Skálkar á skólabekk Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 20. apríl 2012 13:00 Bíó. 21 Jump Street. Leikstjórn: Phil Lord, Chris Miller. Leikarar: Jonah Hill, Channing Tatum, Brie Larson, Dave Franco, Ellie Kemper, Rob Riggle, Ice Cube. Hér er á ferðinni kvikmynd byggð á sjónvarpsþáttunum 21 Jump Street sem nutu mikilla vinsælda á 9. áratug síðustu aldar. Þar var ungur Johnny Depp í hlutverki leynilöggu sem ásamt félögum sínum faldi sig innan um unglinga og leysti glæpi í skólum og skúmaskotum þar sem óþekk ungmenni héldu sig. Sprellið ræður ríkjum í nýju uppfærslunni og eru það gosarnir Jonah Hill og Channing Tatum sem sjá um fjörið. Lögreglumennirnir Greg og Morton fá það verkefni að afhjúpa eiturlyfjahring sem teygir anga sína í fyrrum menntaskóla þeirra félaga, þar sem Greg var vinsæll á sínum tíma en Morton alls ekki. Þeir dulbúa sig sem nemendur við skólann og sökum klaufaskapar neyðist lúðinn til að leika hlutverk þess vinsæla og öfugt. Málið reynist hættulegra en það virtist í fyrstu og löggurnar tvær þurfa að lokum að grípa til vopna. Myndir um spaugileg vistaskipti hafa kitlað hláturtaugar kvikmyndahúsagesta lengur en elstu menn muna. 21 Jump Street gerir þetta ágætlega og áreynslulítið. Aðalleikararnir tveir eru kómískir, án þess þó að hálfdrepa áhorfendur úr hlátri, og samleikur þeirra er skemmtilegur. Báðir líta þeir þó út fyrir að vera um þrítugt (sem þeir eru) og grefur það undan trúverðugleika myndarinnar. Þá kemur Dave Franco, tvífari og litli bróðir leikarans James Franco, skemmtilega á óvart með sterkum og dramatískum leik sem smákrimminn Eric. Þessi ágæti grínhasar krefst engrar þekkingar á sjónvarpsþáttunum gömlu, og þrátt fyrir skort á stjórnlausum hlátrasköllum má vel hafa gaman af 21 Jump Street. Niðurstaða: Mátulegur skammtur af formúluskopi. Allt gott og blessað. Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Bíó. 21 Jump Street. Leikstjórn: Phil Lord, Chris Miller. Leikarar: Jonah Hill, Channing Tatum, Brie Larson, Dave Franco, Ellie Kemper, Rob Riggle, Ice Cube. Hér er á ferðinni kvikmynd byggð á sjónvarpsþáttunum 21 Jump Street sem nutu mikilla vinsælda á 9. áratug síðustu aldar. Þar var ungur Johnny Depp í hlutverki leynilöggu sem ásamt félögum sínum faldi sig innan um unglinga og leysti glæpi í skólum og skúmaskotum þar sem óþekk ungmenni héldu sig. Sprellið ræður ríkjum í nýju uppfærslunni og eru það gosarnir Jonah Hill og Channing Tatum sem sjá um fjörið. Lögreglumennirnir Greg og Morton fá það verkefni að afhjúpa eiturlyfjahring sem teygir anga sína í fyrrum menntaskóla þeirra félaga, þar sem Greg var vinsæll á sínum tíma en Morton alls ekki. Þeir dulbúa sig sem nemendur við skólann og sökum klaufaskapar neyðist lúðinn til að leika hlutverk þess vinsæla og öfugt. Málið reynist hættulegra en það virtist í fyrstu og löggurnar tvær þurfa að lokum að grípa til vopna. Myndir um spaugileg vistaskipti hafa kitlað hláturtaugar kvikmyndahúsagesta lengur en elstu menn muna. 21 Jump Street gerir þetta ágætlega og áreynslulítið. Aðalleikararnir tveir eru kómískir, án þess þó að hálfdrepa áhorfendur úr hlátri, og samleikur þeirra er skemmtilegur. Báðir líta þeir þó út fyrir að vera um þrítugt (sem þeir eru) og grefur það undan trúverðugleika myndarinnar. Þá kemur Dave Franco, tvífari og litli bróðir leikarans James Franco, skemmtilega á óvart með sterkum og dramatískum leik sem smákrimminn Eric. Þessi ágæti grínhasar krefst engrar þekkingar á sjónvarpsþáttunum gömlu, og þrátt fyrir skort á stjórnlausum hlátrasköllum má vel hafa gaman af 21 Jump Street. Niðurstaða: Mátulegur skammtur af formúluskopi. Allt gott og blessað.
Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira