Í marsmánuði var 91 skjali, bæði kaupsamningum og afsölum, um atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu þinglýst og 58 utan þess.
Þetta er næstum því tvöfalt meira en á sama tíma í fyrra, en fram kemur á vef Þjóðskrár Íslands að í mars árið 2011 hafi 56 skjölum verið þinglýst á höfuðborgarsvæðinu.
Þar segir jafnframt að heildarfasteignamat seldra eigna á höfuðborgarsvæðinu í mars hafi verið tæpir sex milljarðar, sem er talsvert minna en á síðasta ári þar sem samsvarandi upphæð var rúmir 20 milljarðar.- þj
