Erfitt að spá fyrir um niðurstöðu í maí - fréttaskýring 24. apríl 2012 09:00 Spennandi staða Á þessari samsettu mynd má sjá sigurvegara fyrstu umferðar forsetakosninganna í Frakklandi, en kosið verður á milli þeirra tveggja í maíbyrjun. Vinstra megin er Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti og leiðtogi hægri manna, og hægra megin François Hollande, frambjóðandi Sósíalistaflokksins. Nordicphotos/AFP Gefur fyrsta umferð frönsku forsetakosninganna fyrirheit um endanlega niðurstöðu? Í fyrstu umferð frönsku forsetakosninganna á sunnudag gerðist það í fyrsta sinn að sitjandi forseti varð undir í atkvæðagreiðslunni. Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, var með næstflest atkvæði í kosningunni, og 27 prósenta fylgi. Í fyrsta sætinu var François Hollande, með 28,44 prósenta fylgi. Í frönskum fjölmiðlum er því haldið fram að staða Hollande sé sterkari en forsetans fyrir kosningarnar 6. maí þegar kosið verður á milli þeirra, enda hafi hann haft betur í fyrstu umferðinni. Óvænt gengi Marine Le Pen í fyrstu umferðinni er hins vegar sagt auka mjög óvissu um niðurstöðuna í maí, þar sem erfitt sé að spá fyrir um hvernig fylgismenn hennar eigi eftir að greiða atkvæði. Marie Le Pen er þjóðernissinni yst af hægri væng stjórnmálanna og frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar, flokks sem stofnaður var fyrir um fjórum áratugum af föður hennar, Jean-Marie Le Pen. Sarkozy, sem er leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur í aðdraganda fyrstu umferðar kosninganna biðlað til þeirra sem síður eru umburðarlyndir í garð útlendinga og hefur boðað hertar aðgerðir gegn ólöglegum innflytjendum og raunar útlendingum almennt, sem hann segir orðna allt of marga í Frakklandi. Líklegt verður að teljast að málflutningur sem þessi hugnist áhangendum Þjóðfylkingarinnar ágætlega. Marine Le Pen hlaut nálægt því fimmtung atkvæða í fyrstu umferð kosninganna. Forsíður sumra blaða í Frakklandi hafa slegið upp slagnum í maí undir fyrirsögnum á borð við „Einvígið" og „Samstuð", meðan önnur hafa lagt áherslu á þátt Le Pen. Þannig slær Figaro upp fyrirsögninni „Gengi Marine Le Pen blæs lífi í seinni umferðina" og Liberation segir „Hollande sigurvegari, Le Pen spillir fyrir". Í umfjöllun fréttavefs Breska ríkisútvarpsins, BBC, um fyrri umferð kosninganna er vitnað í leiðara Figaro í gær þar sem sigur Hollandes er ekki sagður afgerandi vegna þess að færri en búist hafi verið við hafi lagt lag sitt við fulltrúa harðlínuvinstrimanna, Jean-Luc Melenchon. Að mati blaðsins njóta vinstri menn enn ekki meirihlutastuðnings í landinu og því komi til með að skipta miklu í kosningunum í maí hvort fylgismenn Le Pen kjósi Sarkozy til að stöðva framgang frambjóðanda sósíalista. Leiðari Liberation segir svo aftur á móti að sigur Hollandes í fyrstu umferðinni sé skýr vísbending um kall frönsku þjóðarinnar eftir stefnubreytingum og breyttum stjórnarháttum. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Gefur fyrsta umferð frönsku forsetakosninganna fyrirheit um endanlega niðurstöðu? Í fyrstu umferð frönsku forsetakosninganna á sunnudag gerðist það í fyrsta sinn að sitjandi forseti varð undir í atkvæðagreiðslunni. Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, var með næstflest atkvæði í kosningunni, og 27 prósenta fylgi. Í fyrsta sætinu var François Hollande, með 28,44 prósenta fylgi. Í frönskum fjölmiðlum er því haldið fram að staða Hollande sé sterkari en forsetans fyrir kosningarnar 6. maí þegar kosið verður á milli þeirra, enda hafi hann haft betur í fyrstu umferðinni. Óvænt gengi Marine Le Pen í fyrstu umferðinni er hins vegar sagt auka mjög óvissu um niðurstöðuna í maí, þar sem erfitt sé að spá fyrir um hvernig fylgismenn hennar eigi eftir að greiða atkvæði. Marie Le Pen er þjóðernissinni yst af hægri væng stjórnmálanna og frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar, flokks sem stofnaður var fyrir um fjórum áratugum af föður hennar, Jean-Marie Le Pen. Sarkozy, sem er leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur í aðdraganda fyrstu umferðar kosninganna biðlað til þeirra sem síður eru umburðarlyndir í garð útlendinga og hefur boðað hertar aðgerðir gegn ólöglegum innflytjendum og raunar útlendingum almennt, sem hann segir orðna allt of marga í Frakklandi. Líklegt verður að teljast að málflutningur sem þessi hugnist áhangendum Þjóðfylkingarinnar ágætlega. Marine Le Pen hlaut nálægt því fimmtung atkvæða í fyrstu umferð kosninganna. Forsíður sumra blaða í Frakklandi hafa slegið upp slagnum í maí undir fyrirsögnum á borð við „Einvígið" og „Samstuð", meðan önnur hafa lagt áherslu á þátt Le Pen. Þannig slær Figaro upp fyrirsögninni „Gengi Marine Le Pen blæs lífi í seinni umferðina" og Liberation segir „Hollande sigurvegari, Le Pen spillir fyrir". Í umfjöllun fréttavefs Breska ríkisútvarpsins, BBC, um fyrri umferð kosninganna er vitnað í leiðara Figaro í gær þar sem sigur Hollandes er ekki sagður afgerandi vegna þess að færri en búist hafi verið við hafi lagt lag sitt við fulltrúa harðlínuvinstrimanna, Jean-Luc Melenchon. Að mati blaðsins njóta vinstri menn enn ekki meirihlutastuðnings í landinu og því komi til með að skipta miklu í kosningunum í maí hvort fylgismenn Le Pen kjósi Sarkozy til að stöðva framgang frambjóðanda sósíalista. Leiðari Liberation segir svo aftur á móti að sigur Hollandes í fyrstu umferðinni sé skýr vísbending um kall frönsku þjóðarinnar eftir stefnubreytingum og breyttum stjórnarháttum. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira