Tóbaksrisinn Philip Morris mætir norsku lýðheilsustofnuninni fyrir rétti í júní. Fulltrúar Philip Morris telja að bann við að hafa tóbak sýnilegt í verslunum í Noregi brjóti í bága við reglur EES um frjálst vöruflæði. Bannið tók gildi í janúar 2010.
Upplýsingafulltrúi tóbaksframleiðandans segir að lögin hafi verið samþykkt án þess að sannað sé að slíkt bann takmarki skaðsemi tóbaks fyrir heilsuna. - ibs
