Einfaldari aðgangur að fjárstýringu 25. apríl 2012 10:00 Keldan "Mörg stærstu fyrirtæki landsins hafa þegar nýtt sér þjónustuna,” segir Friðrik Guðjónsson, framkvæmdastjóri Keldunnar.Fréttablaðið/Vilhelm Innlánamarkaður H.F. Verðbréfa hefur síðustu misseri notið nokkurra vinsælda meðal innlendra fyrirtækja. Innlánamarkaðurinn er aðgengilegur í gegnum upplýsingaveituna Kelduna.is en hann gerir notendum kleift að fá tilboð frá innlánastofnunum í innlán sín til allt að tólf mánaða ávöxtunar. „Eftir að við hófum kynningu á þessari þjónustu hafa vinsældir hennar aukist jafnt og þétt. Hver mánuður hefur í raun verið betri en sá á undan og ný fyrirtæki eru stöðugt að bætast í hóp viðskiptavina," segir Friðrik Guðjónsson, framkvæmdastjóri Keldunnar, og bætir við: „Mörg stærstu fyrirtæki landsins hafa þegar nýtt sér þjónustuna og oft fengið betri kjör en áður með þessu tilboðsfyrirkomulagi." Friðrik segir að með þessari þjónustu geti fyrirtæki eða fjársterkir aðilar fengið aðgang að fjárstýringum bankanna og óskað nafnlaust eftir tilboðum í innlán, að lágmarki 50 milljónir króna. „Í kjölfarið hafa fjárstýringarnar fimm mínútur til að svara tilboðinu og viðskiptavinurinn svo fimm mínútur til að ákveða hvort hann vilji taka einu af tilboðunum sem bárust," segir Friðrik. Áskriftin að innlánamarkaðnum er ókeypis fyrir viðskiptavini en fjárstýringar þeirra banka sem taka þátt í markaðnum greiða fyrir milligönguna. Arion banki, Íslandsbanki og MP banki taka þátt í markaðnum en Landsbankinn ekki. „Fyrir tilkomu þessarar þjónustu hringdu fyrirtæki einfaldlega í fjárstýringar bankanna og óskaðu eftir tilboðum. Miðað við viðtökurnar sem þessi þjónustu hefur fengið þá virðist þetta einfalda ferlið," segir Friðrik og bætir við að þetta fyrirkomulag sé þekkt úti í heimi en hafi ekki verið notað á Íslandi fyrr. Eins og áður segir er innlánamarkaðurinn aðgengilegur í gegnum Kelduna. Keldan var stofnuð á haustdögum árið 2009 og er upplýsingaveita um íslenskan fjármálamarkað. Kelduna má nálgast á vefsíðunni Keldan.is en auk þess í gegnum nýtt snjallsíma-app sem kynnt var stuttu fyrir páska. Umfang upplýsinga sem nálgast má á Keldunni hefur aukist jafnt og þétt frá stofnun og má nú meðal annars finna þar fyrirtækja- og fasteignaupplýsingar auk hefðbundinna markaðsupplýsinga. Þá veitir Keldan aðgang að öllum helstu upplýsingaskrám sem reknar eru af opinberum aðilum á Íslandi. Loks heldur Keldan utan um viðburðadagatal sem nefnist Dagatal viðskiptalífsins. Í því eru birtar tímasetningar viðburða í viðskiptalífinu, útgáfudagar helstu hagtalna, dagsetningar skuldabréfaútboða og dagsetning á fyrirhugaðri birtingu ársreikninga helstu fyrirtækja. Fréttir Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira
Innlánamarkaður H.F. Verðbréfa hefur síðustu misseri notið nokkurra vinsælda meðal innlendra fyrirtækja. Innlánamarkaðurinn er aðgengilegur í gegnum upplýsingaveituna Kelduna.is en hann gerir notendum kleift að fá tilboð frá innlánastofnunum í innlán sín til allt að tólf mánaða ávöxtunar. „Eftir að við hófum kynningu á þessari þjónustu hafa vinsældir hennar aukist jafnt og þétt. Hver mánuður hefur í raun verið betri en sá á undan og ný fyrirtæki eru stöðugt að bætast í hóp viðskiptavina," segir Friðrik Guðjónsson, framkvæmdastjóri Keldunnar, og bætir við: „Mörg stærstu fyrirtæki landsins hafa þegar nýtt sér þjónustuna og oft fengið betri kjör en áður með þessu tilboðsfyrirkomulagi." Friðrik segir að með þessari þjónustu geti fyrirtæki eða fjársterkir aðilar fengið aðgang að fjárstýringum bankanna og óskað nafnlaust eftir tilboðum í innlán, að lágmarki 50 milljónir króna. „Í kjölfarið hafa fjárstýringarnar fimm mínútur til að svara tilboðinu og viðskiptavinurinn svo fimm mínútur til að ákveða hvort hann vilji taka einu af tilboðunum sem bárust," segir Friðrik. Áskriftin að innlánamarkaðnum er ókeypis fyrir viðskiptavini en fjárstýringar þeirra banka sem taka þátt í markaðnum greiða fyrir milligönguna. Arion banki, Íslandsbanki og MP banki taka þátt í markaðnum en Landsbankinn ekki. „Fyrir tilkomu þessarar þjónustu hringdu fyrirtæki einfaldlega í fjárstýringar bankanna og óskaðu eftir tilboðum. Miðað við viðtökurnar sem þessi þjónustu hefur fengið þá virðist þetta einfalda ferlið," segir Friðrik og bætir við að þetta fyrirkomulag sé þekkt úti í heimi en hafi ekki verið notað á Íslandi fyrr. Eins og áður segir er innlánamarkaðurinn aðgengilegur í gegnum Kelduna. Keldan var stofnuð á haustdögum árið 2009 og er upplýsingaveita um íslenskan fjármálamarkað. Kelduna má nálgast á vefsíðunni Keldan.is en auk þess í gegnum nýtt snjallsíma-app sem kynnt var stuttu fyrir páska. Umfang upplýsinga sem nálgast má á Keldunni hefur aukist jafnt og þétt frá stofnun og má nú meðal annars finna þar fyrirtækja- og fasteignaupplýsingar auk hefðbundinna markaðsupplýsinga. Þá veitir Keldan aðgang að öllum helstu upplýsingaskrám sem reknar eru af opinberum aðilum á Íslandi. Loks heldur Keldan utan um viðburðadagatal sem nefnist Dagatal viðskiptalífsins. Í því eru birtar tímasetningar viðburða í viðskiptalífinu, útgáfudagar helstu hagtalna, dagsetningar skuldabréfaútboða og dagsetning á fyrirhugaðri birtingu ársreikninga helstu fyrirtækja.
Fréttir Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira