Kynlíf - hvenær og af hverju? Sigga Dögg skrifar 12. apríl 2012 20:00 Um leið og tvær bleikar línur birtust á pissublautu plastprikinu þá fylltist ég óþrjótandi fróðleiksfýsn í allt sem tengist barnsburði og uppeldi. Ég reyndi að búa mig undir þessa miklu breytingu sem fylgir barneignum, en mig grunaði ekki að stærsta breytingin yrði hvorki svefnleysi né brjóstastærð, heldur samband mitt við makann. Ég fékk nokkur væg grátköst á meðgöngunni. Eitt kastið stafaði af því að hann pantaði vitlausan mat á veitingastað og eggið sem kom var of lítið eldað. Ég upplifði það sem persónulega árás á ófætt barnið og neitaði að borða (og reyndar að tjá mig) fyrr en við vorum komin heim. Ég gat varla horft framan í manninn. Annað kast kom þegar mér fannst hann ekki taka virkan þátt í meðgöngunni, því hann las ekki bókastaflann sem ég rogaðist með heim af bókasafninu. Mér fannst bráðnauðsynlegt að hann vissi allt um upplifun kvenna sem fá enga vorkunn, því þær eru bara með einn í útvíkkun. Ég beit hann næstum því af reiði þegar ég vissi að hann væri á leið í sushi og bjór í hádeginu — vissi hann ekki að mig langaði í hráan fisk og áfengi?! Það var eins og hann væri með einbeittan brotavilja til að gera mér lífið leitt. Raunin var hins vegar sú að hann reimaði skóna mína, nuddaði á mér bakið og náði í vatnsglas og sterkan brjóstsykur um miðja nótt. Geðköstin mín skrifuðust á krúttleg óléttueinkenni. Svo fæddist blessað barnið og lífið snerist á hvolf. Samskipti okkar urðu líkt og íslenskt veðurfar, óstöðugt með meiru, þar sem óveður gat brostið á í hinu mesta blíðviðri. Ég gerði honum upp skoðanir og fyrirætlanir og efaðist stöðugt um eigið ágæti í ljósi þessa nýja hlutverks. Ég sendi hann með bros á vör í vinnuna, en varð svo sturluð af pirringi yfir því að hann fengi að vera í félagsskap fullorðinna, þegar ég var sett í prísund bleyjuskipta og svefnskipulags. Samskipti byggðust á hagnýtum upplýsingum um barnið og matarinnkaup, eldamennsku og hver ætti að hugsa um barnið. Innileiki og nánd voru varla til staðar þar sem kossarnir og faðmlögin, sem voru áður hans, voru nú helguð barninu. Blessað barnið er svo elskað. Það er þó ekki svo að makinn sé ekki elskaður, hann er bara ekki litli ilmandi sólargeislinn minn. Og kynlíf? Hvenær og af hverju? Af öllum doðröntunum sem ég las, þá fjallaði enginn um breytinguna sem barneignir hafa á samband. Ég ætla að rjúfa þögnina og bæta úr þessu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigga Dögg Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun
Um leið og tvær bleikar línur birtust á pissublautu plastprikinu þá fylltist ég óþrjótandi fróðleiksfýsn í allt sem tengist barnsburði og uppeldi. Ég reyndi að búa mig undir þessa miklu breytingu sem fylgir barneignum, en mig grunaði ekki að stærsta breytingin yrði hvorki svefnleysi né brjóstastærð, heldur samband mitt við makann. Ég fékk nokkur væg grátköst á meðgöngunni. Eitt kastið stafaði af því að hann pantaði vitlausan mat á veitingastað og eggið sem kom var of lítið eldað. Ég upplifði það sem persónulega árás á ófætt barnið og neitaði að borða (og reyndar að tjá mig) fyrr en við vorum komin heim. Ég gat varla horft framan í manninn. Annað kast kom þegar mér fannst hann ekki taka virkan þátt í meðgöngunni, því hann las ekki bókastaflann sem ég rogaðist með heim af bókasafninu. Mér fannst bráðnauðsynlegt að hann vissi allt um upplifun kvenna sem fá enga vorkunn, því þær eru bara með einn í útvíkkun. Ég beit hann næstum því af reiði þegar ég vissi að hann væri á leið í sushi og bjór í hádeginu — vissi hann ekki að mig langaði í hráan fisk og áfengi?! Það var eins og hann væri með einbeittan brotavilja til að gera mér lífið leitt. Raunin var hins vegar sú að hann reimaði skóna mína, nuddaði á mér bakið og náði í vatnsglas og sterkan brjóstsykur um miðja nótt. Geðköstin mín skrifuðust á krúttleg óléttueinkenni. Svo fæddist blessað barnið og lífið snerist á hvolf. Samskipti okkar urðu líkt og íslenskt veðurfar, óstöðugt með meiru, þar sem óveður gat brostið á í hinu mesta blíðviðri. Ég gerði honum upp skoðanir og fyrirætlanir og efaðist stöðugt um eigið ágæti í ljósi þessa nýja hlutverks. Ég sendi hann með bros á vör í vinnuna, en varð svo sturluð af pirringi yfir því að hann fengi að vera í félagsskap fullorðinna, þegar ég var sett í prísund bleyjuskipta og svefnskipulags. Samskipti byggðust á hagnýtum upplýsingum um barnið og matarinnkaup, eldamennsku og hver ætti að hugsa um barnið. Innileiki og nánd voru varla til staðar þar sem kossarnir og faðmlögin, sem voru áður hans, voru nú helguð barninu. Blessað barnið er svo elskað. Það er þó ekki svo að makinn sé ekki elskaður, hann er bara ekki litli ilmandi sólargeislinn minn. Og kynlíf? Hvenær og af hverju? Af öllum doðröntunum sem ég las, þá fjallaði enginn um breytinguna sem barneignir hafa á samband. Ég ætla að rjúfa þögnina og bæta úr þessu.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun