa kost á sér til embættisins. Katrín Jakobsdóttir hefur sýnt allt frá því hún var á framhaldsskólaaldri að hún er vel til forystu fallin. Skjótur frami hennar í pólitík er merki um mikla hæfileika. Menntamálaráðuneytið er eitt þyngsta og erfiðasta ráðuneyti ríkisstjórnarinnar. Hún hefur leyst forystuhlutverk sitt þar af hendi með mikilli lagni, þannig að friður er um embættið – sem er langt frá því að vera sjálfgefið – og hún hefur mælst vinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar frá upphafi eins og fram kom í hádegisfréttum ríkisútvarpsins á sunnudag. Katrín Jakobsdóttir hefur einlægan áhuga á fólki. Hún leggur sig fram um að hlusta á fólk og skilja viðhorf þess. Hún sýnir samborgurum virðingu og er auðmjúk í framgöngu. Hún setur sig vel inn í mál og hefur víðtæka þekkingu og skilning á þeim málefnum sem undir hana heyra, kynnir sér sjónarmið aðila, ræðir hlutina og hefur hæfileika til að lenda málum þannig að sátt ríki. Mikilvægt einkenni á leiðtogafærni Katrínar Jakobsdóttur eru heilindi hennar. Menn geta treyst orðum hennar. Og ég er sannfærð um að hún mun aldrei setja eigin hagsmuni fram fyrir þá hagsmuni sem hún hefur skuldbundið sig til að sinna í þágu þjóðarinnar. Leiðtogunar er þörf víða um heim og mikið liggur við að sannir leiðtogar stígi fram og taki að sér forystu í þágu fólksins. Jafnframt þurfa þeir sem sjá sanna leiðtoga að ákveða að fylgja þeim. Von okkar liggur í því að sannir leiðtogar taki forystuna og gott fólk veiti þeim stuðning. Þess vegna hvet ég Íslendinga til að flykkjast um Katrínu Jakobsdóttur og fara þess á leit við hana að hún gefi kost á sér til forsetaframboðs. Forsetakosningarnar eru tækifæri til nýs upphafs á Íslandi. Forsetinn fær það táknræna hlutverk að sameina íslenska þjóð. Katrín Jakobsdóttir, ég bið þig að íhuga af alvöru að gefa kost á þér til embættis forseta Íslands.
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar